Lán í Búðarháls skilyrt - Icesave hangir á spýtunni 17. mars 2011 11:32 Frá Búðarhálsvirkjun. Lán sem Landsvirkjun gætið fengið frá Norræna fjárfestingarbankanum til að fjármagna Búðarhálsvirkjun er háð því skilyrði að önnur fjármögnun takist. Í raun gæti fyrirvarinn þýtt að lánið fáist ekki nema Icesave-deilan leysist. Landsvirkjun og Norræni fjárfestingabankinn undirrituðu í gær lánasamning til sextán ára upp á 70 milljónir bandaríkjadollara, eða sem svarar 8,6 milljörðum króna. Láninu er ætlað að fjármagna Búðarhálsvirkjun og nemur lánsfjárhæðin um þriðjungi þeirra 26 milljarða króna sem virkjunin mun kosta, en áformað er að hún verði öll fjármögnuð með lántöku. Þetta er ekki aðeins fyrsta lánið til virkjunarinnar heldur jafnframt fyrsta lánið sem Norræni fjárfestingarbankinn veitir til íslensks fyrirtækis frá bankahruninu í október 2008. Lánið er þó skilyrt, og staðfestir Ragna Sara Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, að lánveitingin sé háð því að fjármögnun Búðarhálsvirkjunar takist að öðru leyti. Í því sambandi skal rifjað upp að Evrópski fjárfestingarbankinn hefur allt frá því í fyrravor neitað að afgreiða lán til Landsvirkjunar vegna Búðarháls með þeim óformlegu skilaboðum að stjórn bankans vilji fyrst sjá fram á lausn Icesave-deilu Íslendinga við Breta og Hollendinga. Þegar Ragna Sara er spurð hvort þetta þýði í raun að lánið frá Norræna fjárfestingarbankum sé háð lausn Icesave-deilunnar, svarar hún að svo þurfi ekki endilega að vera. Aðrir möguleikar á lánum séu til skoðunar og Landsvirkjun sé bjartsýn á að fjármögnun takist á næstunni. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra fór varlega í að fagna á Alþingi í morgun: "Það er ánægjulegt að þetta sé í höfn. En það er ekki þar með sagt að hér sé búið að losa um það að við fáum bara greiðlega inn lánafyrirgreiðslur erlendis frá. Ég hygg að við þurfum að klára Icesave-málið til að það sé með þeim hætti að það sé viðunandi," sagði Jóhanna. Icesave Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Lán sem Landsvirkjun gætið fengið frá Norræna fjárfestingarbankanum til að fjármagna Búðarhálsvirkjun er háð því skilyrði að önnur fjármögnun takist. Í raun gæti fyrirvarinn þýtt að lánið fáist ekki nema Icesave-deilan leysist. Landsvirkjun og Norræni fjárfestingabankinn undirrituðu í gær lánasamning til sextán ára upp á 70 milljónir bandaríkjadollara, eða sem svarar 8,6 milljörðum króna. Láninu er ætlað að fjármagna Búðarhálsvirkjun og nemur lánsfjárhæðin um þriðjungi þeirra 26 milljarða króna sem virkjunin mun kosta, en áformað er að hún verði öll fjármögnuð með lántöku. Þetta er ekki aðeins fyrsta lánið til virkjunarinnar heldur jafnframt fyrsta lánið sem Norræni fjárfestingarbankinn veitir til íslensks fyrirtækis frá bankahruninu í október 2008. Lánið er þó skilyrt, og staðfestir Ragna Sara Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, að lánveitingin sé háð því að fjármögnun Búðarhálsvirkjunar takist að öðru leyti. Í því sambandi skal rifjað upp að Evrópski fjárfestingarbankinn hefur allt frá því í fyrravor neitað að afgreiða lán til Landsvirkjunar vegna Búðarháls með þeim óformlegu skilaboðum að stjórn bankans vilji fyrst sjá fram á lausn Icesave-deilu Íslendinga við Breta og Hollendinga. Þegar Ragna Sara er spurð hvort þetta þýði í raun að lánið frá Norræna fjárfestingarbankum sé háð lausn Icesave-deilunnar, svarar hún að svo þurfi ekki endilega að vera. Aðrir möguleikar á lánum séu til skoðunar og Landsvirkjun sé bjartsýn á að fjármögnun takist á næstunni. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra fór varlega í að fagna á Alþingi í morgun: "Það er ánægjulegt að þetta sé í höfn. En það er ekki þar með sagt að hér sé búið að losa um það að við fáum bara greiðlega inn lánafyrirgreiðslur erlendis frá. Ég hygg að við þurfum að klára Icesave-málið til að það sé með þeim hætti að það sé viðunandi," sagði Jóhanna.
Icesave Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira