Búið að óska eftir aðstoð pólsku lögreglunnar vegna úraráns 15. nóvember 2011 09:53 Meintur samverkamaður færður fyrir dómara. Lögreglan á Íslandi hefur óskað eftir því að pólsk lögregluyfirvöld færi tvo menn, sem eru grunaður um að hafa rænt verslun Michelsen á Laugaveginum vopnaðir byssum í síðasta mánuði, og eru staddir í Póllandi, til skýrslutöku. Þá er þeim gert að finna þann þriðja, sem ekki er vitað um. Þetta kemur fram í úrskurði Hæstaréttar þar sem gæsluvarðhald er staðfest yfir fjórða manninum, sem er einnig af pólskum uppruna, en hann var handtekinn hér á landi skömmu eftir ránið. Í úrskurðinum kemur fram að maðurinn, sem var handtekinn hér á landi, hafi falið úrin mjög vel í bifreið sinni. Þau hafi verið falin í pakkningum inn í hurðum bílsins. Maðurinn neitar alfarið sök og heldur því fram að hann hafi kynnst pólskum manni síðasta sumar, sem hafi greitt honum fé fyrir að smygla einhverju frá Íslandi. Maðurinn heldur því fram að sá sami hafi komið úrunum fyrir í bílnum, en sjálfur hafi hann ekki vitað hverju átti að smygla. Framburður hans þykir fjarstæðukenndur samkvæmt dómsorði. Andvirði úranna, sem var stolið, var um 50 milljónir króna. Lögreglunni tókst að endurheimta allt þýfið áður en það tókst að smygla góssinu úr landi. Samverkamenn mannsins, sem var handtekinn hér á landi, voru handteknir í Póllandi stuttu eftir ránið. Þeim var þó sleppt þar sem enginn framsalssamningur er á milli landanna. Maðurinn, sem var handtekinn hér á landi, skal sæta gæsluvarðhaldi til 8. desember. Rán í Michelsen 2011 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Sjá meira
Lögreglan á Íslandi hefur óskað eftir því að pólsk lögregluyfirvöld færi tvo menn, sem eru grunaður um að hafa rænt verslun Michelsen á Laugaveginum vopnaðir byssum í síðasta mánuði, og eru staddir í Póllandi, til skýrslutöku. Þá er þeim gert að finna þann þriðja, sem ekki er vitað um. Þetta kemur fram í úrskurði Hæstaréttar þar sem gæsluvarðhald er staðfest yfir fjórða manninum, sem er einnig af pólskum uppruna, en hann var handtekinn hér á landi skömmu eftir ránið. Í úrskurðinum kemur fram að maðurinn, sem var handtekinn hér á landi, hafi falið úrin mjög vel í bifreið sinni. Þau hafi verið falin í pakkningum inn í hurðum bílsins. Maðurinn neitar alfarið sök og heldur því fram að hann hafi kynnst pólskum manni síðasta sumar, sem hafi greitt honum fé fyrir að smygla einhverju frá Íslandi. Maðurinn heldur því fram að sá sami hafi komið úrunum fyrir í bílnum, en sjálfur hafi hann ekki vitað hverju átti að smygla. Framburður hans þykir fjarstæðukenndur samkvæmt dómsorði. Andvirði úranna, sem var stolið, var um 50 milljónir króna. Lögreglunni tókst að endurheimta allt þýfið áður en það tókst að smygla góssinu úr landi. Samverkamenn mannsins, sem var handtekinn hér á landi, voru handteknir í Póllandi stuttu eftir ránið. Þeim var þó sleppt þar sem enginn framsalssamningur er á milli landanna. Maðurinn, sem var handtekinn hér á landi, skal sæta gæsluvarðhaldi til 8. desember.
Rán í Michelsen 2011 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Sjá meira