Skrítinn kór af Skólavörðustíg til Hollywood 23. febrúar 2011 08:00 Bræðrasamstarf Bræðurnir Atli og Karl tóku höndum saman við gerð tónlistar fyrir kvikmyndina The Eagle. Karlakórinn Alþýða, sem Karl er hluti af, söng inn á myndina fyrir rómverska hermenn. „Atli bróðir fann sérkennileg hljóðfæri úti um allt Skotland fyrir þessa mynd og skrítinn kór á Skólavörðustígnum," segir Karl Örvarsson tónlistarmaður. Söngur Karlakórsins Alþýðu hljómar í Hollywood-kvikmyndinni The Eagle en tónskáldið Atli Örvarsson, sem hefur verið búsettur í Bandaríkjunum, semur einmitt tónlistina við hana. Meðal þeirra sem skipa kórinn Alþýðu auk Kalla Örvars eru veitingamennirnir Kormákur Geirharðsson og Skjöldur Sigurjónsson, að ógleymdum Karli Th. Birgissyni, nýráðnum ritstjóra Eyjunnar. Karl segist ekki vera búinn að sjá myndina; hann viti því ekkert hversu mikið þeir heyrist í myndinni en hafi þó óljósar fregnir af því að nöfn kórstjórans, Eiríks Stephensen, og kórsins sjálfs birtist á kreditlista myndarinnar í lokin. „Upptökurnar fóru þannig fram að við mættum í klúbb-/æfingahúsnæðið og Eiríkur var með Atla í heyrnartólum sem gaf honum takt og tóntegund. Svo fékk hann bara merki frá Atla og kórstjórinn sló okkur áfram með sprotanum." Fréttablaðið hafði samband við Atla til að forvitnast um þetta merkilega samstarf. „Leikstjóri myndarinnar, Kevin Macdonald, vildi fá kór í myndina til að syngja fyrir rómversku hermennina. Hann vildi alls ekki hafa „prófessjonal" kór heldur bara svona venjulega karla," segir Atli og eftir að hafa lagt höfuðið í bleyti varð honum hugsað til karlaklúbbs bróður síns og kórsins. „Við vorum heldur ekkert feimnir við að reykja og drekka bjór meðan á upptökum stóð," skýtur Karl að. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Atli nýtir sér fjölskyldutengsl við tónsmíðar sínar fyrir kvikmyndir því Þórhildur systir hans hefur sungið inn á nokkur tónverk fyrir hvíta tjaldið. Rödd hennar hljómar einnig í þessari mynd sem skartar meðal annars Billy Elliot-leikaranum Jamie Bell og Donald Sutherland í aðalhlutverkum. Atli lagðist í mikla rannsóknarvinnu fyrir myndina og fór meðal annars til Skotlands og tók upp sérfræðinga í keltneskri tónlist. „Við vildum finna þessa alvöru tóna og hljóma og tókum þess vegna upp hljóðfæraleikara frá Írlandi og Skotlandi. Svo notuðumst við einnig við eftirmynd af keltneskum herlúðri sem hefur fundist á Bretlandseyjum og í Normandí," útskýrir Atli en The Eagle gerist á Skotlandi í kringum 1040. Myndin er komin í sýningar í íslenskum kvikmyndahúsum. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Fleiri fréttir „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Sjá meira
„Atli bróðir fann sérkennileg hljóðfæri úti um allt Skotland fyrir þessa mynd og skrítinn kór á Skólavörðustígnum," segir Karl Örvarsson tónlistarmaður. Söngur Karlakórsins Alþýðu hljómar í Hollywood-kvikmyndinni The Eagle en tónskáldið Atli Örvarsson, sem hefur verið búsettur í Bandaríkjunum, semur einmitt tónlistina við hana. Meðal þeirra sem skipa kórinn Alþýðu auk Kalla Örvars eru veitingamennirnir Kormákur Geirharðsson og Skjöldur Sigurjónsson, að ógleymdum Karli Th. Birgissyni, nýráðnum ritstjóra Eyjunnar. Karl segist ekki vera búinn að sjá myndina; hann viti því ekkert hversu mikið þeir heyrist í myndinni en hafi þó óljósar fregnir af því að nöfn kórstjórans, Eiríks Stephensen, og kórsins sjálfs birtist á kreditlista myndarinnar í lokin. „Upptökurnar fóru þannig fram að við mættum í klúbb-/æfingahúsnæðið og Eiríkur var með Atla í heyrnartólum sem gaf honum takt og tóntegund. Svo fékk hann bara merki frá Atla og kórstjórinn sló okkur áfram með sprotanum." Fréttablaðið hafði samband við Atla til að forvitnast um þetta merkilega samstarf. „Leikstjóri myndarinnar, Kevin Macdonald, vildi fá kór í myndina til að syngja fyrir rómversku hermennina. Hann vildi alls ekki hafa „prófessjonal" kór heldur bara svona venjulega karla," segir Atli og eftir að hafa lagt höfuðið í bleyti varð honum hugsað til karlaklúbbs bróður síns og kórsins. „Við vorum heldur ekkert feimnir við að reykja og drekka bjór meðan á upptökum stóð," skýtur Karl að. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Atli nýtir sér fjölskyldutengsl við tónsmíðar sínar fyrir kvikmyndir því Þórhildur systir hans hefur sungið inn á nokkur tónverk fyrir hvíta tjaldið. Rödd hennar hljómar einnig í þessari mynd sem skartar meðal annars Billy Elliot-leikaranum Jamie Bell og Donald Sutherland í aðalhlutverkum. Atli lagðist í mikla rannsóknarvinnu fyrir myndina og fór meðal annars til Skotlands og tók upp sérfræðinga í keltneskri tónlist. „Við vildum finna þessa alvöru tóna og hljóma og tókum þess vegna upp hljóðfæraleikara frá Írlandi og Skotlandi. Svo notuðumst við einnig við eftirmynd af keltneskum herlúðri sem hefur fundist á Bretlandseyjum og í Normandí," útskýrir Atli en The Eagle gerist á Skotlandi í kringum 1040. Myndin er komin í sýningar í íslenskum kvikmyndahúsum. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Fleiri fréttir „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Sjá meira