Massa: Mikilvægt að taka framfaraskref 5. maí 2011 15:23 Felipe Massa á fréttamannafundi á Istanbúl brautinni í dag. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Felipe Massa vonar að nýir fram og afturvængir sem Ferrari er mætt með á Formúlu 1 mótssvæðið í Tyrklandi muni bæta gengi liðsins, en Ferrari hefur ekki unnið mót á þessu ári. Mótið í Tyrklandi er það fjórða á keppnistímabilinu og er keppt á Istabúl Park brautinni, en Massa hefur þrívegis unnið mótið. Keppt hefur verið á brautinni í sex skipti. „Ég vona að við tökum áhugvert skref. Við höfum náð góðum árangri í mótum miðað við útkomuna í tímatökum, þannig að ég vona að við getum tekið skref til að keppa við Red Bull, sem er mjög öflugt. Það eru allir að reyna bæta bílinn", sagði Massa í frétt á autosport.com í dag. „Það er alltaf erfitt að segja til um hvernig nýir hlutir nýtast. Það er alltaf erfitt að segja til um hvernig þetta verður. Við höfum hugmynd um hvernig nýir hlutir virka, en vitum ekki hvað önnur lið eru að gera. Ég vona að við tökum stærra framfaraskref en aðrir." Massa vann mótið í Tyrklandi þrjú ár í röð, frá 2006-2008 með Ferrari. „Ég átti góð ár á frábærum bílum, að berjast og sigra frá upphafi. En við áttum erfitt 2009. Það er líka ljóst að við gefumst aldrei upp, en munurinn er talsverður og við verðum að hafa báðar fætur á jörðinni og vinna að því að bæta bílinn og gera betur í tímatökum." „Í sjálfum kappakstursmótum höfum við verið samkeppnisfærari í samanburði við tímatökuna og ef við skoðum hve mörg stig Sebastian og lið hans er með, þá er mikilvæg fyrir okkur að taka framfaraskref og vera nærri báráttunni", sagði Massa. Formúla Íþróttir Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti Fleiri fréttir Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Felipe Massa vonar að nýir fram og afturvængir sem Ferrari er mætt með á Formúlu 1 mótssvæðið í Tyrklandi muni bæta gengi liðsins, en Ferrari hefur ekki unnið mót á þessu ári. Mótið í Tyrklandi er það fjórða á keppnistímabilinu og er keppt á Istabúl Park brautinni, en Massa hefur þrívegis unnið mótið. Keppt hefur verið á brautinni í sex skipti. „Ég vona að við tökum áhugvert skref. Við höfum náð góðum árangri í mótum miðað við útkomuna í tímatökum, þannig að ég vona að við getum tekið skref til að keppa við Red Bull, sem er mjög öflugt. Það eru allir að reyna bæta bílinn", sagði Massa í frétt á autosport.com í dag. „Það er alltaf erfitt að segja til um hvernig nýir hlutir nýtast. Það er alltaf erfitt að segja til um hvernig þetta verður. Við höfum hugmynd um hvernig nýir hlutir virka, en vitum ekki hvað önnur lið eru að gera. Ég vona að við tökum stærra framfaraskref en aðrir." Massa vann mótið í Tyrklandi þrjú ár í röð, frá 2006-2008 með Ferrari. „Ég átti góð ár á frábærum bílum, að berjast og sigra frá upphafi. En við áttum erfitt 2009. Það er líka ljóst að við gefumst aldrei upp, en munurinn er talsverður og við verðum að hafa báðar fætur á jörðinni og vinna að því að bæta bílinn og gera betur í tímatökum." „Í sjálfum kappakstursmótum höfum við verið samkeppnisfærari í samanburði við tímatökuna og ef við skoðum hve mörg stig Sebastian og lið hans er með, þá er mikilvæg fyrir okkur að taka framfaraskref og vera nærri báráttunni", sagði Massa.
Formúla Íþróttir Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti Fleiri fréttir Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira