Mótmæltu kaupaukakerfi og var ýtt til hliðar Hafsteinn Hauksson skrifar 23. desember 2011 16:41 Stjórnarformaður eins stærsta lífeyrissjóðs landsins segir að sjóðirnir hafi mótmælt þegar kaupaukakerfi voru fyrst tekin upp á landinu, en ekki fengið rönd við reist. Lífeyrissjóðirnir hafi þótt of íhaldssamir eigendur og verið ýtt til hliðar. Lífeyrissjóðir voru áberandi eigendur í stóru bönkunum þremur á síðustu fjórum til fimm árum fyrir hrun. Þeir áttu ráðandi eignarhlut í Glitni í byrjun árs 2004, en hann var kominn niður í 6,4 prósent þegar bankinn féll. Eignarhlutur sjóðanna var svipaður í Landsbankanum þegar hann var tekinn yfir, en nokkru stærri í Kaupþingi yfir tímabilið, eða um 13 prósent að meðaltali. Helgi Magnússon, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna, var spurður út í ábyrgð sjóðanna á hruninu sem eigenda bankanna í nýjasta þætti Klinksins. Hann segir að fram að árinu 2005 hafi lífeyrissjóðirnir verið stórir hluthafar og haft mikil áhrif, en á þeim tíma hafi allt gengið vel. „Svo þóttu lífeyrissjóðirnir of íhaldssamir og hægfara, og þeir voru keyptir út," segir Helgi. „Þeim var ýtt til hliðar og aðrir tóku við, og við vitum hvernig fór. Ég tel ekki að það sé neitt vont við það að lífeyrissjóðir eigi stóran hlut í fyrirtækjum." Hann segir að þegar lífeyrissjóðirnir eiga stóran hlut þurfi þeir að bera mikla ábyrgð, en þegar þeir eigi örfá prósentustig ráði þeir nánast engu. „Ég man eftir því þegar þetta kaupaukakerfi var að byrja. Það hófst hjá FBA og það var í fyrsta skipti sem það sást. Þá mótmæltu fulltrúar lífeyrissjóðanna mjög harkalega og fengu ekki miklar þakkir fyrir. Þóttu gamaldags og íhaldssamir. Þeir mótmæltu, en réðu ekki við það." Helgi segir að kaupaukakerfið hafi farið úr böndunum og fullyrðir að lífeyrissjóðirnir verði á varðbergi ef þeir verði myndarlegir hluthafar í fjármálafyrirtækjum aftur. Klinkið Mest lesið Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Sjá meira
Stjórnarformaður eins stærsta lífeyrissjóðs landsins segir að sjóðirnir hafi mótmælt þegar kaupaukakerfi voru fyrst tekin upp á landinu, en ekki fengið rönd við reist. Lífeyrissjóðirnir hafi þótt of íhaldssamir eigendur og verið ýtt til hliðar. Lífeyrissjóðir voru áberandi eigendur í stóru bönkunum þremur á síðustu fjórum til fimm árum fyrir hrun. Þeir áttu ráðandi eignarhlut í Glitni í byrjun árs 2004, en hann var kominn niður í 6,4 prósent þegar bankinn féll. Eignarhlutur sjóðanna var svipaður í Landsbankanum þegar hann var tekinn yfir, en nokkru stærri í Kaupþingi yfir tímabilið, eða um 13 prósent að meðaltali. Helgi Magnússon, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna, var spurður út í ábyrgð sjóðanna á hruninu sem eigenda bankanna í nýjasta þætti Klinksins. Hann segir að fram að árinu 2005 hafi lífeyrissjóðirnir verið stórir hluthafar og haft mikil áhrif, en á þeim tíma hafi allt gengið vel. „Svo þóttu lífeyrissjóðirnir of íhaldssamir og hægfara, og þeir voru keyptir út," segir Helgi. „Þeim var ýtt til hliðar og aðrir tóku við, og við vitum hvernig fór. Ég tel ekki að það sé neitt vont við það að lífeyrissjóðir eigi stóran hlut í fyrirtækjum." Hann segir að þegar lífeyrissjóðirnir eiga stóran hlut þurfi þeir að bera mikla ábyrgð, en þegar þeir eigi örfá prósentustig ráði þeir nánast engu. „Ég man eftir því þegar þetta kaupaukakerfi var að byrja. Það hófst hjá FBA og það var í fyrsta skipti sem það sást. Þá mótmæltu fulltrúar lífeyrissjóðanna mjög harkalega og fengu ekki miklar þakkir fyrir. Þóttu gamaldags og íhaldssamir. Þeir mótmæltu, en réðu ekki við það." Helgi segir að kaupaukakerfið hafi farið úr böndunum og fullyrðir að lífeyrissjóðirnir verði á varðbergi ef þeir verði myndarlegir hluthafar í fjármálafyrirtækjum aftur.
Klinkið Mest lesið Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Sjá meira