Gert að laga hreiminn 25. febrúar 2011 07:15 Cheryl Cole er í hálfgerðri My Fair Lady meðferð hjá bandarískum talmálssérfræðingum en bandarískir framleiðendur X-Factor hafa gert henni að losa sig við geordie-hreiminn sinn. Breska söngkonan Cheryl Cole hyggst hasla sér völl í bandarísku sjónvarpi sem dómari í raunveruleikaþáttaröðinni X-Factor. Hún á þó erfitt verkefni fyrir höndum. Cheryl Cole er ein vinsælasta söngkona Bretlands og hefur um árabil verið dómari í bresku X-Factor-þáttunum ásamt Simon Cowell. Og hlotið mikið lof fyrir enda alþýðleg með eindæmum með þykkan hreim. Bandarískir sjónvarpsframleiðendur eru hins vegar ekki par hrifnir af því hvernig Cole talar og hafa skipað henni að losa sig við geordie-hreiminn sinn. Samkvæmt Daily Mail hafa Kanarnir áhyggjur af því að bandarískir sjónvarpsáhorfendur eigi hvorki eftir að skilja upp né niður í Cheryl Cole þegar hún byrji að tala. Og að slíkt væri hreinlega móðgun við bandaríska sjónvarpsáhorfendur. Söngkonunni, sem er ættuð frá Newcastle, hefur verið gert að hreinsa rækilega til í orðaforða sínum og forðast slanguryrði. Og meðal orða sem eru á bannlista Cole má nefna „babe" en Cole notar það til að lýsa fallegum konum. Þá má hún ekki segja „bum" fyrir rass heldur nota frekar orðið „butt" og forðast orðið „cookies" fyrir kex og segja heldur „biscuits". Samkvæmt Daily Mail hefur Cole leitað til sama tungumálasérfræðings og Sharon Osbourne notaðist við þegar hún vildi hljóma ögn fágaðri í bandarísku sjónvarpi. Cole og hrokagikkurinn Simon Cowell munu sitja í dómnefndinni en ekki hefur verið gengið frá því hver fær þriðja sætið. Upphaflega var talið að George Michael myndi hreppa það en Cowell vísaði því á bug. Samkvæmt breskum og bandarískum fjölmiðlum er Nicole Scherzinger, söngkona Pussycat Dolls og unnusta Lewis Hamilton, líklegust til að hreppa hnossið en hún stóð sig vel sem gestadómari nýverið að mati Cowell. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Kim féll Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Fleiri fréttir Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Sjá meira
Breska söngkonan Cheryl Cole hyggst hasla sér völl í bandarísku sjónvarpi sem dómari í raunveruleikaþáttaröðinni X-Factor. Hún á þó erfitt verkefni fyrir höndum. Cheryl Cole er ein vinsælasta söngkona Bretlands og hefur um árabil verið dómari í bresku X-Factor-þáttunum ásamt Simon Cowell. Og hlotið mikið lof fyrir enda alþýðleg með eindæmum með þykkan hreim. Bandarískir sjónvarpsframleiðendur eru hins vegar ekki par hrifnir af því hvernig Cole talar og hafa skipað henni að losa sig við geordie-hreiminn sinn. Samkvæmt Daily Mail hafa Kanarnir áhyggjur af því að bandarískir sjónvarpsáhorfendur eigi hvorki eftir að skilja upp né niður í Cheryl Cole þegar hún byrji að tala. Og að slíkt væri hreinlega móðgun við bandaríska sjónvarpsáhorfendur. Söngkonunni, sem er ættuð frá Newcastle, hefur verið gert að hreinsa rækilega til í orðaforða sínum og forðast slanguryrði. Og meðal orða sem eru á bannlista Cole má nefna „babe" en Cole notar það til að lýsa fallegum konum. Þá má hún ekki segja „bum" fyrir rass heldur nota frekar orðið „butt" og forðast orðið „cookies" fyrir kex og segja heldur „biscuits". Samkvæmt Daily Mail hefur Cole leitað til sama tungumálasérfræðings og Sharon Osbourne notaðist við þegar hún vildi hljóma ögn fágaðri í bandarísku sjónvarpi. Cole og hrokagikkurinn Simon Cowell munu sitja í dómnefndinni en ekki hefur verið gengið frá því hver fær þriðja sætið. Upphaflega var talið að George Michael myndi hreppa það en Cowell vísaði því á bug. Samkvæmt breskum og bandarískum fjölmiðlum er Nicole Scherzinger, söngkona Pussycat Dolls og unnusta Lewis Hamilton, líklegust til að hreppa hnossið en hún stóð sig vel sem gestadómari nýverið að mati Cowell. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Kim féll Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Fleiri fréttir Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Sjá meira