Vilja koma á fót risavaxinni járnnámu á Grænlandi 25. febrúar 2011 07:44 Breska námufélagið London Mining vill koma á fót risastórri járnnámu á Grænlandi um 150 kílómetra norðaustur af höfuðstaðnum Nuuk. Fjallað er um málið í dönskum fjölmiðlum í morgun. Þar segir að London Mining telji að hægt sé að vinna um 15 milljónir tonna af járngrýti árlega á þessu svæði. Verðmæti útflutningsins á járninu myndi því nema tugum milljarða króna á ári en námufélagið telur að hægt verði að vinna þetta magn af járngrýti árlega næstu 15 árin. Talið er að um 1.000 manns muni hafa vinnu við að koma námunni í gangið en fyrir utan sjálfa vinnsluna þarf meðal annars að leggja járnbrautarspor frá námunni og byggja stórskipahöfn í næsta firði við hana. Eftir að náman er komin í gagnið er reiknað með að 500 til 700 manns fái vinnu við sjálfa vinnsluna. Nú er beðið eftir heimild frá grænlensku heimastjórninni um að hefjast handa. Náman gæti komið efnahagslífi Íslands til góða þar sem Flugfélag Íslands flýgur til Nuuk og reikna má með að flutningur á starfsmönnum námunnar til og frá henni fari í gegnum Ísland að talsverðu leyti. Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Breska námufélagið London Mining vill koma á fót risastórri járnnámu á Grænlandi um 150 kílómetra norðaustur af höfuðstaðnum Nuuk. Fjallað er um málið í dönskum fjölmiðlum í morgun. Þar segir að London Mining telji að hægt sé að vinna um 15 milljónir tonna af járngrýti árlega á þessu svæði. Verðmæti útflutningsins á járninu myndi því nema tugum milljarða króna á ári en námufélagið telur að hægt verði að vinna þetta magn af járngrýti árlega næstu 15 árin. Talið er að um 1.000 manns muni hafa vinnu við að koma námunni í gangið en fyrir utan sjálfa vinnsluna þarf meðal annars að leggja járnbrautarspor frá námunni og byggja stórskipahöfn í næsta firði við hana. Eftir að náman er komin í gagnið er reiknað með að 500 til 700 manns fái vinnu við sjálfa vinnsluna. Nú er beðið eftir heimild frá grænlensku heimastjórninni um að hefjast handa. Náman gæti komið efnahagslífi Íslands til góða þar sem Flugfélag Íslands flýgur til Nuuk og reikna má með að flutningur á starfsmönnum námunnar til og frá henni fari í gegnum Ísland að talsverðu leyti.
Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira