"Algjörlega galið" að auka ríkisútgjöld í uppsveiflunni Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. október 2011 13:29 Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að Seðlabankinn hafi verið í erfiðri stöðu fyrir hrun því aðhald í ríkisfjármálum hafi verið lítið. Hann segir það hafa verið „algjörlega galið" að auka ríkisútgjöld á árinu 2007 í einni mestu uppsveiflu sögunnar, en þá var Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórn með Samfylkingunni. Þetta kom fram í viðtali við Orra en hann var gestur í nýjasta þættinum af Klinkinu á viðskiptavef Vísis og Stöðvar 2. Orri sagði aga í ríkisfjármálum mikilvægan, óháð gjaldmiðlinum. „Hvort sem við erum með okkar eigin gjaldmiðil eða annarra manna gjaldmiðil þá þurfum við að taka til í okkar ranni. Við þurfum að samræma ríkisfjármálin peningamálastefnunni. Seðlabankinn hefur oft verið gagnrýndur á undanförnum árum en það verður að virða þeim það til vorkunnar að þeir voru fyrir hrun með ríkisfjármál sem voru á leið í allt aðra átt. Á milli áranna 2007 og 2008 hækkuðu ríkisútgjöld um 25 prósent. Hluti af því var reyndar vegna hrunsins, sem kom kostnaður á seinni hluta ársins 2008, en menn voru að ákveða það á toppi mestu uppsveiflu síðari tíma að hækka ríkisútgjöld verulega." Galið? „Algjörlega galið." Sjálfstæðisflokkurinn bar ábyrgð á því? „Já, já, hvaða flokkar sem voru, þetta var svo innilega rangt og dró allan mátt úr peningastefnunni," segir Orri. Sjá má bút úr viðtalinu þar sem Orri fer yfir ríkisfjármálin hér fyrir ofan. Viðtalið í heild sinni má finna hér.thorbjorn@stod2.is Klinkið Mest lesið Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Viðskipti innlent Heiður að vera kominn aftur á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Viðskipti innlent Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Viðskipti innlent Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Framúrskarandi fyrirtæki Skilmálarnir umdeildu ógiltir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Sjá meira
Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að Seðlabankinn hafi verið í erfiðri stöðu fyrir hrun því aðhald í ríkisfjármálum hafi verið lítið. Hann segir það hafa verið „algjörlega galið" að auka ríkisútgjöld á árinu 2007 í einni mestu uppsveiflu sögunnar, en þá var Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórn með Samfylkingunni. Þetta kom fram í viðtali við Orra en hann var gestur í nýjasta þættinum af Klinkinu á viðskiptavef Vísis og Stöðvar 2. Orri sagði aga í ríkisfjármálum mikilvægan, óháð gjaldmiðlinum. „Hvort sem við erum með okkar eigin gjaldmiðil eða annarra manna gjaldmiðil þá þurfum við að taka til í okkar ranni. Við þurfum að samræma ríkisfjármálin peningamálastefnunni. Seðlabankinn hefur oft verið gagnrýndur á undanförnum árum en það verður að virða þeim það til vorkunnar að þeir voru fyrir hrun með ríkisfjármál sem voru á leið í allt aðra átt. Á milli áranna 2007 og 2008 hækkuðu ríkisútgjöld um 25 prósent. Hluti af því var reyndar vegna hrunsins, sem kom kostnaður á seinni hluta ársins 2008, en menn voru að ákveða það á toppi mestu uppsveiflu síðari tíma að hækka ríkisútgjöld verulega." Galið? „Algjörlega galið." Sjálfstæðisflokkurinn bar ábyrgð á því? „Já, já, hvaða flokkar sem voru, þetta var svo innilega rangt og dró allan mátt úr peningastefnunni," segir Orri. Sjá má bút úr viðtalinu þar sem Orri fer yfir ríkisfjármálin hér fyrir ofan. Viðtalið í heild sinni má finna hér.thorbjorn@stod2.is
Klinkið Mest lesið Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Viðskipti innlent Heiður að vera kominn aftur á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Viðskipti innlent Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Viðskipti innlent Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Framúrskarandi fyrirtæki Skilmálarnir umdeildu ógiltir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Sjá meira