Sótt yrði að Íslandi úr nokkrum áttum 18. janúar 2011 06:00 Samningi sem fyrir lá sumarið 2009 var mótmælt harðlega. Mynd/Vilhelm Gunnarsson Ef Icesave-deilunni verður ekki lokið með samkomulagi er fyrirsjáanlegt að Bretar og Hollendingar munu mögulega hefja málsókn og halda því meðal annars fram að ríkisstjórn eða ráðherrar hafi gefið bindandi yfirlýsingar um að greiða fjárhæðir sem þeir innleystu til reikningseigenda. Að auki mun ESA (eftirlitsstofnun EFTA) að öllum líkindum fara af stað með samningsbrotamál gegn Íslandi. Þá er líklegt að Bretar og Hollendingar (og jafnvel aðrar þjóðir) muni halda uppi að minnsta kosti svipuðu andófi gegn Íslandi og íslenskum hagsmunum og hingað til. Það hefur birst í andstöðu þeirra við lánveitingar og aðra fyrirgreiðslu, til dæmis hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Evrópska framkvæmdabankanum og fleiri aðilum. Stefán Már Stefánsson Þetta kemur fram í umsögn fjögurra lögfræðinga, Stefáns Más Stefánssonar prófessors, Benedikts Bogasonar héraðsdómara, Dóru Guðmundsdóttur aðjúnkts og Stefáns Geirs Þórissonar héraðsdómslögmanns um Icesave-frumvarpið sem þingið hefur til meðferðar. Lögfræðingarnir eru ekki á einu máli um líklega niðurstöðu af dómstólaleiðinni. Versta niðurstaðan fyrir Ísland yrði að kröfur Breta og Hollendinga yrðu teknar til greina að öllu leyti. Ólíklegt teljist að dómur um fulla endurgreiðslu gangi, þótt ekki sé hægt að útiloka það. Benedikt Bogason Sú niðurstaða kynni einnig að fást að kröfur Breta og Hollendinga yrðu ekki teknar til greina og að ríkið þyrfti ekki að borga neitt. Að nokkrum kostum samanteknum segja lögfræðingarnir að kostirnir við að halda málaferlum til streitu séu helstir þeir að við það fáist lögfræðileg úrlausn sem hugsanlega hefði þau áhrif að íslenska ríkið þyrfti ekki að greiða. Ókostirnir séu aftur á móti þeir að málið gæti tapast sem myndi að öllum líkindum setja Ísland í verri samningsstöðu en nú er fyrir hendi og gæti leitt til óhagstæðari niðurstöðu. Dóra Guðmundsdóttir Í niðurlagi umsagnarinnar segir að auk þeirrar áhættu og óhagræðis sem fjallað er um kunni sanngirnismat og siðferðilegar skyldur í samskiptum siðmenntaðra ríkja að ráða einhverju þegar endanleg afstaða er tekin í málinu. bjorn@frettabladid.is Stefán Geir Þórisson Icesave Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira
Ef Icesave-deilunni verður ekki lokið með samkomulagi er fyrirsjáanlegt að Bretar og Hollendingar munu mögulega hefja málsókn og halda því meðal annars fram að ríkisstjórn eða ráðherrar hafi gefið bindandi yfirlýsingar um að greiða fjárhæðir sem þeir innleystu til reikningseigenda. Að auki mun ESA (eftirlitsstofnun EFTA) að öllum líkindum fara af stað með samningsbrotamál gegn Íslandi. Þá er líklegt að Bretar og Hollendingar (og jafnvel aðrar þjóðir) muni halda uppi að minnsta kosti svipuðu andófi gegn Íslandi og íslenskum hagsmunum og hingað til. Það hefur birst í andstöðu þeirra við lánveitingar og aðra fyrirgreiðslu, til dæmis hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Evrópska framkvæmdabankanum og fleiri aðilum. Stefán Már Stefánsson Þetta kemur fram í umsögn fjögurra lögfræðinga, Stefáns Más Stefánssonar prófessors, Benedikts Bogasonar héraðsdómara, Dóru Guðmundsdóttur aðjúnkts og Stefáns Geirs Þórissonar héraðsdómslögmanns um Icesave-frumvarpið sem þingið hefur til meðferðar. Lögfræðingarnir eru ekki á einu máli um líklega niðurstöðu af dómstólaleiðinni. Versta niðurstaðan fyrir Ísland yrði að kröfur Breta og Hollendinga yrðu teknar til greina að öllu leyti. Ólíklegt teljist að dómur um fulla endurgreiðslu gangi, þótt ekki sé hægt að útiloka það. Benedikt Bogason Sú niðurstaða kynni einnig að fást að kröfur Breta og Hollendinga yrðu ekki teknar til greina og að ríkið þyrfti ekki að borga neitt. Að nokkrum kostum samanteknum segja lögfræðingarnir að kostirnir við að halda málaferlum til streitu séu helstir þeir að við það fáist lögfræðileg úrlausn sem hugsanlega hefði þau áhrif að íslenska ríkið þyrfti ekki að greiða. Ókostirnir séu aftur á móti þeir að málið gæti tapast sem myndi að öllum líkindum setja Ísland í verri samningsstöðu en nú er fyrir hendi og gæti leitt til óhagstæðari niðurstöðu. Dóra Guðmundsdóttir Í niðurlagi umsagnarinnar segir að auk þeirrar áhættu og óhagræðis sem fjallað er um kunni sanngirnismat og siðferðilegar skyldur í samskiptum siðmenntaðra ríkja að ráða einhverju þegar endanleg afstaða er tekin í málinu. bjorn@frettabladid.is Stefán Geir Þórisson
Icesave Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira