Óeirðir í Vancouver eftir sigur Bruins í Stanley Cup Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. júní 2011 13:30 Boston Bruins sigraði Vancouver Canucks 4-0 í oddaleik um Stanley-bikarinn í íshokkí í Vancouver í nótt. Það er óhætt að segja að stuðningsmenn heimaliðsins hafi tekið tapinu illa. Slagsmál brutust út á götum Vancouver og þurfti að kalla til óeirðarlögreglu sem beitti táragasi. Sigur Bruins kom nokkuð á óvart en Canucks þóttu sigurstranglegri fyrir úrslitaeinvígið. Leikurinn var sá sjöundi í afar spennandi úrslitaeinvígi þar sem hvort lið hafði unnið heimaleiki sína þrjá. Canucks var með besta árangurinn í deildarkeppninni og hafði því heimaleikjaréttinn. Liðið mætti þó ofjörlum sínum í gær. Markvörður Bruins, Tim Thomas, átti stórleik. Hann varði öll 37 skot Kanada-liðsins og var valinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar. Þetta er í fyrsta sinn í 39 ár sem Bruins tekst að landa titlinum en félagið er eitt sex sem voru til við stofnun NHL-deildarinnar. Canucks töldu sig eiga góða möguleika að landa sínum fyrsta titli í sögunni. Vonbrigðin leyndu sér ekki meðal stuðningsmannanna sem bauluðu hástöfum við bikarafhendinguna í leikslok. Nokkrir stuðningsmenn Canucks gengu skrefinu lengra á götum Vancouver að leik loknum. Rúður voru brotnar, bílum velt og glerflöskum kastað í átt að lögreglumönnum. Kalla þurfti til óeirðarlögregluna sem beitti táragasi til þess að sundra mannfjöldanum. „Það var mjög niðurdrepandi að sjá ofbeldið í miðbæ Vancouver eftir leikinn. Vancouver er borg í heimsklassa og ofbeldið og óeirðirnar eru til skammar,“ sagði Gregor Robertson borgarstjóri Vancouver. Erlendar Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Boston Bruins sigraði Vancouver Canucks 4-0 í oddaleik um Stanley-bikarinn í íshokkí í Vancouver í nótt. Það er óhætt að segja að stuðningsmenn heimaliðsins hafi tekið tapinu illa. Slagsmál brutust út á götum Vancouver og þurfti að kalla til óeirðarlögreglu sem beitti táragasi. Sigur Bruins kom nokkuð á óvart en Canucks þóttu sigurstranglegri fyrir úrslitaeinvígið. Leikurinn var sá sjöundi í afar spennandi úrslitaeinvígi þar sem hvort lið hafði unnið heimaleiki sína þrjá. Canucks var með besta árangurinn í deildarkeppninni og hafði því heimaleikjaréttinn. Liðið mætti þó ofjörlum sínum í gær. Markvörður Bruins, Tim Thomas, átti stórleik. Hann varði öll 37 skot Kanada-liðsins og var valinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar. Þetta er í fyrsta sinn í 39 ár sem Bruins tekst að landa titlinum en félagið er eitt sex sem voru til við stofnun NHL-deildarinnar. Canucks töldu sig eiga góða möguleika að landa sínum fyrsta titli í sögunni. Vonbrigðin leyndu sér ekki meðal stuðningsmannanna sem bauluðu hástöfum við bikarafhendinguna í leikslok. Nokkrir stuðningsmenn Canucks gengu skrefinu lengra á götum Vancouver að leik loknum. Rúður voru brotnar, bílum velt og glerflöskum kastað í átt að lögreglumönnum. Kalla þurfti til óeirðarlögregluna sem beitti táragasi til þess að sundra mannfjöldanum. „Það var mjög niðurdrepandi að sjá ofbeldið í miðbæ Vancouver eftir leikinn. Vancouver er borg í heimsklassa og ofbeldið og óeirðirnar eru til skammar,“ sagði Gregor Robertson borgarstjóri Vancouver.
Erlendar Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira