Alguersuari stefnir á vera meðal tíu fremstu á heimavelli 19. maí 2011 16:48 Jamie Alguersuari á fréttamannafundi á Spáni í dag. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Spánverjinn Jamie Alguersuari er á heimavelli á Katalóníu Formúlu 1 brautinni á Spáni um helgina, rétt eins og landi hans Fernando Alonso, sem er ætíð hylltur af heimamönnum. Alguersuari ekur með Torro Rosso og fær trúlega ekki sömu athygli og Alonso sem er í toppslagnum ár frá ári, en Alguersuari hefur keppt frá árinu 2009 í Formúlu 1. Alguersuari sat fyrir svörum á fréttamannafundi ásamt fleiri ökumönnum, en hann býr í Barcelona, en Katalóníu brautin er 35 km frá borginni. Árið 2009 varð hann yngsti ökumaður sögunnar til að keppa á Formúlu 1 bíl, þá 19 ára og 25 daga gamall, samkvæmt vefnum wilkipedia.com. Hann tók sæti Sebastian Bourdais hjá Torro Rosso frá og með ungverska kappakstrinum. Alguersuari nýtur þess að vera á heimavelli. „Það er góð tilfinning að aka hérna og sérstakt, þar sem ég hef áhorfendur og umhverfið og veðrið. Ég bý í Barcelona, í borginni, þannig að það er svalt fyrir mig að aka hingað og í mínum huga er þetta eitt besta mót ársins", sagði Alguersuari um mótssvæðið og eina mótið á árinu þar sem hann þarf ekki að ferðast um langan veg til að keppa. Alguersuari vonast líka eftir því að snúa gengi sínu til betri vegar í mótum. „Af einni eða annarri ástæðu hefur byrjunin ekki verið sem best, en vonandi getum við lokið keppni í stigasæti. Við sjáum hvað keppnisáætlunin gerir okkur kleift varðandi hvernig dekkin slitna og slíkt. Þannig að við getum náð í stig og snúið tímabilinu til betri vegar. Þá gætum við náð í stig í Mónakó og næstu mótum á eftir." „Markmiðið er að vera meðal tíu fremstu og við höfum sýnt að við höfum möguleika á því. Bíllinn er samkeppnisfærari í ár en í fyrra, sérstaklega á laugardögum, í tímatökum, en ég hef átt erfitt uppdráttar í kappakstrinum", sagði Alguersuari. Hann varði tveimur dögum í ökuhermi Red Bull liðsins i Milton Keynes í Bretladoi, eftir keppnina í Tyrklandi á dögunum. Alguersuari sagðist hafa ekið brautina á Spáni og í Mónakó í herminum. Formúla Íþróttir Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Spánverjinn Jamie Alguersuari er á heimavelli á Katalóníu Formúlu 1 brautinni á Spáni um helgina, rétt eins og landi hans Fernando Alonso, sem er ætíð hylltur af heimamönnum. Alguersuari ekur með Torro Rosso og fær trúlega ekki sömu athygli og Alonso sem er í toppslagnum ár frá ári, en Alguersuari hefur keppt frá árinu 2009 í Formúlu 1. Alguersuari sat fyrir svörum á fréttamannafundi ásamt fleiri ökumönnum, en hann býr í Barcelona, en Katalóníu brautin er 35 km frá borginni. Árið 2009 varð hann yngsti ökumaður sögunnar til að keppa á Formúlu 1 bíl, þá 19 ára og 25 daga gamall, samkvæmt vefnum wilkipedia.com. Hann tók sæti Sebastian Bourdais hjá Torro Rosso frá og með ungverska kappakstrinum. Alguersuari nýtur þess að vera á heimavelli. „Það er góð tilfinning að aka hérna og sérstakt, þar sem ég hef áhorfendur og umhverfið og veðrið. Ég bý í Barcelona, í borginni, þannig að það er svalt fyrir mig að aka hingað og í mínum huga er þetta eitt besta mót ársins", sagði Alguersuari um mótssvæðið og eina mótið á árinu þar sem hann þarf ekki að ferðast um langan veg til að keppa. Alguersuari vonast líka eftir því að snúa gengi sínu til betri vegar í mótum. „Af einni eða annarri ástæðu hefur byrjunin ekki verið sem best, en vonandi getum við lokið keppni í stigasæti. Við sjáum hvað keppnisáætlunin gerir okkur kleift varðandi hvernig dekkin slitna og slíkt. Þannig að við getum náð í stig og snúið tímabilinu til betri vegar. Þá gætum við náð í stig í Mónakó og næstu mótum á eftir." „Markmiðið er að vera meðal tíu fremstu og við höfum sýnt að við höfum möguleika á því. Bíllinn er samkeppnisfærari í ár en í fyrra, sérstaklega á laugardögum, í tímatökum, en ég hef átt erfitt uppdráttar í kappakstrinum", sagði Alguersuari. Hann varði tveimur dögum í ökuhermi Red Bull liðsins i Milton Keynes í Bretladoi, eftir keppnina í Tyrklandi á dögunum. Alguersuari sagðist hafa ekið brautina á Spáni og í Mónakó í herminum.
Formúla Íþróttir Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira