Frank Hvam með uppistand í Háskólabíói 19. ágúst 2010 09:15 Sérstakir félagar Frank Hvam kemur til Íslands í heimsókn til Frímanns Gunnarssonar og treður upp á sérstöku skemmtikvöldi í Háskólabíói ásamt þekktum norrænum uppistöndurum. Frank Hvam verður meðal gesta Frímanns Gunnarssonar á sérstöku uppistandskvöldi þann 29. september í stóra sal Háskólabíós. „Þetta verður brjáluð kvöldstund með Frímanni,“ segir Gunnar Hansson, skapari ólíkindatólsins. Meðal annarra sem koma fram má nefna Dagfinn Lyngbo frá Noregi og borgarstjórann Jón Gnarr en allir eiga þeir það sameiginlegt að koma fram í nýjum sjónvarpsþætti Frímanns sem frumsýndur verður á Stöð 2 sunnudaginn 19. september. „Matt Berry, fulltrúi Bretlands í þáttunum, langaði mikið til að koma en gat það ekki vegna anna.“ Gunnar segir uppsetninguna verða svipaða og hjá spjallþáttastjórnendunum Jay Leno og David Letterman. Frímann fái til sín góða gesti í sófa sem staðsettur verður á sviðinu, spjalli lítilega við þá um daginn og veginn og svo troði þeir upp með gamanmál. Hljómsveit, skipuð þeim Birgi Ísleifi Gunnarssyni úr Motion Boys og Gísla Galdri, verður á sviðinu og tekur virkan þátt í sýningunni. Gunnar tekur fram að erlendu stjörnurnar muni flytja sitt grín á ensku. „Þótt flestir séu vel að sér í Norðurlandamálum þá byggist grín á svolítið hröðu máli og þá getur verið erfitt að fylgja brandaranum eftir.“ Sjálfur kynntist Gunnar því vel þegar hann fór og sá uppistandssýningu Frank Hvam í Danmörku, hann gat fylgt bröndurunum eftir alveg þangað til að aðalpunktinum kom, þá missti hann þráðinn á meðan allir í kringum hann sprungu úr hlátri. Gunnar segir það hafa verið algjört lykilatriði að fá Frank Hvam til að troða upp en Hvam er auðvitað önnur af aðalstjörnum dönsku gamanþáttaraðarinnar Klovn sem sýnd hefur verið við miklar vinsældir hér á landi. „Hann er búinn að vera mjög upptekinn við tökur á myndinni um þá Klovn-félaga en þegar við sáum fram á að þessi dagur væri laus þá stukkum við til,“ segir Gunnar en bætir því við að hinir skemmtikraftarnir séu engu síðri, þeir séu bara ekki jafn þekktir hér á landi. Að öllum líkindum mun Ari Eldjárn hita upp fyrir sýninguna og þá kemur til landsins Linda Mahala, þekkt í heimalandi sínu Noregi. „Það er alveg frábært að fá konu þótt Frímann sjálfur verði ekkert hrifinn af því,“ segir Gunnar. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Kim féll Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
Frank Hvam verður meðal gesta Frímanns Gunnarssonar á sérstöku uppistandskvöldi þann 29. september í stóra sal Háskólabíós. „Þetta verður brjáluð kvöldstund með Frímanni,“ segir Gunnar Hansson, skapari ólíkindatólsins. Meðal annarra sem koma fram má nefna Dagfinn Lyngbo frá Noregi og borgarstjórann Jón Gnarr en allir eiga þeir það sameiginlegt að koma fram í nýjum sjónvarpsþætti Frímanns sem frumsýndur verður á Stöð 2 sunnudaginn 19. september. „Matt Berry, fulltrúi Bretlands í þáttunum, langaði mikið til að koma en gat það ekki vegna anna.“ Gunnar segir uppsetninguna verða svipaða og hjá spjallþáttastjórnendunum Jay Leno og David Letterman. Frímann fái til sín góða gesti í sófa sem staðsettur verður á sviðinu, spjalli lítilega við þá um daginn og veginn og svo troði þeir upp með gamanmál. Hljómsveit, skipuð þeim Birgi Ísleifi Gunnarssyni úr Motion Boys og Gísla Galdri, verður á sviðinu og tekur virkan þátt í sýningunni. Gunnar tekur fram að erlendu stjörnurnar muni flytja sitt grín á ensku. „Þótt flestir séu vel að sér í Norðurlandamálum þá byggist grín á svolítið hröðu máli og þá getur verið erfitt að fylgja brandaranum eftir.“ Sjálfur kynntist Gunnar því vel þegar hann fór og sá uppistandssýningu Frank Hvam í Danmörku, hann gat fylgt bröndurunum eftir alveg þangað til að aðalpunktinum kom, þá missti hann þráðinn á meðan allir í kringum hann sprungu úr hlátri. Gunnar segir það hafa verið algjört lykilatriði að fá Frank Hvam til að troða upp en Hvam er auðvitað önnur af aðalstjörnum dönsku gamanþáttaraðarinnar Klovn sem sýnd hefur verið við miklar vinsældir hér á landi. „Hann er búinn að vera mjög upptekinn við tökur á myndinni um þá Klovn-félaga en þegar við sáum fram á að þessi dagur væri laus þá stukkum við til,“ segir Gunnar en bætir því við að hinir skemmtikraftarnir séu engu síðri, þeir séu bara ekki jafn þekktir hér á landi. Að öllum líkindum mun Ari Eldjárn hita upp fyrir sýninguna og þá kemur til landsins Linda Mahala, þekkt í heimalandi sínu Noregi. „Það er alveg frábært að fá konu þótt Frímann sjálfur verði ekkert hrifinn af því,“ segir Gunnar. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Kim féll Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira