Meirihlutinn hafnar Icesave 7. apríl 2011 06:30 Skoðakönnun sem birt var í fréttum Stöðvar 2 gær sýndi einnig að meirihluti landsmanna hyggst hafna Icesave-lögunum í kosningunum á laugardaginn. Mynd/Stefán Meirihluti landsmanna ætlar að hafna Icesave-samningunum í þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardag samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Alls sögðust 54,8 prósent þeirra sem afstöðu tóku ætla að hafna lögunum en 45,2 prósent sögðust ætla að samþykkja þau. Ríflega 76 prósent þátttakenda í könnuninni gáfu upp afstöðu sína, en um 24 prósent sögðust ekki hafa gert upp hug sinn, ekki ætla á kjörstað eða vildu ekki svara. Óákveðnum virðist samkvæmt þessu fara fækkandi eftir því sem líður að kjördegi. Allt stefnir í að kjörsókn verði með besta móti. Um 90,2 þeirra sem afstöðu tóku sögðu mjög eða frekar líklegt að þeir færu á kjörstað. Aðeins 6 prósent sögðu mjög eða frekar ólíklegt að þeir myndu kjósa. Um 3,8 prósent sögðu hvorki líklegt né ólíklegt að þau færu á kjörstað. Nánar verður fjallað um niðurstöður könnunarinnar í Fréttablaðinu á morgun. Hringt var í 800 manns dagana 5. og 6. apríl. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá og skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Ætlar þú að samþykkja Icesave-samkomulagið eða hafna því í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu þann 9. aprí? Þeir sem sögðust óákveðnir voru spurðir: Hvort er líklegra, að þú samþykkir Icesave-samkomulagið eða hafnir því? Alls tóku 76,1 prósent afstöðu. Einnig var spurt: Hversu líklegt eða ólíklegt er að þú munir kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave? Alls tóku 92,3 prósent afstöðu til þeirrar spurningar. - bj Icesave Tengdar fréttir Óvinsældir stjórnarinnar skila sér í neii "Stjórnarflokkarnir eru að tapa gríðarlegu fylgi á sama tíma og Icesave-nei-ið virðist vera í uppsveiflu. Þannig að það virðist vera einhver tilhneiging þar, en maður skyldi hafa einhvern fyrirvara á því,“ segir Birgir Guðmundsson, stjórnmálafræðingur við Háskólann á Akureyri, um nýja skoðanakönnun um fylgi stjórnmálaflokkanna og afstöðu almennings til Icesave-laganna. 6. apríl 2011 22:15 Meirihlutinn vill fella Icesave Icesave samningarnir verða felldir í þjóðaratkvæðagreiðslu á laugardag. Tæplega fimmtíu og sjö prósent þjóðarinnar ætla að segja nei samkvæmt nýrri könnun Stöðvar 2. Algjör umsnúningur hefur orðið í afstöðu fólks til málsins á nokkrum vikum. 6. apríl 2011 18:30 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Meirihluti landsmanna ætlar að hafna Icesave-samningunum í þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardag samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Alls sögðust 54,8 prósent þeirra sem afstöðu tóku ætla að hafna lögunum en 45,2 prósent sögðust ætla að samþykkja þau. Ríflega 76 prósent þátttakenda í könnuninni gáfu upp afstöðu sína, en um 24 prósent sögðust ekki hafa gert upp hug sinn, ekki ætla á kjörstað eða vildu ekki svara. Óákveðnum virðist samkvæmt þessu fara fækkandi eftir því sem líður að kjördegi. Allt stefnir í að kjörsókn verði með besta móti. Um 90,2 þeirra sem afstöðu tóku sögðu mjög eða frekar líklegt að þeir færu á kjörstað. Aðeins 6 prósent sögðu mjög eða frekar ólíklegt að þeir myndu kjósa. Um 3,8 prósent sögðu hvorki líklegt né ólíklegt að þau færu á kjörstað. Nánar verður fjallað um niðurstöður könnunarinnar í Fréttablaðinu á morgun. Hringt var í 800 manns dagana 5. og 6. apríl. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá og skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Ætlar þú að samþykkja Icesave-samkomulagið eða hafna því í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu þann 9. aprí? Þeir sem sögðust óákveðnir voru spurðir: Hvort er líklegra, að þú samþykkir Icesave-samkomulagið eða hafnir því? Alls tóku 76,1 prósent afstöðu. Einnig var spurt: Hversu líklegt eða ólíklegt er að þú munir kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave? Alls tóku 92,3 prósent afstöðu til þeirrar spurningar. - bj
Icesave Tengdar fréttir Óvinsældir stjórnarinnar skila sér í neii "Stjórnarflokkarnir eru að tapa gríðarlegu fylgi á sama tíma og Icesave-nei-ið virðist vera í uppsveiflu. Þannig að það virðist vera einhver tilhneiging þar, en maður skyldi hafa einhvern fyrirvara á því,“ segir Birgir Guðmundsson, stjórnmálafræðingur við Háskólann á Akureyri, um nýja skoðanakönnun um fylgi stjórnmálaflokkanna og afstöðu almennings til Icesave-laganna. 6. apríl 2011 22:15 Meirihlutinn vill fella Icesave Icesave samningarnir verða felldir í þjóðaratkvæðagreiðslu á laugardag. Tæplega fimmtíu og sjö prósent þjóðarinnar ætla að segja nei samkvæmt nýrri könnun Stöðvar 2. Algjör umsnúningur hefur orðið í afstöðu fólks til málsins á nokkrum vikum. 6. apríl 2011 18:30 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Óvinsældir stjórnarinnar skila sér í neii "Stjórnarflokkarnir eru að tapa gríðarlegu fylgi á sama tíma og Icesave-nei-ið virðist vera í uppsveiflu. Þannig að það virðist vera einhver tilhneiging þar, en maður skyldi hafa einhvern fyrirvara á því,“ segir Birgir Guðmundsson, stjórnmálafræðingur við Háskólann á Akureyri, um nýja skoðanakönnun um fylgi stjórnmálaflokkanna og afstöðu almennings til Icesave-laganna. 6. apríl 2011 22:15
Meirihlutinn vill fella Icesave Icesave samningarnir verða felldir í þjóðaratkvæðagreiðslu á laugardag. Tæplega fimmtíu og sjö prósent þjóðarinnar ætla að segja nei samkvæmt nýrri könnun Stöðvar 2. Algjör umsnúningur hefur orðið í afstöðu fólks til málsins á nokkrum vikum. 6. apríl 2011 18:30