Borgarstjóri tekur ástfóstri við íslenskan hátískujakka 2. október 2010 12:30 Jón Gnarr og jakkarnir tveir Jón klæddist gráa jakkanum þegar sumarið stóð sem hæst. Hann kynnti dagskrá menningarnætur í honum og hlustaði á kröfur sjúkraflutningamanna. Þegar tók að hausta fór að bera meira á svarta jakkanum en hvíti saumurinn nýtur sín betur á honum. Á sumum myndum má sjá glitta í hina marglitu ermahnappa sem vakið hafa mikla athygli. Það er fatahönnunarfyrirtækið Private Label sem á heiðurinn af þessum jökkum. „Ég sá mann í svona jakka niðri í bæ og stoppaði hann, vildi fá að vita hvar hann hefði fengið hann því þetta væri flottasti jakki sem ég hefði séð," segir Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur. Jakki sem Jón Gnarr hefur klæðst við opinberar athafnir og blaðamannafundi síðan hann tók við lyklavöldum í Ráðhúsinu hefur vakið mikla athygli. Jón upplýsir reyndar strax að um sé að ræða tvo jakka; annar sé svartur og hinn grár. „Þetta eru jakkar sem eru hannaðir og saumaðir á Íslandi af fyrirtæki sem heitir Private Label. Ég held að það séu einhverjir krakkar sem kaupa upp lager af efni og sauma svona jakka. Það eru því engir tveir jakkar eins," útskýrir Jón en hvítur saumur og marglitir ermahnappar hafa skorið sig sérstaklega úr. „Þetta er jakki á sparitrúð og ég er svona sparitrúður og er þar af leiðandi í sparitrúðajakka," útskýrir Jón en jakkarnir fást í versluninni Kúltúr og kosta litlar þrjátíu þúsund krónur. „Ég á líka vetrarfrakka frá þessu sama merki en það skipti mig nokkru máli að þetta væri algjörlega íslensk framleiðsla og saumaskapur. Það er einhver skapandi og gefandi hugsun í jakkanum og það er hreinlega bara gaman að vera í honum," útskýrir Jón, sem hefur komið fram í jakkanum bæði í evrópskum og bandarískum fjölmiðlum en þeir hafa sýnt borgarstjóranum nýja mikinn áhuga. Haft hefur verið á orði hversu miklum stakkaskiptum fatasmekkur Jóns hafi tekið. Ólíkt því sem flestir kynnu að halda þá segist Jón alltaf hafa verið frekar ákveðinn í fatamálum. „Ég hef alltaf haft miklar skoðanir á því í hverju ég er," segir Jón. Og ef fólk heldur að jakkinn sé toppurinn á fatavali Jóns Gnarr skjátlast hinum sömu hrapallega. „Ég er nefnilega að láta prjóna á mig alvöru lopapeysu með íslenska anarkímerkinu á." freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
„Ég sá mann í svona jakka niðri í bæ og stoppaði hann, vildi fá að vita hvar hann hefði fengið hann því þetta væri flottasti jakki sem ég hefði séð," segir Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur. Jakki sem Jón Gnarr hefur klæðst við opinberar athafnir og blaðamannafundi síðan hann tók við lyklavöldum í Ráðhúsinu hefur vakið mikla athygli. Jón upplýsir reyndar strax að um sé að ræða tvo jakka; annar sé svartur og hinn grár. „Þetta eru jakkar sem eru hannaðir og saumaðir á Íslandi af fyrirtæki sem heitir Private Label. Ég held að það séu einhverjir krakkar sem kaupa upp lager af efni og sauma svona jakka. Það eru því engir tveir jakkar eins," útskýrir Jón en hvítur saumur og marglitir ermahnappar hafa skorið sig sérstaklega úr. „Þetta er jakki á sparitrúð og ég er svona sparitrúður og er þar af leiðandi í sparitrúðajakka," útskýrir Jón en jakkarnir fást í versluninni Kúltúr og kosta litlar þrjátíu þúsund krónur. „Ég á líka vetrarfrakka frá þessu sama merki en það skipti mig nokkru máli að þetta væri algjörlega íslensk framleiðsla og saumaskapur. Það er einhver skapandi og gefandi hugsun í jakkanum og það er hreinlega bara gaman að vera í honum," útskýrir Jón, sem hefur komið fram í jakkanum bæði í evrópskum og bandarískum fjölmiðlum en þeir hafa sýnt borgarstjóranum nýja mikinn áhuga. Haft hefur verið á orði hversu miklum stakkaskiptum fatasmekkur Jóns hafi tekið. Ólíkt því sem flestir kynnu að halda þá segist Jón alltaf hafa verið frekar ákveðinn í fatamálum. „Ég hef alltaf haft miklar skoðanir á því í hverju ég er," segir Jón. Og ef fólk heldur að jakkinn sé toppurinn á fatavali Jóns Gnarr skjátlast hinum sömu hrapallega. „Ég er nefnilega að láta prjóna á mig alvöru lopapeysu með íslenska anarkímerkinu á." freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira