Minna umburðarlyndi gegn ofbeldi 12. maí 2011 06:30 Ofbeldi Áttatíu kærur vegna kynferðisbrota hafa borist kynferðisbrotadeild lögreglunnar á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs. myndin er sviðsett Minna umburðarlyndi gagnvart kynferðisbrotum ríkir nú hér á landi en áður og jafnframt minni skömm fyrir þolendur að stíga fram. Þetta segir Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur spurður um hugsanlegar skýringar á þeim mikla fjölda kæra vegna kynferðisbrota sem borist hafa til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu undanfarna fjóra mánuði. „Þessi aukning er einnig að sýna okkur eitthvað sem fór leynt áður og þolendur sátu einir uppi með sársaukann, en gera það ekki lengur,“ bætir Helgi við. „Þá er líklegt að eðli sumra þessara brota hafi breyst á síðustu árum. Fram kom í Fréttablaðinu í gær að nær áttatíu kærur vegna kynferðisbrota hafa borist kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs, samtals 76 mál. Um var að ræða 33 kærur vegna nauðgunar, tuttugu kærur vegna brota gegn börnum, fjögur barnaklámsmál frá Europol og Interpol og nítján blygðunarsemisbrot. Auk þessa bárust nítján mál vegna heimilisofbeldis til deildarinnar. Þetta veldur lögreglu áhyggjum því hún hefur ekki undan þegar mest er. Helgi segir aukningu í kynferðisbrotum ekki fyrst vera að koma fram nú, heldur eigi hún sér lengri aðdraganda eða frá síðustu aldamótum. „Kynferðisbrot er sá málaflokkur sem við sjáum aukningu í, svo og í fíkniefnabrotum, en aukningin er ekki með sama hætti í öðrum brotaflokkum sem hafa verið mun stöðugri milli ára, til dæmis önnur ofbeldisbrot og manndráp. Það er óneitanlega undirligggjandi spenna í samfélaginu sem brýst fram með ýmsum hætti og aukning kynferðisbrota gæti að einhverju leyti endurspeglað sérhyggju og græðgi góðærisáranna sem líkja má við siðrof,“ útskýrir Helgi enn fremur. Hann bendir þó á að annað ofbeldi eins og það birtist í gögnum lögreglu hafi þó ekki fylgt þessu mynstri, sem gangi gegn þeirri skýringu að fjölgun kynferðisbrota bendi til siðrofs í samfélagi. „Annar flötur sem skýrir aukninguna er meiri umræða í fjölmiðlum og vaxandi vitund borgaranna um kynferðisbrot.“ jss@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Minna umburðarlyndi gagnvart kynferðisbrotum ríkir nú hér á landi en áður og jafnframt minni skömm fyrir þolendur að stíga fram. Þetta segir Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur spurður um hugsanlegar skýringar á þeim mikla fjölda kæra vegna kynferðisbrota sem borist hafa til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu undanfarna fjóra mánuði. „Þessi aukning er einnig að sýna okkur eitthvað sem fór leynt áður og þolendur sátu einir uppi með sársaukann, en gera það ekki lengur,“ bætir Helgi við. „Þá er líklegt að eðli sumra þessara brota hafi breyst á síðustu árum. Fram kom í Fréttablaðinu í gær að nær áttatíu kærur vegna kynferðisbrota hafa borist kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs, samtals 76 mál. Um var að ræða 33 kærur vegna nauðgunar, tuttugu kærur vegna brota gegn börnum, fjögur barnaklámsmál frá Europol og Interpol og nítján blygðunarsemisbrot. Auk þessa bárust nítján mál vegna heimilisofbeldis til deildarinnar. Þetta veldur lögreglu áhyggjum því hún hefur ekki undan þegar mest er. Helgi segir aukningu í kynferðisbrotum ekki fyrst vera að koma fram nú, heldur eigi hún sér lengri aðdraganda eða frá síðustu aldamótum. „Kynferðisbrot er sá málaflokkur sem við sjáum aukningu í, svo og í fíkniefnabrotum, en aukningin er ekki með sama hætti í öðrum brotaflokkum sem hafa verið mun stöðugri milli ára, til dæmis önnur ofbeldisbrot og manndráp. Það er óneitanlega undirligggjandi spenna í samfélaginu sem brýst fram með ýmsum hætti og aukning kynferðisbrota gæti að einhverju leyti endurspeglað sérhyggju og græðgi góðærisáranna sem líkja má við siðrof,“ útskýrir Helgi enn fremur. Hann bendir þó á að annað ofbeldi eins og það birtist í gögnum lögreglu hafi þó ekki fylgt þessu mynstri, sem gangi gegn þeirri skýringu að fjölgun kynferðisbrota bendi til siðrofs í samfélagi. „Annar flötur sem skýrir aukninguna er meiri umræða í fjölmiðlum og vaxandi vitund borgaranna um kynferðisbrot.“ jss@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent