Fáránlegasti dagurinn á markaðinum í 12 ár 9. ágúst 2011 13:38 Frá bjartsýni til örvæntingar aftur og aftur. Henrik Drusebjerg forstöðumaður Nordea Markets hefur aldrei séð annað eins á 12 ára ferli sínum í fjármálageiranum. Hann segir daginn í dag þann fáránlegasta sem hann hafi upplifað á markaðinum á þessum ferli sínum. Þá er meðtalinn tíminn haustið 2008 þegar Lehman Brothers féll og fjármálakreppan hófst. Það sem leit út fyrir að verða enn eitt blóðbaðið á evrópskum hlutabréfamörkuðum fyrir opnun þeirra snemma í morgun breyttist í góðar plústölur við opnunina. Síðan kom einhver örvænting upp þannig að stærstu vísitölurnar sýndu allt í einu mínusa upp á 6% um miðjan morguninn. Og nú, um og eftir hádegið, hefur staðan sveiflast aftur og aftur. Drusebjerg bendir á að á einum tímapunkti hafi Dax vísitalan í Frankfurt legið í mínus 6% en aðeins augnabliki síðar hafi öll Evrópa verið í grænum tölum. Hann segir að það sé eitthvað allt annað en heilbrigð skynsemi sem geti skýrt þetta. Drusebjerg telur að sveiflurnar á milli örvæntingar og bjartsýni megi m.a. rekja til þess að þrátt fyrir hlutabréfahrunið sýni afkomutölur fyrirtækja og félaga góða stöðu þeirra og töluverðan hagnað. Samkvæmt þeim sé ekki um efnahagslega niðursveiflu að ræða og því fé að sækja á mörkuðum. Á móti þessu kemur síðan pólitísk óvissa og vantrú á getu stjórnmálamanna til að grípa til nauðsynlegra aðgerða gegn skuldakreppunni. Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf“ Atvinnulíf Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló Atvinnulíf Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Frá bjartsýni til örvæntingar aftur og aftur. Henrik Drusebjerg forstöðumaður Nordea Markets hefur aldrei séð annað eins á 12 ára ferli sínum í fjármálageiranum. Hann segir daginn í dag þann fáránlegasta sem hann hafi upplifað á markaðinum á þessum ferli sínum. Þá er meðtalinn tíminn haustið 2008 þegar Lehman Brothers féll og fjármálakreppan hófst. Það sem leit út fyrir að verða enn eitt blóðbaðið á evrópskum hlutabréfamörkuðum fyrir opnun þeirra snemma í morgun breyttist í góðar plústölur við opnunina. Síðan kom einhver örvænting upp þannig að stærstu vísitölurnar sýndu allt í einu mínusa upp á 6% um miðjan morguninn. Og nú, um og eftir hádegið, hefur staðan sveiflast aftur og aftur. Drusebjerg bendir á að á einum tímapunkti hafi Dax vísitalan í Frankfurt legið í mínus 6% en aðeins augnabliki síðar hafi öll Evrópa verið í grænum tölum. Hann segir að það sé eitthvað allt annað en heilbrigð skynsemi sem geti skýrt þetta. Drusebjerg telur að sveiflurnar á milli örvæntingar og bjartsýni megi m.a. rekja til þess að þrátt fyrir hlutabréfahrunið sýni afkomutölur fyrirtækja og félaga góða stöðu þeirra og töluverðan hagnað. Samkvæmt þeim sé ekki um efnahagslega niðursveiflu að ræða og því fé að sækja á mörkuðum. Á móti þessu kemur síðan pólitísk óvissa og vantrú á getu stjórnmálamanna til að grípa til nauðsynlegra aðgerða gegn skuldakreppunni.
Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf“ Atvinnulíf Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló Atvinnulíf Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira