Ragnheiður safnar fyrir sundinu með fyrirsætustörfum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2011 08:00 Sundkonan Ragnheiður Ragnarsdóttir er nýkomin heim af HM í sundi í Sjanghæ í Kína. Ragnheiður er á leiðinni aftur út en framundan eru æfingar hjá henni í Suður-Afríku og svo gæti farið að hún yrði úti allt fram að Ólympíuleikunum í London á næsta ári. „Ég er að fara í næsta mánuði til Pietermaritzburg í Suður-Afríku. Ég ætla að vera þar í smá tíma og æfa og sjá hvernig það gengur. Svo kem ég kannski ekkert heim fyrir leikana," sagði Ragnheiður í samtali við Ásgeir Erlendsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan. „Markmiðið er að byrja á því að taka lágmörkin fyrir Ólympíuleikana og svo að æfa það vel að það verði ekki markmiðið lengur heldur að reyna að vera komast í undanúrslit eða úrslit á leikunum," sagði Ragnheiður metnaðarfull. „Ég er búin að æfa ein hérna heima og er eiginlega ekki með neinn þjálfara. Ég var að leita að góðum þjálfara, góðu veðri og góðum stað þar sem maður getur farið og einbeitt sér. Ég fann þennan þjálfara eftir að hafa verið að skoða nokkra staði. Mér leyst mjög vel á þetta og það er koma sumar þar sem er ágætt til að nenna að mæta á morgunæfingar klukkan fimm," sagði Ragnheiður en nýi þjálfari hennar er Wayne Riddin. „Ég er ekki að fara gera neitt annað og þetta snýst um að gera bara einbeitt mér að sundinu. Það er góð ástæða hérna heima og góðir þjálfarar en fyrir mig var bara næsta skref að fara út og gera þetta á fullu," sagði Ragnheiður. „Þetta er að fara kosta sitt og ég er í hörku betli út um allt til að finna styrki og svona. Það gengur ágætlega en það á eftir að koma í ljós hvort ég get verið út í heilt ár eða ekki. Vonandi fæ ég fleiri styrki og fleiri verkefni til þess að geta fjármagnað þetta," sagði Ragnheiður sem grípur í fyrirsætustörfin til að safna pening fyrir sundinu. „Ég er að reyna allt til þess að fá peninga fyrir því sem ég er að gera. Ég er að sitja fyrir í auglýsingum og fleira. Það er ýmislegt um að vera og ég er að reyna að finna meira af slíkum verkefnum. Vonandi getur maður kannski átt eitthvað afgangs eftir þetta allt," sagði Ragnheiður í léttum tón. „Mér finnst rosalega gaman að vera í fyrirsætustörfunum og það væri svolítið leiðinlegt að vera bara að synda. Það er gaman að fá svona verkefni með og ég kvarta ekki yfir því," sagði Ragnheiður. „Ég held að það sé alveg öruggt mál að ég verð búin að ná lágmörkunum á leikana fyrir árslok. Ég er mjög nálægt því í 50 metra skriðsundi. Það er ekkert sem ætti að standa í vegi fyrir því þegar ég er kominn í góða þjálfun og með góðan þjálfara, sem ýtir aðeins í mig og fær mig til að æfa betur," sagði Ragnheiður sem ætlar að hætta í sundinu eftir Ólympíuleikana í London á næsta ári. „Ég veit ekkert hvort ég get það eða ekki en það er planið að taka sér frí eða að hætta. Það er samt svo gaman að taka þátt í Ólympíuleikum. Maður fer einu sinni og síðan verður maður bara að fara aftur," sagði Ragnheiður að lokum. Innlendar Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Sjá meira
Sundkonan Ragnheiður Ragnarsdóttir er nýkomin heim af HM í sundi í Sjanghæ í Kína. Ragnheiður er á leiðinni aftur út en framundan eru æfingar hjá henni í Suður-Afríku og svo gæti farið að hún yrði úti allt fram að Ólympíuleikunum í London á næsta ári. „Ég er að fara í næsta mánuði til Pietermaritzburg í Suður-Afríku. Ég ætla að vera þar í smá tíma og æfa og sjá hvernig það gengur. Svo kem ég kannski ekkert heim fyrir leikana," sagði Ragnheiður í samtali við Ásgeir Erlendsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan. „Markmiðið er að byrja á því að taka lágmörkin fyrir Ólympíuleikana og svo að æfa það vel að það verði ekki markmiðið lengur heldur að reyna að vera komast í undanúrslit eða úrslit á leikunum," sagði Ragnheiður metnaðarfull. „Ég er búin að æfa ein hérna heima og er eiginlega ekki með neinn þjálfara. Ég var að leita að góðum þjálfara, góðu veðri og góðum stað þar sem maður getur farið og einbeitt sér. Ég fann þennan þjálfara eftir að hafa verið að skoða nokkra staði. Mér leyst mjög vel á þetta og það er koma sumar þar sem er ágætt til að nenna að mæta á morgunæfingar klukkan fimm," sagði Ragnheiður en nýi þjálfari hennar er Wayne Riddin. „Ég er ekki að fara gera neitt annað og þetta snýst um að gera bara einbeitt mér að sundinu. Það er góð ástæða hérna heima og góðir þjálfarar en fyrir mig var bara næsta skref að fara út og gera þetta á fullu," sagði Ragnheiður. „Þetta er að fara kosta sitt og ég er í hörku betli út um allt til að finna styrki og svona. Það gengur ágætlega en það á eftir að koma í ljós hvort ég get verið út í heilt ár eða ekki. Vonandi fæ ég fleiri styrki og fleiri verkefni til þess að geta fjármagnað þetta," sagði Ragnheiður sem grípur í fyrirsætustörfin til að safna pening fyrir sundinu. „Ég er að reyna allt til þess að fá peninga fyrir því sem ég er að gera. Ég er að sitja fyrir í auglýsingum og fleira. Það er ýmislegt um að vera og ég er að reyna að finna meira af slíkum verkefnum. Vonandi getur maður kannski átt eitthvað afgangs eftir þetta allt," sagði Ragnheiður í léttum tón. „Mér finnst rosalega gaman að vera í fyrirsætustörfunum og það væri svolítið leiðinlegt að vera bara að synda. Það er gaman að fá svona verkefni með og ég kvarta ekki yfir því," sagði Ragnheiður. „Ég held að það sé alveg öruggt mál að ég verð búin að ná lágmörkunum á leikana fyrir árslok. Ég er mjög nálægt því í 50 metra skriðsundi. Það er ekkert sem ætti að standa í vegi fyrir því þegar ég er kominn í góða þjálfun og með góðan þjálfara, sem ýtir aðeins í mig og fær mig til að æfa betur," sagði Ragnheiður sem ætlar að hætta í sundinu eftir Ólympíuleikana í London á næsta ári. „Ég veit ekkert hvort ég get það eða ekki en það er planið að taka sér frí eða að hætta. Það er samt svo gaman að taka þátt í Ólympíuleikum. Maður fer einu sinni og síðan verður maður bara að fara aftur," sagði Ragnheiður að lokum.
Innlendar Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Sjá meira