Fiskveiðikerfið ekki í aðgerðapakkanum 31. mars 2011 05:30 Bíða eftir pakkanum Stjórnvöld munu kynna aðgerðapakka til að liðka fyrir kjaraviðræðum og blása í glæður efnahagslífsins.Fréttablaðið/GVA Ríkisstjórnin mun í dag kynna víðtæka aðgerðaáætlun til að örva atvinnu- og efnahagslíf landsins. Með því er leitast við að svara kröfum aðila vinnumarkaðarins og liðka um fyrir kjaraviðræðum milli ASÍ og Samtaka atvinnulífsins (SA). Forsætisráðherra segir að þar verði ekki kveðið á um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Forsvarsmenn ASÍ og SA hittu forsætisráðherra og fjármálaráðherra á fundi í gær og sagði Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ, að fundi loknum að menn væru orðnir óþreyjufullir eftir útspili stjórnvalda um grundvöll fyrir kjarasamningum til þriggja ára. „Við þurfum innspýtingu í hagkerfið til að skapa störf. En við höfum ekki fengið skýr svör um það hvernig stjórnvöld ætla að skuldbinda sig til að stuðla að viðsnúningi í atvinnulífinu." Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, sagði að þeir myndu nú bíða eftir að sjá hvað fælist í aðgerðaáætlun stjórnarinnar, sem kynnt verður eftir hádegi eftir annan fund með stjórnvöldum. „Við vonum að það verði eitthvað þar um það sem við höfum verið að tala um, þar á meðal sjávarútvegsmál, gjaldeyrishöft og fleira sem við viljum sjá breytast." Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði þó að ekki væri að vænta neins um sjávarútvegsmálin í áætluninni. „Þetta hefur verið eitt aðalvandamálið frá upphafi og við létum vita af því strax að við teldum ekki skynsamlegt að tengja niðurstöðu í sjávarútvegsmálum við kjarasamningaumræðurnar." Jóhanna vildi ekki tjá sig um einstaka þætti en sagði að aðgerðapakkinn yrði víðtækur og fjallaði meðal annars um fjárfestingar, framkvæmdir, skattamál og fleira. Þó vildi hún geta þess að ekki hefði staðið neitt upp á stjórnvöld í þessum kjaraviðræðum. Jóhanna segir að ríkisvaldið hafi ekki komið af jafnmiklum krafti að kjarasamningum og nú og það muni taka á í ríkissjóði, en það sé líka mikið í húfi fyrir stöðugleika til þriggja ára. Spurð sagði Jóhanna að henni þætti líklegt að verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur gætu náð saman um þriggja ára samninga eftir fundinn í dag. „Ef menn ætla ekki að láta fiskveiðistjórnunarkerfið þvælast fyrir, þá er þetta það mikill og stór pakki og svo stórt útspil af hálfu ríkisvaldsins að það væri engin sanngirni í öðru en að þeir fallist á það." thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Ríkisstjórnin mun í dag kynna víðtæka aðgerðaáætlun til að örva atvinnu- og efnahagslíf landsins. Með því er leitast við að svara kröfum aðila vinnumarkaðarins og liðka um fyrir kjaraviðræðum milli ASÍ og Samtaka atvinnulífsins (SA). Forsætisráðherra segir að þar verði ekki kveðið á um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Forsvarsmenn ASÍ og SA hittu forsætisráðherra og fjármálaráðherra á fundi í gær og sagði Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ, að fundi loknum að menn væru orðnir óþreyjufullir eftir útspili stjórnvalda um grundvöll fyrir kjarasamningum til þriggja ára. „Við þurfum innspýtingu í hagkerfið til að skapa störf. En við höfum ekki fengið skýr svör um það hvernig stjórnvöld ætla að skuldbinda sig til að stuðla að viðsnúningi í atvinnulífinu." Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, sagði að þeir myndu nú bíða eftir að sjá hvað fælist í aðgerðaáætlun stjórnarinnar, sem kynnt verður eftir hádegi eftir annan fund með stjórnvöldum. „Við vonum að það verði eitthvað þar um það sem við höfum verið að tala um, þar á meðal sjávarútvegsmál, gjaldeyrishöft og fleira sem við viljum sjá breytast." Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði þó að ekki væri að vænta neins um sjávarútvegsmálin í áætluninni. „Þetta hefur verið eitt aðalvandamálið frá upphafi og við létum vita af því strax að við teldum ekki skynsamlegt að tengja niðurstöðu í sjávarútvegsmálum við kjarasamningaumræðurnar." Jóhanna vildi ekki tjá sig um einstaka þætti en sagði að aðgerðapakkinn yrði víðtækur og fjallaði meðal annars um fjárfestingar, framkvæmdir, skattamál og fleira. Þó vildi hún geta þess að ekki hefði staðið neitt upp á stjórnvöld í þessum kjaraviðræðum. Jóhanna segir að ríkisvaldið hafi ekki komið af jafnmiklum krafti að kjarasamningum og nú og það muni taka á í ríkissjóði, en það sé líka mikið í húfi fyrir stöðugleika til þriggja ára. Spurð sagði Jóhanna að henni þætti líklegt að verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur gætu náð saman um þriggja ára samninga eftir fundinn í dag. „Ef menn ætla ekki að láta fiskveiðistjórnunarkerfið þvælast fyrir, þá er þetta það mikill og stór pakki og svo stórt útspil af hálfu ríkisvaldsins að það væri engin sanngirni í öðru en að þeir fallist á það." thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent