R-listinn í Stjórnarráðið? 21. apríl 2011 05:30 Í ríkisstjórn Símarnir áttu um stund hugi Ögmundar Jónassonar og Árna Páls Árnasonar þegar vantraust á ríkisstjórnina var rætt í þinginu á dögunum. fréttablaðið/anton Styrkur ríkisstjórnarinnar og hvort rétt og nauðsynlegt sé að fjölga í stjórnarliðinu er meðal umræðuefna á kaffistofum jafnt sem bakherbergjum stjórnmálanna þessa dagana. Íslendingar eiga því ekki að venjast í seinni tíð að hér starfi veik ríkisstjórn. Þrjár fyrstu ríkisstjórnir Davíðs Oddssonar höfðu mikinn þingstyrk (9 til 17 þingmanna meirihluta) en sú síðasta (sem síðar urðu ríkisstjórnir Halldórs Ásgrímssonar og Geirs H. Haarde) hafði fimm þingmanna meirihluta. Það er til marks um mikilvægi góðs þingstyrks stjórnar að meðal ástæðna sem gefnar voru fyrir því að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur endurnýjuðu ekki samstarf sitt eftir kosningarnar 2007 var að slík stjórn hefði aðeins notið eins manns meirihluta. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur eins manns meirihluta. Þegar lagt var af stað vorið 2009 var meirihlutinn fimm menn. Síðan hafa þrír kvatt VG og stjórnina en einn komið í staðinn. Undantekningin JóhannaEkki er allt unnið með meirihluta. Það skiptir máli hvernig sá meirihluti er samansettur. Þótt þrír stjórnarandstæðingar í þingliði VG séu nú horfnir á braut eru enn innanbúðar menn sem styðja ekki öll áform stjórnarleiðtoganna. Þá er meira að segja að finna í sjálfri ríkisstjórninni, líkt og kunnugt er. Þótt ágreiningur hafi ríkt um einstök mál í ríkisstjórnum síðustu tuttugu ára birtist hann aldrei landsmönnum jafn ljóslifandi og nú. Á þessu er vitaskuld undantekningin sem var stjórnin 1991-1995, þegar Jóhanna Sigurðardóttir sagði af sér ráðherraembætti og gekk í framhaldinu úr Alþýðuflokknum. Vill vinna með FramsóknUm nokkurt skeið hefur verið rætt um að styrkja þurfi ríkisstjórnina og hafa Samfylkingarmenn verið þess nokkuð áfjáðir. Í flokknum hefur bæði verið horft til Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins en í Samfylkingunni er jú fólk sem spannar býsna breitt róf stjórnmálanna. Ljóst er að Jóhanna Sigurðardóttir hefur ekki áhuga á að vinna með sjálfstæðismönnum. Í viðtali við DV í gær kvaðst hún helst horfa til Framsóknarflokksins í þeim efnum og hugsanlega Hreyfingarinnar. Þá má nefna að í umræðum um vantrauststillögu á ríkisstjórnina í síðustu viku gagnrýndi Jóhanna Sjálfstæðisflokkinn harðlega. Hún nefndi hann 22 sinnum á nafn og sagði hann meðal annars ekkert erindi eiga í ríkisstjórn. Hún minntist hins vegar ekki einu orði á Framsóknarflokkinn. Þolinmæðin þrotinÞingmenn Samfylkingarinnar sem vilja styrkja ríkisstjórnina eru margir hverjir orðnir langþreyttir á væringunum í VG, sem þeir segja hafa skaðað stjórnina. Flokknum sé ekki lengur treystandi til að hafa líf ríkisstjórnarinnar í höndum sér. Þá er sú skoðun útbreidd meðal Samfylkingarfólks að óbreytt komi ríkisstjórnin ekki mikilvægum málum í gegnum þingið. Setja þeir mál á borð við sameiningu ráðuneyta fyrir utan sviga en nefna sérstaklega stórvirka uppbyggingu í atvinnumálum, sem þeir telja alfarið stranda á VG. Þótt Jóhanna hafi nú í nokkra mánuði rætt í þröngum hópum að breiðara samstarf sé ýmist æskilegt eða nauðsynlegt var það ekki fyrr en í samtali við Fréttablaðið að afstaðinni þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave sem hún viðraði þann möguleika opinberlega. Velta menn fyrir sér hvort henni sé virkilega alvara í þeim efnum. Vera megi að hún sé annað hvort að reyna að temja VG eða kaupa sér tíma í eigin þingflokki með því að segjast vera að skoða málið. Ótti við FramsóknInnan VG eru ólíkar skoðanir á málinu. Sumir líta alls ekki á það sem vandamál; vissulega sé meirihluti stjórnarinnar naumur en raðir þingflokksins hafi þést og innan hans sé nú eining um að láta samstarfið ganga vel. Aðrir eru á öðru máli og efast um að óbreytt ástand geti varað til lengdar. Í þeim röðum er áhugi á samstarfi við framsóknarmenn, ýmist einstaka eða flokk þeirra í heild. Vitaskuld er staðnæmst sérstaklega við þau Guðmund Steingrímsson og Siv Friðleifsdóttur. Í VG er hins vegar ekki að finna vott af áhuga á samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Það eru einkum umhverfisverndarsinnar sem telja ógæfuspor að bjóða Framsóknarflokknum að koma að stjórn landsins. Þeir óttast – í ljósi sögunnar – að Framsókn setji virkjana- og stóriðjumál á oddinn. Nóg sé að eiga við þá Samfylkingarmenn sem aðhyllist slíka stefnu þótt ekki bætist við nýr þingflokkur í stjórnarliðið sem sjái ekki aðrar leiðir til fjölgunar starfa en vatnsaflsvirkjanir og álver. Ágæt reynsla, en…Að öllu samanteknu er í stjórnarflokkunum dágóður hópur fólks sem telur vitlegt að fá framsóknarmenn til samstarfs. Í þeim röðum fellst fólk á að vissulega séu áherslur flokkanna þriggja í ýmsum málaflokkum ólíkar en á hitt beri að líta að reynsla þeirra af samstarfinu í R-listanum til margra ára hafi verið góð. Vel megi hugsa sér að flokkarnir geti, í ljósi þess, komið sér saman um lausnir á brýnum viðfangsefnum. Komi Framsókn að ríkisstjórninni verði að skrifa nýjan stjórnarsáttmála. Á þessum vangaveltum fólks er þó sú snurða að forysta Framsóknarflokksins er ekki sérlega áfjáð í samstarf með stjórnarflokkunum, svo ekki sé nú fastar að orði kveðið. Þrjá þarf í þetta hjónaband og í það gengur enginn til málamynda. Fréttir Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira
Styrkur ríkisstjórnarinnar og hvort rétt og nauðsynlegt sé að fjölga í stjórnarliðinu er meðal umræðuefna á kaffistofum jafnt sem bakherbergjum stjórnmálanna þessa dagana. Íslendingar eiga því ekki að venjast í seinni tíð að hér starfi veik ríkisstjórn. Þrjár fyrstu ríkisstjórnir Davíðs Oddssonar höfðu mikinn þingstyrk (9 til 17 þingmanna meirihluta) en sú síðasta (sem síðar urðu ríkisstjórnir Halldórs Ásgrímssonar og Geirs H. Haarde) hafði fimm þingmanna meirihluta. Það er til marks um mikilvægi góðs þingstyrks stjórnar að meðal ástæðna sem gefnar voru fyrir því að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur endurnýjuðu ekki samstarf sitt eftir kosningarnar 2007 var að slík stjórn hefði aðeins notið eins manns meirihluta. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur eins manns meirihluta. Þegar lagt var af stað vorið 2009 var meirihlutinn fimm menn. Síðan hafa þrír kvatt VG og stjórnina en einn komið í staðinn. Undantekningin JóhannaEkki er allt unnið með meirihluta. Það skiptir máli hvernig sá meirihluti er samansettur. Þótt þrír stjórnarandstæðingar í þingliði VG séu nú horfnir á braut eru enn innanbúðar menn sem styðja ekki öll áform stjórnarleiðtoganna. Þá er meira að segja að finna í sjálfri ríkisstjórninni, líkt og kunnugt er. Þótt ágreiningur hafi ríkt um einstök mál í ríkisstjórnum síðustu tuttugu ára birtist hann aldrei landsmönnum jafn ljóslifandi og nú. Á þessu er vitaskuld undantekningin sem var stjórnin 1991-1995, þegar Jóhanna Sigurðardóttir sagði af sér ráðherraembætti og gekk í framhaldinu úr Alþýðuflokknum. Vill vinna með FramsóknUm nokkurt skeið hefur verið rætt um að styrkja þurfi ríkisstjórnina og hafa Samfylkingarmenn verið þess nokkuð áfjáðir. Í flokknum hefur bæði verið horft til Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins en í Samfylkingunni er jú fólk sem spannar býsna breitt róf stjórnmálanna. Ljóst er að Jóhanna Sigurðardóttir hefur ekki áhuga á að vinna með sjálfstæðismönnum. Í viðtali við DV í gær kvaðst hún helst horfa til Framsóknarflokksins í þeim efnum og hugsanlega Hreyfingarinnar. Þá má nefna að í umræðum um vantrauststillögu á ríkisstjórnina í síðustu viku gagnrýndi Jóhanna Sjálfstæðisflokkinn harðlega. Hún nefndi hann 22 sinnum á nafn og sagði hann meðal annars ekkert erindi eiga í ríkisstjórn. Hún minntist hins vegar ekki einu orði á Framsóknarflokkinn. Þolinmæðin þrotinÞingmenn Samfylkingarinnar sem vilja styrkja ríkisstjórnina eru margir hverjir orðnir langþreyttir á væringunum í VG, sem þeir segja hafa skaðað stjórnina. Flokknum sé ekki lengur treystandi til að hafa líf ríkisstjórnarinnar í höndum sér. Þá er sú skoðun útbreidd meðal Samfylkingarfólks að óbreytt komi ríkisstjórnin ekki mikilvægum málum í gegnum þingið. Setja þeir mál á borð við sameiningu ráðuneyta fyrir utan sviga en nefna sérstaklega stórvirka uppbyggingu í atvinnumálum, sem þeir telja alfarið stranda á VG. Þótt Jóhanna hafi nú í nokkra mánuði rætt í þröngum hópum að breiðara samstarf sé ýmist æskilegt eða nauðsynlegt var það ekki fyrr en í samtali við Fréttablaðið að afstaðinni þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave sem hún viðraði þann möguleika opinberlega. Velta menn fyrir sér hvort henni sé virkilega alvara í þeim efnum. Vera megi að hún sé annað hvort að reyna að temja VG eða kaupa sér tíma í eigin þingflokki með því að segjast vera að skoða málið. Ótti við FramsóknInnan VG eru ólíkar skoðanir á málinu. Sumir líta alls ekki á það sem vandamál; vissulega sé meirihluti stjórnarinnar naumur en raðir þingflokksins hafi þést og innan hans sé nú eining um að láta samstarfið ganga vel. Aðrir eru á öðru máli og efast um að óbreytt ástand geti varað til lengdar. Í þeim röðum er áhugi á samstarfi við framsóknarmenn, ýmist einstaka eða flokk þeirra í heild. Vitaskuld er staðnæmst sérstaklega við þau Guðmund Steingrímsson og Siv Friðleifsdóttur. Í VG er hins vegar ekki að finna vott af áhuga á samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Það eru einkum umhverfisverndarsinnar sem telja ógæfuspor að bjóða Framsóknarflokknum að koma að stjórn landsins. Þeir óttast – í ljósi sögunnar – að Framsókn setji virkjana- og stóriðjumál á oddinn. Nóg sé að eiga við þá Samfylkingarmenn sem aðhyllist slíka stefnu þótt ekki bætist við nýr þingflokkur í stjórnarliðið sem sjái ekki aðrar leiðir til fjölgunar starfa en vatnsaflsvirkjanir og álver. Ágæt reynsla, en…Að öllu samanteknu er í stjórnarflokkunum dágóður hópur fólks sem telur vitlegt að fá framsóknarmenn til samstarfs. Í þeim röðum fellst fólk á að vissulega séu áherslur flokkanna þriggja í ýmsum málaflokkum ólíkar en á hitt beri að líta að reynsla þeirra af samstarfinu í R-listanum til margra ára hafi verið góð. Vel megi hugsa sér að flokkarnir geti, í ljósi þess, komið sér saman um lausnir á brýnum viðfangsefnum. Komi Framsókn að ríkisstjórninni verði að skrifa nýjan stjórnarsáttmála. Á þessum vangaveltum fólks er þó sú snurða að forysta Framsóknarflokksins er ekki sérlega áfjáð í samstarf með stjórnarflokkunum, svo ekki sé nú fastar að orði kveðið. Þrjá þarf í þetta hjónaband og í það gengur enginn til málamynda.
Fréttir Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira