Sýnir fyrir 400 hákarla í kvikmyndabransanum 24. febrúar 2011 09:30 Lokaspretturinn Þorvaldur Davíð þarf að standa á sviði frammi fyrir fjögur hundruð hákörlum í bransanum, bæði í New York og Los Angeles. Hann frumsýnir innan skamms óperu í Juilliard-leikhúsinu sem gerist á Íslandi.Fréttablaðið/Arnþór „Þetta er byggt upp á tveggja manna senum og er svona aðaldæmið á lokaárinu,“ segir Þorvaldur Davíð Kristjánsson leiklistarnemi. Hann er á lokaári sínu í Juilliard-háskólanum í New York og fram undan eru því síðustu dagarnir í skóla. Einn hluti af náminu er sýningarvettvangur þar sem útskriftanemarnir láta ljós sitt skína frammi fyrir hákörlunum í bransanum. „Þetta er bara hluti af náminu og fylgir starfinu. Annar helmingurinn er list en hinn bisness.“ Hátt í fjögur hundruð umboðsmenn og svokallaðir „casting directors eða leikarastjórar mæta á þessar sýningar í bæði Los Angeles og New York. Þeir mæla útskriftarnemana út, meta hverjir muni eiga upp á pallborðið og hverjir ekki. „Við byrjum 4. apríl hérna í New York og fljúgum síðan til Los Angeles tveimur vikum seinna. Síðan eru einhver fundahöld í kringum þetta og annað slíkt.“ Þorvaldur vill þó ekki gera of mikið úr þessum sýningum, segir þetta svipað og aðrir háskólar geri fyrir sína nemendur; þeir reyni að mynda brú milli atvinnulífsins og skólans. „Út á þetta gengur þetta, að koma sér á framfæri og mynda tengsl.“ Þorvaldur hefur verið að leika í nokkrum sýningum á vegum skólans og segist hafa fundið fyrir smá áhuga á sér. Hann hefur átt nokkra fundi með umboðsmönnum, án þess þó að vera með neitt fast í hendi. Hann býst allt eins við því að ílengjast í New York eftir að námi lýkur, hann segir að sér líði vel í Stóra eplinu og hann er búinn að trúlofast kærustu sinni, Hrafntinnu Viktoríu. Þorvaldur þarf reyndar að koma heim til Íslands á þessu ári því hann leikur Stebba sækó í kvikmyndinni Svartur á leik. Og svo er hann að fara að frumsýna óperu í Juilliard-leikhúsinu. „Hún gerist reyndar á Íslandi í kringum 1890. Ég samdi handritið og vinur minn í skólanum sér um tónlistina.“ freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Bólugrafinn bavíani, óþolandi asni og svalt sjarmatröll Gagnrýni „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
„Þetta er byggt upp á tveggja manna senum og er svona aðaldæmið á lokaárinu,“ segir Þorvaldur Davíð Kristjánsson leiklistarnemi. Hann er á lokaári sínu í Juilliard-háskólanum í New York og fram undan eru því síðustu dagarnir í skóla. Einn hluti af náminu er sýningarvettvangur þar sem útskriftanemarnir láta ljós sitt skína frammi fyrir hákörlunum í bransanum. „Þetta er bara hluti af náminu og fylgir starfinu. Annar helmingurinn er list en hinn bisness.“ Hátt í fjögur hundruð umboðsmenn og svokallaðir „casting directors eða leikarastjórar mæta á þessar sýningar í bæði Los Angeles og New York. Þeir mæla útskriftarnemana út, meta hverjir muni eiga upp á pallborðið og hverjir ekki. „Við byrjum 4. apríl hérna í New York og fljúgum síðan til Los Angeles tveimur vikum seinna. Síðan eru einhver fundahöld í kringum þetta og annað slíkt.“ Þorvaldur vill þó ekki gera of mikið úr þessum sýningum, segir þetta svipað og aðrir háskólar geri fyrir sína nemendur; þeir reyni að mynda brú milli atvinnulífsins og skólans. „Út á þetta gengur þetta, að koma sér á framfæri og mynda tengsl.“ Þorvaldur hefur verið að leika í nokkrum sýningum á vegum skólans og segist hafa fundið fyrir smá áhuga á sér. Hann hefur átt nokkra fundi með umboðsmönnum, án þess þó að vera með neitt fast í hendi. Hann býst allt eins við því að ílengjast í New York eftir að námi lýkur, hann segir að sér líði vel í Stóra eplinu og hann er búinn að trúlofast kærustu sinni, Hrafntinnu Viktoríu. Þorvaldur þarf reyndar að koma heim til Íslands á þessu ári því hann leikur Stebba sækó í kvikmyndinni Svartur á leik. Og svo er hann að fara að frumsýna óperu í Juilliard-leikhúsinu. „Hún gerist reyndar á Íslandi í kringum 1890. Ég samdi handritið og vinur minn í skólanum sér um tónlistina.“ freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Bólugrafinn bavíani, óþolandi asni og svalt sjarmatröll Gagnrýni „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“