Icesave reikningurinn gæti lækkað Jónas Margeir Ingólfsson skrifar 9. janúar 2011 18:30 Ætla má að kostnaður þjóðarbúsins vegna Icesave reikningana lækki úr fimmtíu milljörðum króna í um tuttugu. Talið er að skilanefnd Landsbankans fái mun hærra verð fyrir Iceland-keðjuna en ætlað var, en þeir fjármunir fara að hluta upp í Icesave kröfurnar. Iceland keðjan, sem er að stærstum hluta í eigu skilanefndar Landsbankans, er nú talin dýrmætari en áður var reiknað með. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa margir fjárfestar haft samband við skilanefnd Landsbankans og sýnt Iceland-keðjunni mikinn áhuga. Í krónum talið hefur því virði eignarinnar aukist um nítíu og tvo milljarða, eða um helming, en ólympíuleikarnir hafa haft jákvæð áhrif á ætlaða afkomu verslanareksturs í Lundúnum. Þeir fjármunir sem fást fyrir sölu Iceland-keðjunnar ganga að hluta til upp í kröfur Breta og Hollendinga vegna Icesave reikninga Landsbankans en samkvæmt heimildum fréttastofu má ætla að kostnaður þjóðarbúsins lækki um allt að þrjátíu milljaða. Almennt er talið að kostnaður þjóðarbúsins verði um það bil fimmtíu milljarðar, ef Icesave-samningarnir verða staðfestir. Þannig getur kostnaðurinn lækkað niður í um tuttugu milljarða ef skilanefnd Landsbankans selur hinum áhugasömu fjárfestum Iceland-keðjuna. Fulltrúar skilanefndar Landsbankans héldu utan í dag og munu m.a. funda um sölu Iceland-keðjunnar í Lundúnum á morgun og á þriðjudag. Hið formlega söluferli keðjunnar er þó ekki hafið en samkvæmt heimildum fréttastofu fer skilanefndin að verða reiðubúin til þess. Icesave Mest lesið Óku á yfir 60 og missa ökuréttindin Innlent Hreinsanir hafnar í Íran Erlent Twitter-morðinginn tekinn af lífi Erlent Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Erlent Ákærð fyrir að frelsissvipta dreng eftir dyraat Innlent Svona verða bílastæðagjöldin hjá Háskóla Íslands Innlent Hætta á að Gjögurtáarviti falli í sjóinn Innlent Stærsti árgangur sögunnar fer í framhaldsskóla: „Það verður þétt setið í skólastofunni“ Innlent Maðurinn bak við Stokkhólmseinkennið allur Erlent Ingvar útskrifaður úr meðferð Innlent Fleiri fréttir Verðbólga eykst og Alþingi í óvissu Gerðu úttekt á skrifstofu Ríkissáttasemjara Stærsti árgangur sögunnar fer í framhaldsskóla: „Það verður þétt setið í skólastofunni“ Flakk á fylginu og brunamótamatið vanáætlað Lögregla varar við „Nígeríubréfum“ og öðrum netglæpum Veita engar upplýsingar um tilboðið í Háholt Nýju tilboði í Háholt svarað með gagntilboði Tilkynningum til barnaverndar fjölgaði um tíu prósent árið 2024 Tveir skjálftar úti á Reykjaneshrygg Innbrot á veitingastað og grunur um íkveikju í bifreið Veik stofnun skaði fjárhag ríkissjóðs Barnasáttmálinn verið þverbrotinn í barnvænu sveitarfélagi Þorgerður niðurlægi konur með því að kalla Trump heillandi „Menn eru alla vega að vinna með sömu tölu“ Sögulegur NATO-fundur, umræðumet í uppsiglingu og afmæli í Heiðmörk „Þetta er svona hús sem er alltaf verið að flytja í og úr“ Bíll valt í Kópavogi Líkir veiðigjaldaáformum við sóvéska eignaupptöku Komu sextán dvalarleyfishöfum af Gasasvæðinu Heiðrún Lind fóðri málflutning með alvarlegum rangfærslum Sameiningarhugur á Vestfjörðum Rannsókn á andláti í Garðabæ lokið Orð Kristrúnar vöktu „gott bros“ Bandaríkjaforseta Gæsluvarðhald aftur framlengt um fjórar vikur Var ekki með réttindi til að aka hjólinu sem átti ekki að vera í umferð Bassi Maraj sakfelldur fyrir líkamsárás Lokanir á brúnni yfir Jökulsá í kvöld Rangstæð valkyrja sem skilji ekki frumvarpið Flagga íslenska þjóðfánanum í ólöglegri göngu Læknasamningur gæti orðið hvati að oflækningum Sjá meira
Ætla má að kostnaður þjóðarbúsins vegna Icesave reikningana lækki úr fimmtíu milljörðum króna í um tuttugu. Talið er að skilanefnd Landsbankans fái mun hærra verð fyrir Iceland-keðjuna en ætlað var, en þeir fjármunir fara að hluta upp í Icesave kröfurnar. Iceland keðjan, sem er að stærstum hluta í eigu skilanefndar Landsbankans, er nú talin dýrmætari en áður var reiknað með. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa margir fjárfestar haft samband við skilanefnd Landsbankans og sýnt Iceland-keðjunni mikinn áhuga. Í krónum talið hefur því virði eignarinnar aukist um nítíu og tvo milljarða, eða um helming, en ólympíuleikarnir hafa haft jákvæð áhrif á ætlaða afkomu verslanareksturs í Lundúnum. Þeir fjármunir sem fást fyrir sölu Iceland-keðjunnar ganga að hluta til upp í kröfur Breta og Hollendinga vegna Icesave reikninga Landsbankans en samkvæmt heimildum fréttastofu má ætla að kostnaður þjóðarbúsins lækki um allt að þrjátíu milljaða. Almennt er talið að kostnaður þjóðarbúsins verði um það bil fimmtíu milljarðar, ef Icesave-samningarnir verða staðfestir. Þannig getur kostnaðurinn lækkað niður í um tuttugu milljarða ef skilanefnd Landsbankans selur hinum áhugasömu fjárfestum Iceland-keðjuna. Fulltrúar skilanefndar Landsbankans héldu utan í dag og munu m.a. funda um sölu Iceland-keðjunnar í Lundúnum á morgun og á þriðjudag. Hið formlega söluferli keðjunnar er þó ekki hafið en samkvæmt heimildum fréttastofu fer skilanefndin að verða reiðubúin til þess.
Icesave Mest lesið Óku á yfir 60 og missa ökuréttindin Innlent Hreinsanir hafnar í Íran Erlent Twitter-morðinginn tekinn af lífi Erlent Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Erlent Ákærð fyrir að frelsissvipta dreng eftir dyraat Innlent Svona verða bílastæðagjöldin hjá Háskóla Íslands Innlent Hætta á að Gjögurtáarviti falli í sjóinn Innlent Stærsti árgangur sögunnar fer í framhaldsskóla: „Það verður þétt setið í skólastofunni“ Innlent Maðurinn bak við Stokkhólmseinkennið allur Erlent Ingvar útskrifaður úr meðferð Innlent Fleiri fréttir Verðbólga eykst og Alþingi í óvissu Gerðu úttekt á skrifstofu Ríkissáttasemjara Stærsti árgangur sögunnar fer í framhaldsskóla: „Það verður þétt setið í skólastofunni“ Flakk á fylginu og brunamótamatið vanáætlað Lögregla varar við „Nígeríubréfum“ og öðrum netglæpum Veita engar upplýsingar um tilboðið í Háholt Nýju tilboði í Háholt svarað með gagntilboði Tilkynningum til barnaverndar fjölgaði um tíu prósent árið 2024 Tveir skjálftar úti á Reykjaneshrygg Innbrot á veitingastað og grunur um íkveikju í bifreið Veik stofnun skaði fjárhag ríkissjóðs Barnasáttmálinn verið þverbrotinn í barnvænu sveitarfélagi Þorgerður niðurlægi konur með því að kalla Trump heillandi „Menn eru alla vega að vinna með sömu tölu“ Sögulegur NATO-fundur, umræðumet í uppsiglingu og afmæli í Heiðmörk „Þetta er svona hús sem er alltaf verið að flytja í og úr“ Bíll valt í Kópavogi Líkir veiðigjaldaáformum við sóvéska eignaupptöku Komu sextán dvalarleyfishöfum af Gasasvæðinu Heiðrún Lind fóðri málflutning með alvarlegum rangfærslum Sameiningarhugur á Vestfjörðum Rannsókn á andláti í Garðabæ lokið Orð Kristrúnar vöktu „gott bros“ Bandaríkjaforseta Gæsluvarðhald aftur framlengt um fjórar vikur Var ekki með réttindi til að aka hjólinu sem átti ekki að vera í umferð Bassi Maraj sakfelldur fyrir líkamsárás Lokanir á brúnni yfir Jökulsá í kvöld Rangstæð valkyrja sem skilji ekki frumvarpið Flagga íslenska þjóðfánanum í ólöglegri göngu Læknasamningur gæti orðið hvati að oflækningum Sjá meira