Fögnum með framhaldsskólanemum Andri Steinn Hilmarsson skrifar 17. nóvember 2011 12:34 Ekki láta þér bregða rekist þú á hóp námsmanna hlaupandi um stræti borgarinnar brosandi út að eyrum. Í dag fögnum við nefnilega alþjóðlegum degi námsmanna. Í áraraðir hefur 17. nóvember verið haldinn hátíðlegur en uppruna dagsins má rekja aftur til ársins 1939, þegar Þjóðverjar réðust inn í Tékkóslóvakíu. Meðal þeirra sem börðust gegn hersetu þjóðverja voru námsmenn. Á þjóðhátíðardegi Tékkóslóvakíu flykktust námsmenn út á götur Prag og mótmæltu, en mættu harkalegum viðbrögðum. Jan Opletal, leiðtogi námsmanna, særðist illa í þessum mótmælum en lést stuttu síðar af sárum sínum. Mörg þúsund landsmenn fylgdu honum til grafar og í kjölfarið var efnt til annara mótmæla þann 17. nóvember. Þann dag voru 9 mótmælendur teknir af lífi og aðrir 1200 sendir í útrýmingarbúðir nasista og skólum landsins lokað. Þremur árum síðar var 17.nóvember viðurkenndur sem alþjóðlegur dagur námsmanna. Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) hefur frá árinu 2007 staðið vörð um áunnin réttindi framhaldsskólanema á íslandi og barist fyrir bættum kjörum. Áður höfðu félög á borð við Iðnnemasamband Íslands, Hagsmunaráð íslenskra framhaldsskólanema, og Félag framhaldsskólanema sinnt hagsmunagæslu og byggt þær stoðir er SÍF byggir nú á. Í dag eiga allir framhaldsskólar á Íslandi aðild að félaginu og eiga framhaldsskólanemar nú í fyrsta sinn sameiginlegann málsvara sem haldið getur uppi þeirra vörnum. Við erum að upplifa undarlega tíma, mikill niðurskurður hefur orðið í þjóðfélaginu og framhaldsskólanemar þurfa að lifa í stöðugum ótta við það, að í næsta skipti er niðurskurðarhnífurinn er hafinn á loft, gangi hann okkur of nærri. Forræðishyggja skólayfirvalda hefur náð nýjum hæðum og fá framhaldsskólanemar varla að draga andann án samþykkis yfirvalda. Svo þegar að þú mætir framhaldsskólanema á morgun, þá ættir þú að stöðva hann, og spyrja hann, svona til tilbreytingar, hvað honum finnist. Því þegar uppi er staðið, eru þetta hagsmunir okkra allra, og skoðanir okkar eiga alltaf rétt á sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andri Steinn Hilmarsson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Sjá meira
Ekki láta þér bregða rekist þú á hóp námsmanna hlaupandi um stræti borgarinnar brosandi út að eyrum. Í dag fögnum við nefnilega alþjóðlegum degi námsmanna. Í áraraðir hefur 17. nóvember verið haldinn hátíðlegur en uppruna dagsins má rekja aftur til ársins 1939, þegar Þjóðverjar réðust inn í Tékkóslóvakíu. Meðal þeirra sem börðust gegn hersetu þjóðverja voru námsmenn. Á þjóðhátíðardegi Tékkóslóvakíu flykktust námsmenn út á götur Prag og mótmæltu, en mættu harkalegum viðbrögðum. Jan Opletal, leiðtogi námsmanna, særðist illa í þessum mótmælum en lést stuttu síðar af sárum sínum. Mörg þúsund landsmenn fylgdu honum til grafar og í kjölfarið var efnt til annara mótmæla þann 17. nóvember. Þann dag voru 9 mótmælendur teknir af lífi og aðrir 1200 sendir í útrýmingarbúðir nasista og skólum landsins lokað. Þremur árum síðar var 17.nóvember viðurkenndur sem alþjóðlegur dagur námsmanna. Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) hefur frá árinu 2007 staðið vörð um áunnin réttindi framhaldsskólanema á íslandi og barist fyrir bættum kjörum. Áður höfðu félög á borð við Iðnnemasamband Íslands, Hagsmunaráð íslenskra framhaldsskólanema, og Félag framhaldsskólanema sinnt hagsmunagæslu og byggt þær stoðir er SÍF byggir nú á. Í dag eiga allir framhaldsskólar á Íslandi aðild að félaginu og eiga framhaldsskólanemar nú í fyrsta sinn sameiginlegann málsvara sem haldið getur uppi þeirra vörnum. Við erum að upplifa undarlega tíma, mikill niðurskurður hefur orðið í þjóðfélaginu og framhaldsskólanemar þurfa að lifa í stöðugum ótta við það, að í næsta skipti er niðurskurðarhnífurinn er hafinn á loft, gangi hann okkur of nærri. Forræðishyggja skólayfirvalda hefur náð nýjum hæðum og fá framhaldsskólanemar varla að draga andann án samþykkis yfirvalda. Svo þegar að þú mætir framhaldsskólanema á morgun, þá ættir þú að stöðva hann, og spyrja hann, svona til tilbreytingar, hvað honum finnist. Því þegar uppi er staðið, eru þetta hagsmunir okkra allra, og skoðanir okkar eiga alltaf rétt á sér.