Evrópska efnahagssvæðið endurskoðað 19. apríl 2011 04:30 Jens SToltenberg og José Manuel Barroso Skriður komst á málin hjá Evrópusambandinu eftir að forsætisráðherra Noregs skýrði forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins frá starfi norsku nefndarinnar. nordicphotos/AFP Evrópusambandið hefur hug á því að endurskoða samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, með hliðsjón af því hvernig samstarf EFTA-ríkjanna við ESB hefur þróast undanfarin fimmtán ár. Þetta kemur fram í samþykkt ráðherraráðs ESB í desember síðastliðnum, þar sem hvatt er til þess að farið verði út í slíka endurskoðun. Meðal annars eigi að kanna hvort „hagsmunum ESB er vel borgið innan núverandi samkomulags“ eða hvort betra væri að semja um víðtækara samstarf. Kanna eigi hvort uppfæra þurfi samninginn eða einfalda hann með einhverjum hætti. Norska stjórnin er nú þegar byrjuð að fara ítarlega yfir reynsluna af framkvæmd samningsins, meðal annars með tilliti til þess hvort skynsamlegt sé að gera nýjan samning eða einfalda hann til muna. Fjölmenn rannsóknarnefnd hefur starfað í meira en ár með víðtækt umboð til að rannsaka áhrif samningsins á öllum sviðum samfélagsins í Noregi. Niðurstöður þeirrar nefndar eru væntanlegar á þessu ári. Sambærilegt ferli er einnig komið í gang í Liechtenstein. Fyrir utan sjálfan EES-samninginn eru Norðmenn með ellefu tvíhliða samninga í gildi við Evrópusambandið, og vilja skoða hvort betra væri að sameina þessa samninga í einn samning eða fækka þeim í það minnsta. Ísland er einungis með einn slíkan tvíhliða samning við ESB fyrir utan EES-samninginn, nefnilega Schengen-samkomulagið. Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur segir þetta ferli hafa farið af stað eftir að Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, gekk á fund José Manuels Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, fyrir nokkru. Stoltenberg hafi þá skýrt Barroso frá starfi norsku nefndarinnar, og í framhaldi af því hafi komist skriður á málin hjá ESB. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins í Brussel er Evrópusambandið enn að skoða hvort hefja eigi endurskoðun af þessu tagi. Ákvörðunar af hálfu ESB er varla að vænta fyrr en á næsta ári, en verði niðurstaðan sú að hefja eigi endurskoðun þá verður það ekki gert án samstarfs allra hlutaðeigandi ríkja og hagsmunaaðila. „Það sem er merkilegt í þessu er að Norðmenn virðast vera að skipta um afstöðu í þessu máli að ákveðnu leyti,“ segir Eiríkur Bergmann Einarsson, sem hefur unnið að verkefnum fyrir norsku nefndina. „Við Íslendingar lögðum fyrir nokkrum árum mikla áherslu á að uppfæra EES-samninginn. Það var metnaðarmál hjá Halldóri Ásgrímssyni, en þá lögðust Norðmenn alveg gegn því. Það yrði bara til þess að alveg myndi rakna upp úr EES-samstarfinu, sögðu þeir. Nú hafa þeir snúið við blaðinu og vilja skoða EES-samninginn, en þá vill svo til að Íslendingar hafa kannski engan sérstakan áhuga á því.“ gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Evrópusambandið hefur hug á því að endurskoða samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, með hliðsjón af því hvernig samstarf EFTA-ríkjanna við ESB hefur þróast undanfarin fimmtán ár. Þetta kemur fram í samþykkt ráðherraráðs ESB í desember síðastliðnum, þar sem hvatt er til þess að farið verði út í slíka endurskoðun. Meðal annars eigi að kanna hvort „hagsmunum ESB er vel borgið innan núverandi samkomulags“ eða hvort betra væri að semja um víðtækara samstarf. Kanna eigi hvort uppfæra þurfi samninginn eða einfalda hann með einhverjum hætti. Norska stjórnin er nú þegar byrjuð að fara ítarlega yfir reynsluna af framkvæmd samningsins, meðal annars með tilliti til þess hvort skynsamlegt sé að gera nýjan samning eða einfalda hann til muna. Fjölmenn rannsóknarnefnd hefur starfað í meira en ár með víðtækt umboð til að rannsaka áhrif samningsins á öllum sviðum samfélagsins í Noregi. Niðurstöður þeirrar nefndar eru væntanlegar á þessu ári. Sambærilegt ferli er einnig komið í gang í Liechtenstein. Fyrir utan sjálfan EES-samninginn eru Norðmenn með ellefu tvíhliða samninga í gildi við Evrópusambandið, og vilja skoða hvort betra væri að sameina þessa samninga í einn samning eða fækka þeim í það minnsta. Ísland er einungis með einn slíkan tvíhliða samning við ESB fyrir utan EES-samninginn, nefnilega Schengen-samkomulagið. Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur segir þetta ferli hafa farið af stað eftir að Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, gekk á fund José Manuels Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, fyrir nokkru. Stoltenberg hafi þá skýrt Barroso frá starfi norsku nefndarinnar, og í framhaldi af því hafi komist skriður á málin hjá ESB. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins í Brussel er Evrópusambandið enn að skoða hvort hefja eigi endurskoðun af þessu tagi. Ákvörðunar af hálfu ESB er varla að vænta fyrr en á næsta ári, en verði niðurstaðan sú að hefja eigi endurskoðun þá verður það ekki gert án samstarfs allra hlutaðeigandi ríkja og hagsmunaaðila. „Það sem er merkilegt í þessu er að Norðmenn virðast vera að skipta um afstöðu í þessu máli að ákveðnu leyti,“ segir Eiríkur Bergmann Einarsson, sem hefur unnið að verkefnum fyrir norsku nefndina. „Við Íslendingar lögðum fyrir nokkrum árum mikla áherslu á að uppfæra EES-samninginn. Það var metnaðarmál hjá Halldóri Ásgrímssyni, en þá lögðust Norðmenn alveg gegn því. Það yrði bara til þess að alveg myndi rakna upp úr EES-samstarfinu, sögðu þeir. Nú hafa þeir snúið við blaðinu og vilja skoða EES-samninginn, en þá vill svo til að Íslendingar hafa kannski engan sérstakan áhuga á því.“ gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent