Evrópskir ráðamenn lýsa yfir stríði gegn matsfyrirtækjum Hafsteinn Hauksson skrifar 13. júlí 2011 12:03 Talið er að lækkun á lánshæfismati Írlands muni seinka efnahagslegum bata landsins. Evrópskir stjórnmálamenn hafa lýst stríði á hendur stóru matsfyrirtækjunum. Írland varð í gær þriðja Evrópusambandsríkið til að lenda í ruslflokki hjá stóru matsfyrirtækjunum þegar Moody's færði lánshæfiseinkunn ríkisins niður, aðeins um viku eftir að fyrirtækið niðurfærði einkunn Portúgals. Moody's fullyrðir að þetta hafi verið gert þar sem mikil hætta sé á að Írar þurfi annan björgunarpakka að tveimur árum liðnum, þegar áætlað er að núverandi björgunaraðgerðum linni, auk þess sem hagkerfið standi höllum fæti. Haft er eftir Richard Bruton, efnahagsráðherra landsins, að lækkun einkunnarinnar hafi skaðleg áhrif á efnahagslegan bata landsins, en margir írskir stjórnmálamenn eru æfir yfir ákvörðun matsfyrirtækisins. Bruton fullyrðir að Írland hafi verið á réttri leið, en hafi með niðurfærslu Moodys flækst í vandamál annarra veikari evruríkja. Hann sagði að ákvörðun fyrirtækisins væri ergjandi, en aðrir í æðstu stjórn ríkisins hafa sömuleiðis fullyrt að það væri óréttlátt að flokka ríkisskuldabréfin sem rusl og það stangaðist á við álit hinna matsfyrirtækjanna. Framkvæmdastjóri innri markaðar Evrópusambandsins fullyrðir að hann komi til með að kynna beinskeyttar aðgerðir til að takmarka vald matsfyrirtækjanna í haust, en Christine Lagarde, nýr yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur stungið upp á að þeim verði bannað að veita Evrópuríkjum sem nú þiggja efnahagslega aðstoð lánshæfiseinkunnir. Annar framkvæmdastjóri innan Evrópusambandsins hefur fullyrt að matsfyrirtækin myndi viðskiptahring sem þurfi að mala mélinu smærra, þar sem þau reyni nú að hlutast til um framtíð Evrópu og evrunnar. Erlendir fjölmiðlar hafa túlkað þessi ummæli sem beina stríðsyfirlýsingu Evrópskra stjórnmálamanna á hendur matsfyrirtækjunum. Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf“ Atvinnulíf Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló Atvinnulíf Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Talið er að lækkun á lánshæfismati Írlands muni seinka efnahagslegum bata landsins. Evrópskir stjórnmálamenn hafa lýst stríði á hendur stóru matsfyrirtækjunum. Írland varð í gær þriðja Evrópusambandsríkið til að lenda í ruslflokki hjá stóru matsfyrirtækjunum þegar Moody's færði lánshæfiseinkunn ríkisins niður, aðeins um viku eftir að fyrirtækið niðurfærði einkunn Portúgals. Moody's fullyrðir að þetta hafi verið gert þar sem mikil hætta sé á að Írar þurfi annan björgunarpakka að tveimur árum liðnum, þegar áætlað er að núverandi björgunaraðgerðum linni, auk þess sem hagkerfið standi höllum fæti. Haft er eftir Richard Bruton, efnahagsráðherra landsins, að lækkun einkunnarinnar hafi skaðleg áhrif á efnahagslegan bata landsins, en margir írskir stjórnmálamenn eru æfir yfir ákvörðun matsfyrirtækisins. Bruton fullyrðir að Írland hafi verið á réttri leið, en hafi með niðurfærslu Moodys flækst í vandamál annarra veikari evruríkja. Hann sagði að ákvörðun fyrirtækisins væri ergjandi, en aðrir í æðstu stjórn ríkisins hafa sömuleiðis fullyrt að það væri óréttlátt að flokka ríkisskuldabréfin sem rusl og það stangaðist á við álit hinna matsfyrirtækjanna. Framkvæmdastjóri innri markaðar Evrópusambandsins fullyrðir að hann komi til með að kynna beinskeyttar aðgerðir til að takmarka vald matsfyrirtækjanna í haust, en Christine Lagarde, nýr yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur stungið upp á að þeim verði bannað að veita Evrópuríkjum sem nú þiggja efnahagslega aðstoð lánshæfiseinkunnir. Annar framkvæmdastjóri innan Evrópusambandsins hefur fullyrt að matsfyrirtækin myndi viðskiptahring sem þurfi að mala mélinu smærra, þar sem þau reyni nú að hlutast til um framtíð Evrópu og evrunnar. Erlendir fjölmiðlar hafa túlkað þessi ummæli sem beina stríðsyfirlýsingu Evrópskra stjórnmálamanna á hendur matsfyrirtækjunum.
Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf“ Atvinnulíf Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló Atvinnulíf Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira