Rétt að ákæra Geir 13. júní 2011 16:30 Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður VG. Mynd/GVA „Allt tal um að þetta hafi beinst að einum frekar en öðrum stenst ekki skoðun, né heldur tal um pólitíska herferð. Að öðru leyti vil ég ekki tjá mig um þetta og vísa til þess hvernig málið er komið. Ég held að menn gerðu rétt í að láta það fara sinn gang,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, um yfirlýsingar Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Landsdómur hefur verið kallaður saman í fyrsta sinn í sögunni og hefur Geir látið þung orð falla um forsendur ákærunnar og sakað Steingrím, Ögmund Jónasson og Atla Gíslason um pólitískar ofsóknir. Í helgarblaði Fréttablaðsins er rætt við Steingrím og hann spurður út í Landsdómsmálið. Hann segir umræðuna dapurlega. „Ég vil helst ekki ræða málin á þessum forsendum, mér finnst það of dapurlegt. Það er ágæt regla að menn tjái sig ekki of mikið um mál sem eru á leiðinni fyrir dómstóla, þau eru komin í ákveðinn farveg.“ Steingrímur minnir á að góð samstaða hafi náðst um skipun rannsóknarnefndar Alþingis og hún hafi komist að þeirri niðurstöðu að tólf manns hefðu gerst sekir um vanrækslu eða brot í starfi. Í lögunum um nefndina hafi verið komið inn á ábyrgð stjórnmálamanna og vitnað til stjórnarskrárákvæða um ráðherraábyrgð. Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að í niðurstöðum nefndarinnar gætu komið hlutir sem tengdust ábyrgð manna í þessum efnum. Þingmenn Vinstri grænna hafi verið samkvæmir sjálfum sér í gegnum alla atkvæðagreiðsluna. Viðtalið við Steingrím er hægt að lesa í heild sinni hér. Landsdómur Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
„Allt tal um að þetta hafi beinst að einum frekar en öðrum stenst ekki skoðun, né heldur tal um pólitíska herferð. Að öðru leyti vil ég ekki tjá mig um þetta og vísa til þess hvernig málið er komið. Ég held að menn gerðu rétt í að láta það fara sinn gang,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, um yfirlýsingar Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Landsdómur hefur verið kallaður saman í fyrsta sinn í sögunni og hefur Geir látið þung orð falla um forsendur ákærunnar og sakað Steingrím, Ögmund Jónasson og Atla Gíslason um pólitískar ofsóknir. Í helgarblaði Fréttablaðsins er rætt við Steingrím og hann spurður út í Landsdómsmálið. Hann segir umræðuna dapurlega. „Ég vil helst ekki ræða málin á þessum forsendum, mér finnst það of dapurlegt. Það er ágæt regla að menn tjái sig ekki of mikið um mál sem eru á leiðinni fyrir dómstóla, þau eru komin í ákveðinn farveg.“ Steingrímur minnir á að góð samstaða hafi náðst um skipun rannsóknarnefndar Alþingis og hún hafi komist að þeirri niðurstöðu að tólf manns hefðu gerst sekir um vanrækslu eða brot í starfi. Í lögunum um nefndina hafi verið komið inn á ábyrgð stjórnmálamanna og vitnað til stjórnarskrárákvæða um ráðherraábyrgð. Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að í niðurstöðum nefndarinnar gætu komið hlutir sem tengdust ábyrgð manna í þessum efnum. Þingmenn Vinstri grænna hafi verið samkvæmir sjálfum sér í gegnum alla atkvæðagreiðsluna. Viðtalið við Steingrím er hægt að lesa í heild sinni hér.
Landsdómur Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira