Áfram-hópurinn: Segjum Já við Icesave 24. mars 2011 14:30 Áfram-hópurinn kynnti stefnumál sín á blaðamannafundi á Kjarvalsstöðum fyrr í dag. Áfram-hópurinn er þverpólitísk grasrótarsamtök fólks sem kýs að taka ábyrga og upplýsta afstöðu gagnvart Icesave-samningi Íslendinga við Breta og Hollendinga. Besta leiðin í stöðunni, að mati hópsins, er að segja „Já" í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl. Þannig verði horfið frá stöðnun og stórt skref stigið fram á við til enduruppbyggingar efnahags- og atvinnulífsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Áfram-hópnum. Á fundinum voru mættir 14 aðstandendur hópsins - en aðstandendahópurinn telur þegar 60 manns, víðsvegar að úr þjóðfélaginu. Dóra Sif Tynes, lögmaður, flutti opnunarávarp, þar sem hún sagði hópinn sammála um það að farsælast og áhættuminnst væri að ljúka Icesave-málinu með þeim samningum sem nú liggja fyrir. „Sátt í þessu máli verður ekki náð nema að fram fari málefnaleg og heildstæð umræða um málið, þar sem öll sjónarmið koma fram svo fólk geti tekið upplýsta ákvörðun á kjördag," sagði Dóra.Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, sagði Icesave-málið geta skipt máli við þær viðræður um kjarasamninga sem nú standa yfir.Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, sagði Icesave-málið geta skipt máli við þær viðræður um kjarasamninga sem nú standa yfir. „Fyrirtæki hafa ekki aðgang að erlendum lánamörkuðum, sem er forsenda þess að koma efnahagslífinu af stað og endurheimta þann kaupmátt sem við höfum tapað. Þar stendur Icesave í veginum. Við teljum því Icesave vera hluta af okkar kjarabaráttu." Margrét Kristmannsdóttir sagði spurninguna um lagaskyldu Íslendinga til greiðslu löngu vera orðna að aukaatriði. „Icesave snýst um lífskjör okkar á komandi árum, um að stækka kökuna, svo það verði meira til skiptana fyrir okkur öll." Að lokum sagði Gunnar Ellert Geirsson, framkvæmdastjóri í Reykjanesbæ, Suðurnesjamenn þekkja af eigin raun hversu mikil þörf er til að koma fjárfestingu í atvinnulífinu af stað. „Ég segi já við Icesave vegna framtíðarinnar," sagði Gunnar Ellert. Áfram-hópurinn heldur úti heimasíðunni afram.is, þar sem hægt er að fræðast frekar um afstöðu aðstandenda hans til samningsins. Icesave Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Áfram-hópurinn kynnti stefnumál sín á blaðamannafundi á Kjarvalsstöðum fyrr í dag. Áfram-hópurinn er þverpólitísk grasrótarsamtök fólks sem kýs að taka ábyrga og upplýsta afstöðu gagnvart Icesave-samningi Íslendinga við Breta og Hollendinga. Besta leiðin í stöðunni, að mati hópsins, er að segja „Já" í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl. Þannig verði horfið frá stöðnun og stórt skref stigið fram á við til enduruppbyggingar efnahags- og atvinnulífsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Áfram-hópnum. Á fundinum voru mættir 14 aðstandendur hópsins - en aðstandendahópurinn telur þegar 60 manns, víðsvegar að úr þjóðfélaginu. Dóra Sif Tynes, lögmaður, flutti opnunarávarp, þar sem hún sagði hópinn sammála um það að farsælast og áhættuminnst væri að ljúka Icesave-málinu með þeim samningum sem nú liggja fyrir. „Sátt í þessu máli verður ekki náð nema að fram fari málefnaleg og heildstæð umræða um málið, þar sem öll sjónarmið koma fram svo fólk geti tekið upplýsta ákvörðun á kjördag," sagði Dóra.Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, sagði Icesave-málið geta skipt máli við þær viðræður um kjarasamninga sem nú standa yfir.Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, sagði Icesave-málið geta skipt máli við þær viðræður um kjarasamninga sem nú standa yfir. „Fyrirtæki hafa ekki aðgang að erlendum lánamörkuðum, sem er forsenda þess að koma efnahagslífinu af stað og endurheimta þann kaupmátt sem við höfum tapað. Þar stendur Icesave í veginum. Við teljum því Icesave vera hluta af okkar kjarabaráttu." Margrét Kristmannsdóttir sagði spurninguna um lagaskyldu Íslendinga til greiðslu löngu vera orðna að aukaatriði. „Icesave snýst um lífskjör okkar á komandi árum, um að stækka kökuna, svo það verði meira til skiptana fyrir okkur öll." Að lokum sagði Gunnar Ellert Geirsson, framkvæmdastjóri í Reykjanesbæ, Suðurnesjamenn þekkja af eigin raun hversu mikil þörf er til að koma fjárfestingu í atvinnulífinu af stað. „Ég segi já við Icesave vegna framtíðarinnar," sagði Gunnar Ellert. Áfram-hópurinn heldur úti heimasíðunni afram.is, þar sem hægt er að fræðast frekar um afstöðu aðstandenda hans til samningsins.
Icesave Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira