Saka Nýlistasafnið um árás á tjáningarfrelsið 21. apríl 2011 06:30 Fjarlægðu umdeilt verk Stjórn Nýlistasafnsins ákvað, eftir kvörtun bókaútgefanda, að fjarlægja eitt verkanna af sýningunni Koddu. Listamenn eru afar ósáttir og saka stjórnina um aðför að tjáningarfrelsinu. Fréttablaðið/STefán „Þetta er svartur dagur í sögu tjáningarfrelsis á Íslandi,“ segir Hannes Lárusson, myndlistarmaður og sýningarstjóri, um ákvörðun stjórnar Nýlistasafnsins um að fjarlægja eitt verkanna af sýningunni Koddu. Tugir listamanna taka þátt í sýningunni sem var opnuð í Nýlistasafninu og Alliance-húsinu á Grandagarði um síðustu helgi. Eitt af verkunum sem sýnt er á Nýlistasafninu er „Fallegasta bók í heimi“, sem er í grunninn eintak af bókinni Flora Islandica eftir Eggert Pétursson og Ágúst H. Bjarnason, sem hefur meðal annars verið útötuð í matarleifum. Útgáfufyrirtækið Crymogea, sem gefur út umrædda bók, kvartaði til stjórnar safnsins með þeim rökum að sæmdarréttur höfunda væri brotinn með þessari meðferð. Í tilkynningu segir stjórn Nýlistasafnsins að í verkinu Fallegasta bók í heimi verði að teljast afar líklegt að sæmdarréttur höfunda hafi verið brotinn. Með tilliti til hagsmuna safnsins var því ákveðið að fjarlægja verkið úr safnrýminu, en sýningin standi að öðru leyti óhreyfð. Hannes er afar ósáttur við ákvörðunina og hótar að kæra málið. „Þetta er svívirðileg árás á tjáningarfrelsið, hreint skemmdarverk og með verri dæmum sem maður getur tiltekið í þessum efnum. Ég lít á þetta sem lögreglumál og ef hreyft er við verkinu eða það verður fjarlægt þá mun ég kæra það til lögreglu.“ Umfjöllunarefni sýningarinnar er eins konar uppgjör við hrunið og þjóðarsjálf Íslendinga og segir Hannes að í þessu máli birtist að nokkru leyti eitt það versta í þjóðarsjálfinu og segist ekki muna eftir öðru eins inngripi í listsýningu á seinni árum. Hann þvertekur fyrir að verkið umdeilda hafi brotið á sæmdarrétti bókarhöfunda. „Það þarf ekki að leita lengra en til Andy Warhol og Dieters Roth og þúsunda annarra listamanna á síðustu hundrað árum sem hafa notað fjöldaframleidda hluti sem hráefni í listaverk. Að menn skuli svo hrökkva upp við það núna segir bara á hvaða talibanastigi við erum hér.“ Í ljósi þessarar ákvörðunar stjórnar Nýlistasafnsins hyggjast sýningarstjórarnir færa þann hluta sýningarinnar sem þar er, vestur á Grandagarð þar sem flest verkin eru nú til sýnis. thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira
„Þetta er svartur dagur í sögu tjáningarfrelsis á Íslandi,“ segir Hannes Lárusson, myndlistarmaður og sýningarstjóri, um ákvörðun stjórnar Nýlistasafnsins um að fjarlægja eitt verkanna af sýningunni Koddu. Tugir listamanna taka þátt í sýningunni sem var opnuð í Nýlistasafninu og Alliance-húsinu á Grandagarði um síðustu helgi. Eitt af verkunum sem sýnt er á Nýlistasafninu er „Fallegasta bók í heimi“, sem er í grunninn eintak af bókinni Flora Islandica eftir Eggert Pétursson og Ágúst H. Bjarnason, sem hefur meðal annars verið útötuð í matarleifum. Útgáfufyrirtækið Crymogea, sem gefur út umrædda bók, kvartaði til stjórnar safnsins með þeim rökum að sæmdarréttur höfunda væri brotinn með þessari meðferð. Í tilkynningu segir stjórn Nýlistasafnsins að í verkinu Fallegasta bók í heimi verði að teljast afar líklegt að sæmdarréttur höfunda hafi verið brotinn. Með tilliti til hagsmuna safnsins var því ákveðið að fjarlægja verkið úr safnrýminu, en sýningin standi að öðru leyti óhreyfð. Hannes er afar ósáttur við ákvörðunina og hótar að kæra málið. „Þetta er svívirðileg árás á tjáningarfrelsið, hreint skemmdarverk og með verri dæmum sem maður getur tiltekið í þessum efnum. Ég lít á þetta sem lögreglumál og ef hreyft er við verkinu eða það verður fjarlægt þá mun ég kæra það til lögreglu.“ Umfjöllunarefni sýningarinnar er eins konar uppgjör við hrunið og þjóðarsjálf Íslendinga og segir Hannes að í þessu máli birtist að nokkru leyti eitt það versta í þjóðarsjálfinu og segist ekki muna eftir öðru eins inngripi í listsýningu á seinni árum. Hann þvertekur fyrir að verkið umdeilda hafi brotið á sæmdarrétti bókarhöfunda. „Það þarf ekki að leita lengra en til Andy Warhol og Dieters Roth og þúsunda annarra listamanna á síðustu hundrað árum sem hafa notað fjöldaframleidda hluti sem hráefni í listaverk. Að menn skuli svo hrökkva upp við það núna segir bara á hvaða talibanastigi við erum hér.“ Í ljósi þessarar ákvörðunar stjórnar Nýlistasafnsins hyggjast sýningarstjórarnir færa þann hluta sýningarinnar sem þar er, vestur á Grandagarð þar sem flest verkin eru nú til sýnis. thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira