Orðrómur um að Bítlar komi saman 13. júlí 2011 09:15 Paul McCartney og Ringo Starr í stuði. Sú saga gengur nú fjöllum hærra þeir ætli að koma fram á næsta ári ásamt sonum George Harrison og John Lennon. Mynd/Getty Images Líkur eru á að eftirlifandi meðlimir Bítlanna komi fram á opnunarhátíð Ólympíuleikanna sem fram fara í London á næsta ári. Paul McCartney hvorki neitar né staðfestir orðróm þess efnis. Sumarólympíuleikarnir 2012 verða haldnir í London dagana 27. júlí til 12. ágúst. Opnunarhátíðir leikanna verða sífellt glæsilegri og ætla Bretar að tjalda öllu til. Sú saga gengur nú fjöllum hærra að Paul McCartney og Ringo Starr muni troða upp á hátíðinni ásamt Dhani, syni George Harrison, og Julian og Sean, sonum John Lennon. Samkvæmt erlendum fréttamiðlum segist McCartney hafa heyrt orðróminn en hann er ófáanlegur til að gefa upp hvort af þessu verði. Þess í stað hefur McCartney varist fimlega spurningum fréttamanna og slegið á létta strengi. „Ég þekki mann sem þekkir manninn sem ætlar að spyrjast fyrir um þetta fljótlega," sagði McCartney af þessu tilefni. Bítlarnir eru ein þekktasta og vinsælasta hljómsveit fyrr og síðar, en hún var stofnuð árið 1960. Síðasta plata hljómsveitarinnar kom út árið 1970. Tíu árum síðar var Lennon myrtur fyrir utan heimili hans í New York. Harrison lést úr krabbameini árið 2001. Tónlist Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Clooney orðinn franskur Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Líkur eru á að eftirlifandi meðlimir Bítlanna komi fram á opnunarhátíð Ólympíuleikanna sem fram fara í London á næsta ári. Paul McCartney hvorki neitar né staðfestir orðróm þess efnis. Sumarólympíuleikarnir 2012 verða haldnir í London dagana 27. júlí til 12. ágúst. Opnunarhátíðir leikanna verða sífellt glæsilegri og ætla Bretar að tjalda öllu til. Sú saga gengur nú fjöllum hærra að Paul McCartney og Ringo Starr muni troða upp á hátíðinni ásamt Dhani, syni George Harrison, og Julian og Sean, sonum John Lennon. Samkvæmt erlendum fréttamiðlum segist McCartney hafa heyrt orðróminn en hann er ófáanlegur til að gefa upp hvort af þessu verði. Þess í stað hefur McCartney varist fimlega spurningum fréttamanna og slegið á létta strengi. „Ég þekki mann sem þekkir manninn sem ætlar að spyrjast fyrir um þetta fljótlega," sagði McCartney af þessu tilefni. Bítlarnir eru ein þekktasta og vinsælasta hljómsveit fyrr og síðar, en hún var stofnuð árið 1960. Síðasta plata hljómsveitarinnar kom út árið 1970. Tíu árum síðar var Lennon myrtur fyrir utan heimili hans í New York. Harrison lést úr krabbameini árið 2001.
Tónlist Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Clooney orðinn franskur Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira