Formaður BÍ/Bolungarvíkur biður Ólsara afsökunar Stefán Árni Pálsson skrifar 10. júlí 2011 16:45 Tomi Ameobi, leikmaður BÍ/Bolungarvíkur. Mynd/Anton „Ég bið Ólafsvíkinga afsökunar á þessu," sagði Samúel Samúelsson formaður BÍ/Bolungarvíkur í viðtali við vefsíðuna Fótbolta.net í dag. Eins og Vísir greindi frá í gær þá var fjallað um hegðun Ólafsvíkinga á vellinum á föstudagskvöld þar sem heimamenn áttu að hafa hrópað ókvæðisorð að leikmönnum BÍ/Bolungarvíkur sem tengja má við kynþáttfordóma. Á heimasíðu BÍ/Bolungarvíkur, www.bibol.is, var fjallað um leikinn og í lok umfjöllunarinnar stendur: „Það má bæta við þetta að andrúmsloftið í Ólafsvík var vægast sagt öðruvísi en annars staðar því oft á tíðum var hrópað að tveim leikmönnum okkar mjög niðrandi hróp sem flokkast einfaldlega undir kynþáttafordóma. Hrópin ómuðu um Ólafsvík og fóru væntanlega ekki framhjá neinum íbúa bæjarins." Samúel Samúelsson, formaður klúbbsins, hefur nú beðið íbúa Ólafsvíkur afsökunar og það hafi verið orðum ofaukið að tala um bæjarfélagið í heild sinni þegar kom að þessu leiðinlega máli. „Í ljósi þessarar umræðu varðandi Víking Ólafsvík í heild sinni þá harma ég að þetta hafi komið fram á okkar vef," sagði Samúel einnig við fotbolta.net. „Þó einn áhorfandi á vegum Víkings hafi hegðað sér óeðlilega finnst mér leiðinlegt að stimpla fótboltafélagið og bæjarfélagið fyrir það." Brynjar Gauti Guðjónsson leikmaður ÍBV og uppalinn Ólsari hefur í kjölfarið dregið tilbaka ummæli sín á Twitter þess efnis að BÍ/Bolungarvík sé mesti skítaklúbbur landsins. Íslenski boltinn Tengdar fréttir BÍ/Bolungarvík steinlá í Ólafsvík Lærisveinar Guðjóns Þórðarsonar í BÍ/Bolungarvík töpuðu 4-1 gegn Víkingum í Ólafsvík í kvöld. Vestfirðingar komust yfir snemma leiks en Ólafsvíkingar komu tilbaka og tryggðu sér glæsilegan sigur. 8. júlí 2011 22:08 Brynjar Gauti: BÍ/Bolungarvík einn mesti skítaklúbbur landsins Brynjar Gauti Guðjónsson leikmaður ÍBV kallar BÍ/Bolungarvík skítaklúbb. Í gær fjallaði Vísir um ásakanir Vestfirðinga um að stuðningsmenn Víkings frá Ólafsvík hefðu sýnt leikmönnum BÍ/Bolungarvík kynþáttafordóma. 10. júlí 2011 09:30 BÍ/Bolungarvík ósátt við kynþáttafordóma í Ólafsvík Víkingur í Ólafsvík vann mikilvægan 4-1 sigur á BÍ/Bolungarvík í viðureign liðanna á Snæfellsnesi í gær. Á heimasíðu BÍ/Bolungarvíkur segir að leikmenn liðsins hafi orðið fyrir niðrandi hrópum frá heimamönnum meðan á leik stóð. 9. júlí 2011 16:45 Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Sjá meira
„Ég bið Ólafsvíkinga afsökunar á þessu," sagði Samúel Samúelsson formaður BÍ/Bolungarvíkur í viðtali við vefsíðuna Fótbolta.net í dag. Eins og Vísir greindi frá í gær þá var fjallað um hegðun Ólafsvíkinga á vellinum á föstudagskvöld þar sem heimamenn áttu að hafa hrópað ókvæðisorð að leikmönnum BÍ/Bolungarvíkur sem tengja má við kynþáttfordóma. Á heimasíðu BÍ/Bolungarvíkur, www.bibol.is, var fjallað um leikinn og í lok umfjöllunarinnar stendur: „Það má bæta við þetta að andrúmsloftið í Ólafsvík var vægast sagt öðruvísi en annars staðar því oft á tíðum var hrópað að tveim leikmönnum okkar mjög niðrandi hróp sem flokkast einfaldlega undir kynþáttafordóma. Hrópin ómuðu um Ólafsvík og fóru væntanlega ekki framhjá neinum íbúa bæjarins." Samúel Samúelsson, formaður klúbbsins, hefur nú beðið íbúa Ólafsvíkur afsökunar og það hafi verið orðum ofaukið að tala um bæjarfélagið í heild sinni þegar kom að þessu leiðinlega máli. „Í ljósi þessarar umræðu varðandi Víking Ólafsvík í heild sinni þá harma ég að þetta hafi komið fram á okkar vef," sagði Samúel einnig við fotbolta.net. „Þó einn áhorfandi á vegum Víkings hafi hegðað sér óeðlilega finnst mér leiðinlegt að stimpla fótboltafélagið og bæjarfélagið fyrir það." Brynjar Gauti Guðjónsson leikmaður ÍBV og uppalinn Ólsari hefur í kjölfarið dregið tilbaka ummæli sín á Twitter þess efnis að BÍ/Bolungarvík sé mesti skítaklúbbur landsins.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir BÍ/Bolungarvík steinlá í Ólafsvík Lærisveinar Guðjóns Þórðarsonar í BÍ/Bolungarvík töpuðu 4-1 gegn Víkingum í Ólafsvík í kvöld. Vestfirðingar komust yfir snemma leiks en Ólafsvíkingar komu tilbaka og tryggðu sér glæsilegan sigur. 8. júlí 2011 22:08 Brynjar Gauti: BÍ/Bolungarvík einn mesti skítaklúbbur landsins Brynjar Gauti Guðjónsson leikmaður ÍBV kallar BÍ/Bolungarvík skítaklúbb. Í gær fjallaði Vísir um ásakanir Vestfirðinga um að stuðningsmenn Víkings frá Ólafsvík hefðu sýnt leikmönnum BÍ/Bolungarvík kynþáttafordóma. 10. júlí 2011 09:30 BÍ/Bolungarvík ósátt við kynþáttafordóma í Ólafsvík Víkingur í Ólafsvík vann mikilvægan 4-1 sigur á BÍ/Bolungarvík í viðureign liðanna á Snæfellsnesi í gær. Á heimasíðu BÍ/Bolungarvíkur segir að leikmenn liðsins hafi orðið fyrir niðrandi hrópum frá heimamönnum meðan á leik stóð. 9. júlí 2011 16:45 Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Sjá meira
BÍ/Bolungarvík steinlá í Ólafsvík Lærisveinar Guðjóns Þórðarsonar í BÍ/Bolungarvík töpuðu 4-1 gegn Víkingum í Ólafsvík í kvöld. Vestfirðingar komust yfir snemma leiks en Ólafsvíkingar komu tilbaka og tryggðu sér glæsilegan sigur. 8. júlí 2011 22:08
Brynjar Gauti: BÍ/Bolungarvík einn mesti skítaklúbbur landsins Brynjar Gauti Guðjónsson leikmaður ÍBV kallar BÍ/Bolungarvík skítaklúbb. Í gær fjallaði Vísir um ásakanir Vestfirðinga um að stuðningsmenn Víkings frá Ólafsvík hefðu sýnt leikmönnum BÍ/Bolungarvík kynþáttafordóma. 10. júlí 2011 09:30
BÍ/Bolungarvík ósátt við kynþáttafordóma í Ólafsvík Víkingur í Ólafsvík vann mikilvægan 4-1 sigur á BÍ/Bolungarvík í viðureign liðanna á Snæfellsnesi í gær. Á heimasíðu BÍ/Bolungarvíkur segir að leikmenn liðsins hafi orðið fyrir niðrandi hrópum frá heimamönnum meðan á leik stóð. 9. júlí 2011 16:45
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn