Jóhann Berg: Það er kominn tími á sigur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2011 15:00 Jóhann Berg Guðmundsson. Mynd/Anton Jóhann Berg Guðmundsson átti ekki góðan leik á móti Norðmönnum í Osló á föstudaginn enda ekki hans tebolli að spila nánast eingöngu varnarleik í 90 mínútur. Jóhann Berg var jákvæður fyrir leikinn við Kýpur í kvöld og er staðráðinn í að gera betur. „Ég er nokkuð jákvæður fyrir þennan leik. Það er kominn tími á sigur og er ekki um að gera að ná honum á heimavelli á móti liði sem við eigum möguleika á móti. Við vitum það að þetta verður erfiður leikur og að við verðum að vera hundrað prósent á leikdag," segir Jóhann Berg og hann vonast eftir því að fá boltann meira á sóknarhelmingnum á móti Kýpur. „Ég býst við því að fá meira boltann inn á þeirra vallarhelmingi. Á móti Noregi var maður mikið í varnarleik og það var erfitt að gera eitthvað fram á við. Þetta verður allt öðruvísi leikur. Ég held að við munum stjórna leiknum mun meira hér og fá tækifæri til að fara maður á mann og reyna að ná fyrirgjöfum inn í teig. Kolli er síðan heitur þar," segir Jóhann Berg og það eru margir sem bíða spenntir eftir því hvernig Jóhanni og félögum takist að þjónusta betur Kolbein Sigþórsson sem fékk varla að vera með í leiknum á móti Noregi. „Síðasti leikurinn í þessari keppni er á móti Portúgal úti sem verður gríðarlega erfiður leikur. Það verður erfitt að ná í einhver stig þar þannig að þetta er leikurinn sem við ætlumst til að við vinna og viljum vinna. Vonandi heppnast það hjá okkur. Þetta er leikur sem við verðum að fá þrjá punkta. Það er kominn tími á sigur og við gerum þetta vonandi aðskemmtilegu kvöldi," segir Jóhann Berg og hann segir að tapið á móti Noregi hafi ekki setið lengi í strákunum. „Þetta er mjög góður hópur og það er mikið hlegið og mikið gert grín. Menn eru því búnir að gleyma þessum Noregsleik og farnir að einbeita sér að mogundeginum," segir Jóhann Berg. „Við vorum þéttir á móti Noregi og þeir voru ekki að skapa sér nein gríðarlega hættuleg færi. Þetta voru mest skot fyrir utan teig sem voru ekki það hættuleg. Auðvitað vorum við mikið í varnarleik en það gerist svolítið af því að þeir eru að spila á heimavelli fyrir framan 25 Norsara og við dettum því til baka," rifjar Jóhann Berg upp. „Auðvitað var þetta fínn leikur hjá okkur og algjör óheppni að fá þetta mark á sig á lokamínútunum. Það er ekki mikið búið að falla með okkur en vonandi breytist það á morgun. Við verðum að fá þessa þrjá punkta og ég held að það sé skylda að vinna þennan leik," sagði Jóhann Berg að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson átti ekki góðan leik á móti Norðmönnum í Osló á föstudaginn enda ekki hans tebolli að spila nánast eingöngu varnarleik í 90 mínútur. Jóhann Berg var jákvæður fyrir leikinn við Kýpur í kvöld og er staðráðinn í að gera betur. „Ég er nokkuð jákvæður fyrir þennan leik. Það er kominn tími á sigur og er ekki um að gera að ná honum á heimavelli á móti liði sem við eigum möguleika á móti. Við vitum það að þetta verður erfiður leikur og að við verðum að vera hundrað prósent á leikdag," segir Jóhann Berg og hann vonast eftir því að fá boltann meira á sóknarhelmingnum á móti Kýpur. „Ég býst við því að fá meira boltann inn á þeirra vallarhelmingi. Á móti Noregi var maður mikið í varnarleik og það var erfitt að gera eitthvað fram á við. Þetta verður allt öðruvísi leikur. Ég held að við munum stjórna leiknum mun meira hér og fá tækifæri til að fara maður á mann og reyna að ná fyrirgjöfum inn í teig. Kolli er síðan heitur þar," segir Jóhann Berg og það eru margir sem bíða spenntir eftir því hvernig Jóhanni og félögum takist að þjónusta betur Kolbein Sigþórsson sem fékk varla að vera með í leiknum á móti Noregi. „Síðasti leikurinn í þessari keppni er á móti Portúgal úti sem verður gríðarlega erfiður leikur. Það verður erfitt að ná í einhver stig þar þannig að þetta er leikurinn sem við ætlumst til að við vinna og viljum vinna. Vonandi heppnast það hjá okkur. Þetta er leikur sem við verðum að fá þrjá punkta. Það er kominn tími á sigur og við gerum þetta vonandi aðskemmtilegu kvöldi," segir Jóhann Berg og hann segir að tapið á móti Noregi hafi ekki setið lengi í strákunum. „Þetta er mjög góður hópur og það er mikið hlegið og mikið gert grín. Menn eru því búnir að gleyma þessum Noregsleik og farnir að einbeita sér að mogundeginum," segir Jóhann Berg. „Við vorum þéttir á móti Noregi og þeir voru ekki að skapa sér nein gríðarlega hættuleg færi. Þetta voru mest skot fyrir utan teig sem voru ekki það hættuleg. Auðvitað vorum við mikið í varnarleik en það gerist svolítið af því að þeir eru að spila á heimavelli fyrir framan 25 Norsara og við dettum því til baka," rifjar Jóhann Berg upp. „Auðvitað var þetta fínn leikur hjá okkur og algjör óheppni að fá þetta mark á sig á lokamínútunum. Það er ekki mikið búið að falla með okkur en vonandi breytist það á morgun. Við verðum að fá þessa þrjá punkta og ég held að það sé skylda að vinna þennan leik," sagði Jóhann Berg að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira