Miðborgarstjóri vill hærri framlög til landamæraeftirlits 3. nóvember 2011 10:02 Jakob Frímann Magnússon Jakob Frímann Magnússon, miðborgarstjóri, skorar á innanríkisráðuneytið að tryggja hærri fjárframlög til landamæraeftirlits „með hliðsjón af vaxandi tíðni erlendra glæpagengja," eins og hann orðar það í grein sinni sem hann birti í Fréttablaðinu í dag og á Vísi. Greinina skrifar Jakob Frímann vegna gagnrýni Paul F. Nikolov, fyrrverandi varaþingmanns, og birtist í Grapevine í síðustu viku. Þar gagnrýnir Nikolov málflutning Jakobs eins og hann kom fyrir í viðtali í fréttatíma RÚV 25. október síðastliðinn, þar sem Jakob sagði fulla ástæðu til þess að hafa varann á gagnvart glæpagengjum frá Búlgaríu og Rúmeníu. Tilefnið var ránið í úrverslun Michelsen. Í greininni biðst Jakob Frímann afsökunar og útskýrir orð sín frekar. „Hvers vegna nefndi ég glæpagengi frá Búlgaríu og Rúmeníu sérstaklega? Jú, sökum breytinga er taka gildi 1. jan n.k. og varða þessar þjóðir af einhverjum ástæðum sem hljóta að vera gildar. Það er heldur ekkert launungarmál að af öllum glæpagengjum Evrópuþjóða eru gengi umræddra landa talin hvað skæðust um þessar mundir," skrifar Jakob Frímann sem vonast til þess að geta rætt málið án þess að vera sakaður sérstaklega um kynþáttafordóma. Jakob skrifar „að það virðist hafa gleymst við hina umdeildu ákvarðanatöku um Schengen samninginn á sínum tíma að slíkt alþjóðlegt samstarf kallar á umtalsverða fjármuni. Um 700.000 einstaklingar af erlendu þjóðerni sækja Ísland heim árlega sem þýðir að umtalsverð tekjuaukning fyrir ríkissjóð hefur átt sér stað vegna erlendra gesta frá því að Schengen samningurinn var undirritaður. Skyldi aukning gjalda vegna þessa málaflokks hafa verið í samræmi við þessa miklu aukningu tekna? Hér gildir einu hvort breytingarnar um næstu áramót tengjast Evrópusambandinu eða Schengen." Þannig skorar miðborgarstjórinn á innanríkisáðuneytið að auka framlög til landamæraeftirlitsins því, eins og Jakob orðar það sjálfur: „Fyrstu krónu skattgreiðandans skal varið til að verja hann árásum eða innrásum. Sé öryggistilfinningu almennings á götum úti ábótavant, ber að endurskoða forgangsröðun ríkisins." Greinina má nálgast í viðhengi hér fyrir neðan. Rán í Michelsen 2011 Tengdar fréttir Dýr sparnaður Í opnu bréfi, stíluðu á mig í Reykjavík Grapevine, gerir fv. varaþingmaður VG, Paul Nikolov, athugasemd við orð mín í sjónvarpsfréttum RUV 25. október sl. og krefst afsökunarbeiðni vegna ummæla sem lúta að nauðsyn þess að efla eftirlit bæði lögreglu í miðborginni og þeirra sem ætlað er að fylgjast með ferðum hugsanlegra glæpagengja í Leifsstöð og víðar. Þetta var m.a. sagt í ljósi þess að um áramót verða breytingar á reglum er varða tvær Evrópuþjóðir. 3. nóvember 2011 06:00 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Jakob Frímann Magnússon, miðborgarstjóri, skorar á innanríkisráðuneytið að tryggja hærri fjárframlög til landamæraeftirlits „með hliðsjón af vaxandi tíðni erlendra glæpagengja," eins og hann orðar það í grein sinni sem hann birti í Fréttablaðinu í dag og á Vísi. Greinina skrifar Jakob Frímann vegna gagnrýni Paul F. Nikolov, fyrrverandi varaþingmanns, og birtist í Grapevine í síðustu viku. Þar gagnrýnir Nikolov málflutning Jakobs eins og hann kom fyrir í viðtali í fréttatíma RÚV 25. október síðastliðinn, þar sem Jakob sagði fulla ástæðu til þess að hafa varann á gagnvart glæpagengjum frá Búlgaríu og Rúmeníu. Tilefnið var ránið í úrverslun Michelsen. Í greininni biðst Jakob Frímann afsökunar og útskýrir orð sín frekar. „Hvers vegna nefndi ég glæpagengi frá Búlgaríu og Rúmeníu sérstaklega? Jú, sökum breytinga er taka gildi 1. jan n.k. og varða þessar þjóðir af einhverjum ástæðum sem hljóta að vera gildar. Það er heldur ekkert launungarmál að af öllum glæpagengjum Evrópuþjóða eru gengi umræddra landa talin hvað skæðust um þessar mundir," skrifar Jakob Frímann sem vonast til þess að geta rætt málið án þess að vera sakaður sérstaklega um kynþáttafordóma. Jakob skrifar „að það virðist hafa gleymst við hina umdeildu ákvarðanatöku um Schengen samninginn á sínum tíma að slíkt alþjóðlegt samstarf kallar á umtalsverða fjármuni. Um 700.000 einstaklingar af erlendu þjóðerni sækja Ísland heim árlega sem þýðir að umtalsverð tekjuaukning fyrir ríkissjóð hefur átt sér stað vegna erlendra gesta frá því að Schengen samningurinn var undirritaður. Skyldi aukning gjalda vegna þessa málaflokks hafa verið í samræmi við þessa miklu aukningu tekna? Hér gildir einu hvort breytingarnar um næstu áramót tengjast Evrópusambandinu eða Schengen." Þannig skorar miðborgarstjórinn á innanríkisáðuneytið að auka framlög til landamæraeftirlitsins því, eins og Jakob orðar það sjálfur: „Fyrstu krónu skattgreiðandans skal varið til að verja hann árásum eða innrásum. Sé öryggistilfinningu almennings á götum úti ábótavant, ber að endurskoða forgangsröðun ríkisins." Greinina má nálgast í viðhengi hér fyrir neðan.
Rán í Michelsen 2011 Tengdar fréttir Dýr sparnaður Í opnu bréfi, stíluðu á mig í Reykjavík Grapevine, gerir fv. varaþingmaður VG, Paul Nikolov, athugasemd við orð mín í sjónvarpsfréttum RUV 25. október sl. og krefst afsökunarbeiðni vegna ummæla sem lúta að nauðsyn þess að efla eftirlit bæði lögreglu í miðborginni og þeirra sem ætlað er að fylgjast með ferðum hugsanlegra glæpagengja í Leifsstöð og víðar. Þetta var m.a. sagt í ljósi þess að um áramót verða breytingar á reglum er varða tvær Evrópuþjóðir. 3. nóvember 2011 06:00 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Dýr sparnaður Í opnu bréfi, stíluðu á mig í Reykjavík Grapevine, gerir fv. varaþingmaður VG, Paul Nikolov, athugasemd við orð mín í sjónvarpsfréttum RUV 25. október sl. og krefst afsökunarbeiðni vegna ummæla sem lúta að nauðsyn þess að efla eftirlit bæði lögreglu í miðborginni og þeirra sem ætlað er að fylgjast með ferðum hugsanlegra glæpagengja í Leifsstöð og víðar. Þetta var m.a. sagt í ljósi þess að um áramót verða breytingar á reglum er varða tvær Evrópuþjóðir. 3. nóvember 2011 06:00
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent