Tveggja bóka samningur Yrsu 24. febrúar 2011 10:30 yrsa sigurðardóttir Rithöfundurinn snjalli hefur gert tveggja bóka samning við útgáfurisann Hodder & Stoughton.mynd/kristinn ingvarsson „Þetta eru mikil gleðitíðindi. Það undirstrikar sterka stöðu Yrsu á breskum bókamarkaði að þeir skuli kaupa bók sem þeir hafa ekki séð og vita ekkert um,“ segir Pétur Már Ólafsson, útgefandi hjá Bjarti/Veröld. Breski útgáfurisinn Hodder & Stoughton hefur tryggt sér útgáfuréttinn á bókinni Horfðu á mig eftir Yrsu Sigurðardóttur en jafnframt fest kaup á væntanlegri glæpasögu hennar um Þóru Guðmundsdóttur lögmann sem er enn ófullgerð og kemur út hér á landi í haust. Hodder hefur áður tryggt sér útgáfurétt á fjórum bókum Yrsu, þar á meðal Auðninni sem kemur út í sumar. Horfðu á mig kemur út í Bretlandi á næsta ári og ófullgerða bókin ári síðar. Hodder hefur áður keypt ófullgerða bók frá Yrsu, en það var Sér grefur gröf, sem dagblaðið The Independent valdi eina af glæpasögum ársins 2009. „Þetta er mjög góður samningur. Hann byggir í raun á sömu forsendum og áður. Þeir keyptu réttinn á fyrstu tveimur bókunum á sínum tíma á miklu uppboði á milli breskra forlaga,“ greinir Pétur Már frá. „Verðið endaði í nokkuð aðlaðandi upphæð fyrir Yrsu og þeir hafa haldið sig við þau kjör síðan. Svo hafa bækurnar verið að fá fantagóða dóma í Englandi og salan hefur staðið undir væntingum þeirra.“ Bækur Yrsu hafa ekki enn náð inn á metsölulista í Bretlandi. Engu að síður hefur hver bók Yrsu þar í landi selst í tugum þúsunda eintaka. - fb Lífið Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
„Þetta eru mikil gleðitíðindi. Það undirstrikar sterka stöðu Yrsu á breskum bókamarkaði að þeir skuli kaupa bók sem þeir hafa ekki séð og vita ekkert um,“ segir Pétur Már Ólafsson, útgefandi hjá Bjarti/Veröld. Breski útgáfurisinn Hodder & Stoughton hefur tryggt sér útgáfuréttinn á bókinni Horfðu á mig eftir Yrsu Sigurðardóttur en jafnframt fest kaup á væntanlegri glæpasögu hennar um Þóru Guðmundsdóttur lögmann sem er enn ófullgerð og kemur út hér á landi í haust. Hodder hefur áður tryggt sér útgáfurétt á fjórum bókum Yrsu, þar á meðal Auðninni sem kemur út í sumar. Horfðu á mig kemur út í Bretlandi á næsta ári og ófullgerða bókin ári síðar. Hodder hefur áður keypt ófullgerða bók frá Yrsu, en það var Sér grefur gröf, sem dagblaðið The Independent valdi eina af glæpasögum ársins 2009. „Þetta er mjög góður samningur. Hann byggir í raun á sömu forsendum og áður. Þeir keyptu réttinn á fyrstu tveimur bókunum á sínum tíma á miklu uppboði á milli breskra forlaga,“ greinir Pétur Már frá. „Verðið endaði í nokkuð aðlaðandi upphæð fyrir Yrsu og þeir hafa haldið sig við þau kjör síðan. Svo hafa bækurnar verið að fá fantagóða dóma í Englandi og salan hefur staðið undir væntingum þeirra.“ Bækur Yrsu hafa ekki enn náð inn á metsölulista í Bretlandi. Engu að síður hefur hver bók Yrsu þar í landi selst í tugum þúsunda eintaka. - fb
Lífið Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“