Geir: Þetta eru mótherjar sem við eigum að geta ráðið við Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2011 20:00 Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ og landsliðsþjálfarinn Ólafur Jóhannesson. Mynd/Anton Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, var í viðtali hjá Guðjóni Guðmundssyni í fréttum Stöðvar 2 í kvöld en Geir var í Ríó í Brasilíu í gær þegar dregið var í riðla í undankeppni HM 2014. Ísland lenti þar í riðli með Noregi, Slóveníu, Sviss, Albaníu og Kýpur en að flestra mati er þetta ekki mjög spenandi eða söluvænn riðill. „Við megum vel við una með þau lið sem lentu með okkur í riðli. Ég sá það á staðnum að Norðmenn voru mjög ánægðir með þau lið sem þeir fengu komandi úr efsta styrkleikaflokki. Við þurfum að fara að vinna leiki og þetta eru mótherjar sem við eigum að geta ráðið við. Við þurfum samt fyrst og fremst að bæta leik okkar liðs," sagði Geir en Guðjón spurði Geir síðan hvort þessi lið í okkar riðli væru söluvænleg. „Stærsti hluti okkar tekna kemur í gegnum sjónvarpssamninga og við vorum búnir að ganga frá þeim samningum fyrir þennan drátt. Hefðum við ekki gert það þá hefði ég verið í erfiðum málum," sagði Geir en hann vildi ekki gefa neitt út um framtíð Ólafs Jóhannessonar landsliðsþjálfara. „Ólafur mun klára sinn samning en við munum síðan taka upp þau mál á næstu mánuðum. Ólafur er í starfi hjá okkur og það eru krefjandi verkefni framundan. Við styðjum hann eindregið í þeim," sagði Geir. „Það er alveg ljóst að síðustu tvær undankeppnir hafa ekki gengið nógu vel. Við höfum verið að eiga við erfiða mótherja en við þurfum að gera betur og þá sérstaklega á heimavelli," sagði Geir. „Við getum gert betur og ég horfi fyrst og fremst til þess að við eigum mjög efnilega sveit ungra knattspyrnumanna sem eru að koma upp. Það hefur vakið mikla athygli og margir hafa komið að máli við mig og lýst aðdáun sinni á leik íslenska liðsins í undir 21 árs keppninni. Ég held að sá efniviður muni styrkja landslið Íslands í framtíðinni," sagði Geir. Ólafur Jóhannesson var ekki viðstaddur dráttinn í Ríó í gær en Geir segir að engin skilaboð felist í því. „Þessi keppni hefst eftir eitt ár og það var engin þjálfari á staðnum hjá þeim liðum sem við lentum með í riðli," sagði Geir. Íslenski boltinn Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Sjá meira
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, var í viðtali hjá Guðjóni Guðmundssyni í fréttum Stöðvar 2 í kvöld en Geir var í Ríó í Brasilíu í gær þegar dregið var í riðla í undankeppni HM 2014. Ísland lenti þar í riðli með Noregi, Slóveníu, Sviss, Albaníu og Kýpur en að flestra mati er þetta ekki mjög spenandi eða söluvænn riðill. „Við megum vel við una með þau lið sem lentu með okkur í riðli. Ég sá það á staðnum að Norðmenn voru mjög ánægðir með þau lið sem þeir fengu komandi úr efsta styrkleikaflokki. Við þurfum að fara að vinna leiki og þetta eru mótherjar sem við eigum að geta ráðið við. Við þurfum samt fyrst og fremst að bæta leik okkar liðs," sagði Geir en Guðjón spurði Geir síðan hvort þessi lið í okkar riðli væru söluvænleg. „Stærsti hluti okkar tekna kemur í gegnum sjónvarpssamninga og við vorum búnir að ganga frá þeim samningum fyrir þennan drátt. Hefðum við ekki gert það þá hefði ég verið í erfiðum málum," sagði Geir en hann vildi ekki gefa neitt út um framtíð Ólafs Jóhannessonar landsliðsþjálfara. „Ólafur mun klára sinn samning en við munum síðan taka upp þau mál á næstu mánuðum. Ólafur er í starfi hjá okkur og það eru krefjandi verkefni framundan. Við styðjum hann eindregið í þeim," sagði Geir. „Það er alveg ljóst að síðustu tvær undankeppnir hafa ekki gengið nógu vel. Við höfum verið að eiga við erfiða mótherja en við þurfum að gera betur og þá sérstaklega á heimavelli," sagði Geir. „Við getum gert betur og ég horfi fyrst og fremst til þess að við eigum mjög efnilega sveit ungra knattspyrnumanna sem eru að koma upp. Það hefur vakið mikla athygli og margir hafa komið að máli við mig og lýst aðdáun sinni á leik íslenska liðsins í undir 21 árs keppninni. Ég held að sá efniviður muni styrkja landslið Íslands í framtíðinni," sagði Geir. Ólafur Jóhannesson var ekki viðstaddur dráttinn í Ríó í gær en Geir segir að engin skilaboð felist í því. „Þessi keppni hefst eftir eitt ár og það var engin þjálfari á staðnum hjá þeim liðum sem við lentum með í riðli," sagði Geir.
Íslenski boltinn Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Sjá meira