"Botnleðja mun snúa aftur!" Birgir Örn Steinarsson skrifar 12. september 2011 21:34 Botnleðja þegar hún var upp á sitt besta. "Botnleðja mun spila saman aftur - og það eflaust á næsta ári," upplýsti Haraldur Freyr Gíslason, trommuleikari sveitarinnar, í útvarpsþættinum Vasadiskó á sunnudaginn. "Spurningin er bara hvernig það verður." Haraldur uppljóstraði einnig að minnstu hefði munað að Botnleðja hefði komið fram á tónleikum í síðasta mánuði þegar blásið var í styrktartónleika fyrir sveitafélögin er átti að styðja undir bakið á þeim ef af verkfalli leikskólakennara yrði. Menn hefðu verið til í slaginn en svo hefði einfaldlega ekki gefist tími til þess að æfa. "Ég krefst þess líka af hinum að við séum allir búnir að æfa vel - það er að segja í sitthvoru lagi - áður en við hittumst. Þannig að við séum ekki að eyða tímanum í að rifja upp lögin hver í sínu horni á æfingunum sjálfum," sagði Halli. Halli sagðist lofa því að innan skamms yrðu haldnir Botnleðju tónleikar til þess að svala nostalgíuþörfum aðdáenda og vildi heldur ekki skjóta það af borðinu að sveitin myndi ef til vill vinna aðra plötu í framtíðinni. Halli og Heiðar söngvari Botnleðju hafa unnið náið saman í Pollapönkinu síðastliðin ár en Ragnar bassaleikari hefur minna látið af sér kveða. Halli segist þó halda góðu sambandi við hann þó að þeir hittist ekki eins oft og hann og Heiðar. Af Pollapönk er það að frétta að ný plata er að verða tilbúin auk þess sem búið sé að semja handrit fyrir leikrit þar sem söguþráðurinn var unninn upp frá textum laga sveitarinnar. Ekkert er þó niðurnelgt um hvenær sú sýning kemst á fjalirnar. Fylgist með Vasadiskó á Facebook. Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
"Botnleðja mun spila saman aftur - og það eflaust á næsta ári," upplýsti Haraldur Freyr Gíslason, trommuleikari sveitarinnar, í útvarpsþættinum Vasadiskó á sunnudaginn. "Spurningin er bara hvernig það verður." Haraldur uppljóstraði einnig að minnstu hefði munað að Botnleðja hefði komið fram á tónleikum í síðasta mánuði þegar blásið var í styrktartónleika fyrir sveitafélögin er átti að styðja undir bakið á þeim ef af verkfalli leikskólakennara yrði. Menn hefðu verið til í slaginn en svo hefði einfaldlega ekki gefist tími til þess að æfa. "Ég krefst þess líka af hinum að við séum allir búnir að æfa vel - það er að segja í sitthvoru lagi - áður en við hittumst. Þannig að við séum ekki að eyða tímanum í að rifja upp lögin hver í sínu horni á æfingunum sjálfum," sagði Halli. Halli sagðist lofa því að innan skamms yrðu haldnir Botnleðju tónleikar til þess að svala nostalgíuþörfum aðdáenda og vildi heldur ekki skjóta það af borðinu að sveitin myndi ef til vill vinna aðra plötu í framtíðinni. Halli og Heiðar söngvari Botnleðju hafa unnið náið saman í Pollapönkinu síðastliðin ár en Ragnar bassaleikari hefur minna látið af sér kveða. Halli segist þó halda góðu sambandi við hann þó að þeir hittist ekki eins oft og hann og Heiðar. Af Pollapönk er það að frétta að ný plata er að verða tilbúin auk þess sem búið sé að semja handrit fyrir leikrit þar sem söguþráðurinn var unninn upp frá textum laga sveitarinnar. Ekkert er þó niðurnelgt um hvenær sú sýning kemst á fjalirnar. Fylgist með Vasadiskó á Facebook.
Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira