Viktor: Vill alltaf gera betur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. mars 2011 08:30 Bræðurnir Róbert og Viktor (til hægri) Kristmannssynir. Mynd/Daníel Viktor Kristmannsson, fimleikakappi úr Gerplu, segist vera ánægður með árangurinn á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum um helgina þó svo að alltaf megi gera betur. Viktor varð Íslandsmeistari í fjölþraut á laugardaginn í alls tíunda skiptið í ferlinum og níunda árið í röð. Hann háði harða keppni við bróður sinn, Róbert, en hafði að lokum betur. Hann vann svo til tvennra gullverðlauna í gær, fyrir æfingar á boga og í hringjum, og fékk silfur fyrir gólfæfingar. „Þetta hafðist en ég var mjög stressaður fyrir mótið. Ég var því mjög ánægður með helgina," sagði Viktor í samtali við Vísi en hann tók sér sjö mánaða frí frá æfingum á síðasta ári. „Ég ákvað að hætta eftir Norðurlandamótið í apríl á síðasta ári og byrjaði ég ekki aftur fyrr en um miðjan nóvember. Þá ákvað ég að hella mér út í þetta af fullum krafti og koma mér á úrtökumót fyrir Ólympíuleikana 2012." Hann segist vera nokkuð ánægður með hvernig hann stendur í dag. „Maður er svo harður við sjálfan sig og vill auðvitað alltaf gera betur. En ég er þokkalega sáttur við það sem ég var að gera um helgina. Ég hafði ekki rosalega langan tíma til að undirbúa mig fyrir mótið en nýtti hann vel." Meðal þess sem hann gerði var að æfa aftur undir sínum gamla þjálfara sem þjálfaði einnig Rúnar Alexandersson á sínum tíma. Þá fór hann til Finnlands og æfði með finnska landsliðinu í þrjár vikur. „Það hjápaði mér að ná mínu gamla formi og gott betur. Ég kom því vel undirbúinn í mótið um helgina. Svo verður bara haldið áfram en næst á dagskrá er Evrópumeistaramótið í Þýskalandi eftir þrjár vikur." „Þar mun ég sjá hvað ég þarf að bæta mig mikið til að komast á Ólympíuleikana. Mig langar mjög mikið til að komast í hóp 24 bestu í fjölþrautinni og er það mitt aðalmarkmið. Ég hef mjög oft verið nálægt því og nú verður allt lagt undir svo að það takist." Viktor stefnir á því að komast á Ólympíuleikana sem keppandi í fjölþraut því það sé nánast ógerlegt að komast í hóp þeirra bestu í einstökum áhöldum. „Það er ekki raunhæft. Það eru menn úti í heimi sem fá borgað fyrir þetta og gera ekkert annað en æfa fimleika. Ég nálgast þetta eins og tugþrautarkappi og reyni frekar að vera góður í mörgu. Það er það eina sem virkar hjá mér." Innlendar Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Sjá meira
Viktor Kristmannsson, fimleikakappi úr Gerplu, segist vera ánægður með árangurinn á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum um helgina þó svo að alltaf megi gera betur. Viktor varð Íslandsmeistari í fjölþraut á laugardaginn í alls tíunda skiptið í ferlinum og níunda árið í röð. Hann háði harða keppni við bróður sinn, Róbert, en hafði að lokum betur. Hann vann svo til tvennra gullverðlauna í gær, fyrir æfingar á boga og í hringjum, og fékk silfur fyrir gólfæfingar. „Þetta hafðist en ég var mjög stressaður fyrir mótið. Ég var því mjög ánægður með helgina," sagði Viktor í samtali við Vísi en hann tók sér sjö mánaða frí frá æfingum á síðasta ári. „Ég ákvað að hætta eftir Norðurlandamótið í apríl á síðasta ári og byrjaði ég ekki aftur fyrr en um miðjan nóvember. Þá ákvað ég að hella mér út í þetta af fullum krafti og koma mér á úrtökumót fyrir Ólympíuleikana 2012." Hann segist vera nokkuð ánægður með hvernig hann stendur í dag. „Maður er svo harður við sjálfan sig og vill auðvitað alltaf gera betur. En ég er þokkalega sáttur við það sem ég var að gera um helgina. Ég hafði ekki rosalega langan tíma til að undirbúa mig fyrir mótið en nýtti hann vel." Meðal þess sem hann gerði var að æfa aftur undir sínum gamla þjálfara sem þjálfaði einnig Rúnar Alexandersson á sínum tíma. Þá fór hann til Finnlands og æfði með finnska landsliðinu í þrjár vikur. „Það hjápaði mér að ná mínu gamla formi og gott betur. Ég kom því vel undirbúinn í mótið um helgina. Svo verður bara haldið áfram en næst á dagskrá er Evrópumeistaramótið í Þýskalandi eftir þrjár vikur." „Þar mun ég sjá hvað ég þarf að bæta mig mikið til að komast á Ólympíuleikana. Mig langar mjög mikið til að komast í hóp 24 bestu í fjölþrautinni og er það mitt aðalmarkmið. Ég hef mjög oft verið nálægt því og nú verður allt lagt undir svo að það takist." Viktor stefnir á því að komast á Ólympíuleikana sem keppandi í fjölþraut því það sé nánast ógerlegt að komast í hóp þeirra bestu í einstökum áhöldum. „Það er ekki raunhæft. Það eru menn úti í heimi sem fá borgað fyrir þetta og gera ekkert annað en æfa fimleika. Ég nálgast þetta eins og tugþrautarkappi og reyni frekar að vera góður í mörgu. Það er það eina sem virkar hjá mér."
Innlendar Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Sjá meira