Eðlisfræðikennari skrifaði lærða grein um Lebowski 30. mars 2011 08:00 Davíð Þorsteinsson hefur skrifað lærða grein um The Big Lebowski á síðunni Dudespaper.com. Fréttablaðið/GVA „Þessi mynd leynir alveg ótrúlega á sér. Það er ekki hægt að fá leiða á henni," segir Davíð Þorsteinsson, eðlisfræðikennari í Menntaskólanum í Reykjavík og aðdáandi bandarísku gamanmyndarinnar The Big Lebowski eftir Coen-bræður. Löng grein sem Davíð skrifaði um hin ýmsu tákn sem liggja undir yfirborðinu í The Big Lebowski birtist nýverið á bandarísku vefsíðunni Dudespaper.com sem er helguð aðalpersónunni The Dude. Greinin ber enska heitið Unspoken Messages: Notes on Lebowskian Theory. Davíð til halds og trausts við vinnslu greinarinnar var vinkona hans Sigríður Björnsdóttir og voru þau nokkrar vikur að fullvinna hana. Þar fjalla þau um tengsl myndarinnar við trúarbrögð, heimspeki og Tarot-spil. „Við erum miklir aðdáendur myndarinnar og höfum horft á hana í tugi skipta. Við höfum rætt um hana heima hjá okkur og í heitum pottum í sumarbústöðum og okkur fannst kominn tími til að ljúka þessu með þessum hætti," segir Davíð, sem rakst á síðuna þegar hann var að leita að upplýsingum um myndina. „Það er gaman að greinin skyldi vera birt og þeir voru ánægðir með hana „dúdarnir" sem sjá um síðuna."Jeff Bridges fór á kostum í hlutverki The Dude í The Big Lebowski.The Big Lebowski gerist í Los Angeles og fjallar um atvinnulausa keiluspilarann The Dude og vini hans. Frá því að myndin var frumsýnd 1998 hefur hún smám saman öðlast költ-stöðu bæði hér heima og erlendis. Í Reykjavík hefur verið haldin árleg Lebowski-hátíð og í Bandaríkjunum hafa verið haldnar ráðstefnur þar sem leikarar myndarinnar, þar á meðal aðalleikarinn Jeff Bridges, hafa látið sjá sig. Davíð segir að myndin sé margslungnari en margir halda, eins og kemur berlega í ljós þegar grein hans er lesin. „Mikið af tarot-hugleiðingunum er frá Siggu en ég hafði mestan áhuga á því sem mér sýndist vera Biblíutilvitnanir og heimspekitilvitnanir, sem eru þarna, engin spurning," segir hann. Davíð, sem verður 63 ára á þessu ári, viðurkennir að margir í kringum hann séu undrandi á þessu óvenjulega áhugamáli hans. „Ég held að fólki finnist allur áhugi sem skilar sér ekki í beinhörðum peningum frekar undarlegur. En ég hef alltaf fengið sterk áhugamál. Ég var einu sinni með áhuga á Passíusálmunum og það fannst fólki algjörlega óþolandi en á meðan maður er með áhugamál er maður í einhverjum skilningi lifandi." Davíð er einnig með ljósmyndabók í smíðum sem hann vonast til að gefa út síðar á þessu ári. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Bólugrafinn bavíani, óþolandi asni og svalt sjarmatröll Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
„Þessi mynd leynir alveg ótrúlega á sér. Það er ekki hægt að fá leiða á henni," segir Davíð Þorsteinsson, eðlisfræðikennari í Menntaskólanum í Reykjavík og aðdáandi bandarísku gamanmyndarinnar The Big Lebowski eftir Coen-bræður. Löng grein sem Davíð skrifaði um hin ýmsu tákn sem liggja undir yfirborðinu í The Big Lebowski birtist nýverið á bandarísku vefsíðunni Dudespaper.com sem er helguð aðalpersónunni The Dude. Greinin ber enska heitið Unspoken Messages: Notes on Lebowskian Theory. Davíð til halds og trausts við vinnslu greinarinnar var vinkona hans Sigríður Björnsdóttir og voru þau nokkrar vikur að fullvinna hana. Þar fjalla þau um tengsl myndarinnar við trúarbrögð, heimspeki og Tarot-spil. „Við erum miklir aðdáendur myndarinnar og höfum horft á hana í tugi skipta. Við höfum rætt um hana heima hjá okkur og í heitum pottum í sumarbústöðum og okkur fannst kominn tími til að ljúka þessu með þessum hætti," segir Davíð, sem rakst á síðuna þegar hann var að leita að upplýsingum um myndina. „Það er gaman að greinin skyldi vera birt og þeir voru ánægðir með hana „dúdarnir" sem sjá um síðuna."Jeff Bridges fór á kostum í hlutverki The Dude í The Big Lebowski.The Big Lebowski gerist í Los Angeles og fjallar um atvinnulausa keiluspilarann The Dude og vini hans. Frá því að myndin var frumsýnd 1998 hefur hún smám saman öðlast költ-stöðu bæði hér heima og erlendis. Í Reykjavík hefur verið haldin árleg Lebowski-hátíð og í Bandaríkjunum hafa verið haldnar ráðstefnur þar sem leikarar myndarinnar, þar á meðal aðalleikarinn Jeff Bridges, hafa látið sjá sig. Davíð segir að myndin sé margslungnari en margir halda, eins og kemur berlega í ljós þegar grein hans er lesin. „Mikið af tarot-hugleiðingunum er frá Siggu en ég hafði mestan áhuga á því sem mér sýndist vera Biblíutilvitnanir og heimspekitilvitnanir, sem eru þarna, engin spurning," segir hann. Davíð, sem verður 63 ára á þessu ári, viðurkennir að margir í kringum hann séu undrandi á þessu óvenjulega áhugamáli hans. „Ég held að fólki finnist allur áhugi sem skilar sér ekki í beinhörðum peningum frekar undarlegur. En ég hef alltaf fengið sterk áhugamál. Ég var einu sinni með áhuga á Passíusálmunum og það fannst fólki algjörlega óþolandi en á meðan maður er með áhugamál er maður í einhverjum skilningi lifandi." Davíð er einnig með ljósmyndabók í smíðum sem hann vonast til að gefa út síðar á þessu ári. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Bólugrafinn bavíani, óþolandi asni og svalt sjarmatröll Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“