Yfir milljarður bíla til í heiminum 22. ágúst 2011 12:47 Fjöldi bíla í heiminum fór í fyrsta sinn yfir milljarðinn á síðasta ári. Þetta kemur fram í útreikningum sem bandaríska bílablaðið Ward´s Auto hefur tekið saman. Samkvæmt blaðinu var bílafjöldinn í heiminum 980 milljónir eintaka árið 2009. Þeim fjölgaði svo í einn milljarð og fimmtán milljónir á síðasta ári. Tekið skal fram að hér er um að ræða fjöldann af einkabílum, sendiferðabílum og strætisvögnum. Inn í tölunni eru ekki vörubílar eða önnur ökutæki. Fjölgunin milli áranna 2009 og 2010 er 3,6% sem er nokkuð yfir meðallagi fjölgunar hvers árs frá árinu 2000. Aukninguna á bílaeign íbúa heimsins má einkum rekja til Kína en þar jókst bílaflotinn um 27,5% milli fyrrgreindra ára. Alls eru nú 78 milljónir bíla skráðir í Kína. Í Bandaríkjunum aftur á móti jókst bílaeigna um innan við 1% en þar í landi er samt sem áður mestur fjöldi bíla saman kominn í einu landi eða tæplega 240 milljónir bíla. Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fjöldi bíla í heiminum fór í fyrsta sinn yfir milljarðinn á síðasta ári. Þetta kemur fram í útreikningum sem bandaríska bílablaðið Ward´s Auto hefur tekið saman. Samkvæmt blaðinu var bílafjöldinn í heiminum 980 milljónir eintaka árið 2009. Þeim fjölgaði svo í einn milljarð og fimmtán milljónir á síðasta ári. Tekið skal fram að hér er um að ræða fjöldann af einkabílum, sendiferðabílum og strætisvögnum. Inn í tölunni eru ekki vörubílar eða önnur ökutæki. Fjölgunin milli áranna 2009 og 2010 er 3,6% sem er nokkuð yfir meðallagi fjölgunar hvers árs frá árinu 2000. Aukninguna á bílaeign íbúa heimsins má einkum rekja til Kína en þar jókst bílaflotinn um 27,5% milli fyrrgreindra ára. Alls eru nú 78 milljónir bíla skráðir í Kína. Í Bandaríkjunum aftur á móti jókst bílaeigna um innan við 1% en þar í landi er samt sem áður mestur fjöldi bíla saman kominn í einu landi eða tæplega 240 milljónir bíla.
Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent