Rúnar: Finnst stundum eins og landsliðsmenn séu að velja sér leiki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2011 17:30 Rúnar Kristinsson og Eiður Smári Guðjohsen í landsleik á árum áður. Mynd/Nordic Photos/Getty Rúnar Kristinsson, þjálfari KR og leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi, gagnrýndi íslenska landsliðsmenn í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hann var þar mættur til þess að ræða um íslenska karlalandsliðið við Heimir Karlsson og Guðna Bergsson. „Leikur landsliðsins hefur breyst síðan að við vorum að spila á sínum tíma. Það er komið mikið meiri léttleiki og meira spil í íslenska landsliðið sem var það sem fólk var alltaf að biðja um. Áður fyrr lögðumst við mikið til baka og það varð allt vitlaust í stúkunni þegar við fengum innkast, komnir rétt yfir miðju," sagði Rúnar í léttum tón. „Svo fór þetta að breytast og menn fóru að ætlast til þess að menn færu að halda boltanum niðri og færu að spila fótbolta. Við erum farnir að gera það því við erum komnir með fullt af flínkum leikmönnum og þeim bara fjölgar. Á móti kemur að þegar við erum farnir að spila meiri fótbolta og farnir að færa okkur framar á völlinn þá erum við aðeins veikari til baka gegn hröðum skyndisóknum andstæðinganna. Ef við ætlum að fara að skora mikið af mörkum þá lendum við í veseni til baka. Það hefur orðið okkur að falli því menn hafa viljað gera of mikið," segir Rúnar. „Varnarleikurinn á að vera aðalsmerki íslenska landsliðsins því við erum ekki það sterkir í knattspyrnunni að við getum farið að spila hátt á vellinum. Ég sá ítalska landsliðið spila um daginn og þeir lágu til baka í 85 mínútur af leiknum og vörðust með alla sína menn á eigin vallarhelmingi. Ísland á að gera það þótt að það verði stundum allt vitlaust," segir Rúnar og hann tjáði sig líka um leikmannaval liðsins. „Strákarnir sem stóðu sig vel með 21 árs landsliðinu hafa verið að koma smátt og smátt inn í A-liðið en það er ekki hægt að taka fimm, sex, sjö nýja leikmenn og henda þeim beint inn í liðið. Þjálfarinn verður að finna það lið sem passar hverju sinni á móti andstæðingunum sem liðið er að fara að spila við. Menn þurfa að öðlast ákveðna reynslu og þó svo að menn hafi náð góðum árangri með 21 árs landsliðinu þá er ekki þar með sagt að þeir verði fullgildir og góðir A-landsliðsmenn. Það er töluvert stökk að fara upp í A-landsliðið," segir Rúnar og hann gagnrýndi líka núverandi leikmenn landsliðsins. „Það þarf að fá þessa drengi sem eru valdir til að mæta þegar þeir eru valdir og til að leggja sig fram í hvert einasta skiptið. Manni finnst það stundum eins og menn séu að velja sér leiki og það er kannski hörð gagnrýni frá mér en þetta er bara þannig. Ég stend það nálægt þessu að maður veit örlítið hvað er að gerast í kringum sig og maður heyrir mikið," sagði Rúnar. „Menn eru alltaf tilbúnir þegar þeir þurfa á glugganum að halda en þegar þeir eru búnir að nýta sér gluggann og komnir í eitthvað stórt lið út í Evrópu þá er ekki þar með sagt að þeir eigi að hætta að mæta í landsleiki," sagði Rúnar sem sagðist ennfremur vera tilbúinn að setjast í landsliðsþjálfarastólinn en að hann sé ekki viss um að rétta tímasetningin sé núna. Íslenski boltinn Mest lesið Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Sport Bradley Beal til Clippers Körfubolti Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR og leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi, gagnrýndi íslenska landsliðsmenn í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hann var þar mættur til þess að ræða um íslenska karlalandsliðið við Heimir Karlsson og Guðna Bergsson. „Leikur landsliðsins hefur breyst síðan að við vorum að spila á sínum tíma. Það er komið mikið meiri léttleiki og meira spil í íslenska landsliðið sem var það sem fólk var alltaf að biðja um. Áður fyrr lögðumst við mikið til baka og það varð allt vitlaust í stúkunni þegar við fengum innkast, komnir rétt yfir miðju," sagði Rúnar í léttum tón. „Svo fór þetta að breytast og menn fóru að ætlast til þess að menn færu að halda boltanum niðri og færu að spila fótbolta. Við erum farnir að gera það því við erum komnir með fullt af flínkum leikmönnum og þeim bara fjölgar. Á móti kemur að þegar við erum farnir að spila meiri fótbolta og farnir að færa okkur framar á völlinn þá erum við aðeins veikari til baka gegn hröðum skyndisóknum andstæðinganna. Ef við ætlum að fara að skora mikið af mörkum þá lendum við í veseni til baka. Það hefur orðið okkur að falli því menn hafa viljað gera of mikið," segir Rúnar. „Varnarleikurinn á að vera aðalsmerki íslenska landsliðsins því við erum ekki það sterkir í knattspyrnunni að við getum farið að spila hátt á vellinum. Ég sá ítalska landsliðið spila um daginn og þeir lágu til baka í 85 mínútur af leiknum og vörðust með alla sína menn á eigin vallarhelmingi. Ísland á að gera það þótt að það verði stundum allt vitlaust," segir Rúnar og hann tjáði sig líka um leikmannaval liðsins. „Strákarnir sem stóðu sig vel með 21 árs landsliðinu hafa verið að koma smátt og smátt inn í A-liðið en það er ekki hægt að taka fimm, sex, sjö nýja leikmenn og henda þeim beint inn í liðið. Þjálfarinn verður að finna það lið sem passar hverju sinni á móti andstæðingunum sem liðið er að fara að spila við. Menn þurfa að öðlast ákveðna reynslu og þó svo að menn hafi náð góðum árangri með 21 árs landsliðinu þá er ekki þar með sagt að þeir verði fullgildir og góðir A-landsliðsmenn. Það er töluvert stökk að fara upp í A-landsliðið," segir Rúnar og hann gagnrýndi líka núverandi leikmenn landsliðsins. „Það þarf að fá þessa drengi sem eru valdir til að mæta þegar þeir eru valdir og til að leggja sig fram í hvert einasta skiptið. Manni finnst það stundum eins og menn séu að velja sér leiki og það er kannski hörð gagnrýni frá mér en þetta er bara þannig. Ég stend það nálægt þessu að maður veit örlítið hvað er að gerast í kringum sig og maður heyrir mikið," sagði Rúnar. „Menn eru alltaf tilbúnir þegar þeir þurfa á glugganum að halda en þegar þeir eru búnir að nýta sér gluggann og komnir í eitthvað stórt lið út í Evrópu þá er ekki þar með sagt að þeir eigi að hætta að mæta í landsleiki," sagði Rúnar sem sagðist ennfremur vera tilbúinn að setjast í landsliðsþjálfarastólinn en að hann sé ekki viss um að rétta tímasetningin sé núna.
Íslenski boltinn Mest lesið Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Sport Bradley Beal til Clippers Körfubolti Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira