Besta erlenda platan 2009 Dr. Gunni skrifar 5. janúar 2010 04:15 Samvinnuhópur dýranna. Álitsgjöfum Fréttablaðsins finnst áttunda plata Animal Collective, Merriweather Post Pavilion, besta plata ársins. Þegar Fréttablaðið leitaði til valinna sérfræðinga til að velja bestu erlendu plötur ársins 2009 kom í ljós að lítill samhljómur var meðal sérfræðinganna. Besta platan kom frá bandarísku borginni Baltimore. Nokkuð jafnt er á toppnum í ár, aðeins eitt stig skilur að tvær efstu plöturnar. Eins og oft áður er breiddin mikil á listanum og mjög margar plötur fá aðeins eina tilnefningu.1. Animal Collective - Merriweather Post Pavilion (19 stig)Besta plata ársins er áttunda platan með Baltimore-sveitinni Animal Collective, Merriweather Post Pavilion. Platan hefur fengið gríðarlega góða dóma og er víða í efsta sætinu yfir bestu plötur ársins. Tónlistarlega er þetta poppaðasta plata þessarar tilraunaglöðu hljómsveitar, útkoman einhvers konar tuttugustu og fyrstu aldar samsuða úr barokk-poppi Beach Boys og sýrurokki Pink Floyd. 2. The XX - XX (18 stig)Í öðru sæti er Lundúnabandið The XX með frumraun sína XX. Platan sækir áhrif í nýbylgjurokk 9. áratugarins og Bristol-senuna í kringum 1995, er full af draumkenndri tónlist og var meðal annars valin besta plata ársins af gagnrýnendum The Guardian.3. Dirty Projectors - Bitte Orca (16 stig)Í þriðja sæti er Bitte Orca með Dirty Projectors frá Brooklyn. Dave Longstreth er forsprakki sveitarinnar og tónlistin mjög frumleg blanda framúrstefnu, þjóðlaga- og heimstónlistaráhrifa og rokks. Björk, sem er andlega skyld sveitinni, tróð upp með henni á síðasta ári.4. Wilco - Wilco (The Album) (11 stig)Annars virðist árið 2009 einna helst hafa einkennst af því að indíbylgja síðustu ára er í algleymi og alltaf fleiri og fleiri nöfn að koma upp á yfirborðið. Og yfirburðir Breta og Bandaríkjamanna eru algerir. Af ellefu efstu plötunum eru sex bandarískar og fimm enskar.5. Grizzly Bear - Weckatimest (10 stig)Bestu erlendu plötur ársins 1. Animal Collective - Merriweather Post Pavilion (19 stig) 2. The XX - XX (18 stig) 3. Dirty Projectors - Bitte Orca (16 stig) 4. Wilco - Wilco (The Album) (11 stig) 5. Grizzly Bear - Weckatimest (10 stig) 6. Bat For Lashes - Two Suns (9 stig) 7. - 8. Micachu and The Shapes - Jewellery (9 stig) 7. - 8. Muse - The Resistance (9 stig) 9. Mumford & Sons - Sigh No More (7 stig) 10. - 11. The Black Eyed Peas - The E.N.D. (7 stig) 10. - 11. Converge - Axe To Fall (7 stig) Sérfræðingarnir: Alexandra Kjeld - Rjóminn, Andrea Jónsdóttir - Rás 2, Anna Margrét Björnsson - Fréttablaðið, Árni Þór Jónsson - Zýrður rjómi, Bob Cluness - Grapevine, Bobby Breiðholt - breidholt.blogspot.com, Brynjar Már Valdimarsson - FM 957, Dr. Gunni - Fréttablaðið, Egill Harðar - Rjóminn, Einar Bárðarson - Kaninn, Freyr Bjarnason - Fréttablaðið, Frosti Logason - Xið 977, Haukur S. Magnússon - Grapevine, Heiða Ólafsdóttir - RÚV/Poppland, Hildur Maral - Rjóminn, Höskuldur Daði Magnússon - Fréttablaðið, Jens Kr. Guð, Kjartan Guðmundsson - Fréttablaðið, Ólafur Páll Gunnarsson - Rás 2 og Trausti Júlíusson - Fréttablaðið. Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Þegar Fréttablaðið leitaði til valinna sérfræðinga til að velja bestu erlendu plötur ársins 2009 kom í ljós að lítill samhljómur var meðal sérfræðinganna. Besta platan kom frá bandarísku borginni Baltimore. Nokkuð jafnt er á toppnum í ár, aðeins eitt stig skilur að tvær efstu plöturnar. Eins og oft áður er breiddin mikil á listanum og mjög margar plötur fá aðeins eina tilnefningu.1. Animal Collective - Merriweather Post Pavilion (19 stig)Besta plata ársins er áttunda platan með Baltimore-sveitinni Animal Collective, Merriweather Post Pavilion. Platan hefur fengið gríðarlega góða dóma og er víða í efsta sætinu yfir bestu plötur ársins. Tónlistarlega er þetta poppaðasta plata þessarar tilraunaglöðu hljómsveitar, útkoman einhvers konar tuttugustu og fyrstu aldar samsuða úr barokk-poppi Beach Boys og sýrurokki Pink Floyd. 2. The XX - XX (18 stig)Í öðru sæti er Lundúnabandið The XX með frumraun sína XX. Platan sækir áhrif í nýbylgjurokk 9. áratugarins og Bristol-senuna í kringum 1995, er full af draumkenndri tónlist og var meðal annars valin besta plata ársins af gagnrýnendum The Guardian.3. Dirty Projectors - Bitte Orca (16 stig)Í þriðja sæti er Bitte Orca með Dirty Projectors frá Brooklyn. Dave Longstreth er forsprakki sveitarinnar og tónlistin mjög frumleg blanda framúrstefnu, þjóðlaga- og heimstónlistaráhrifa og rokks. Björk, sem er andlega skyld sveitinni, tróð upp með henni á síðasta ári.4. Wilco - Wilco (The Album) (11 stig)Annars virðist árið 2009 einna helst hafa einkennst af því að indíbylgja síðustu ára er í algleymi og alltaf fleiri og fleiri nöfn að koma upp á yfirborðið. Og yfirburðir Breta og Bandaríkjamanna eru algerir. Af ellefu efstu plötunum eru sex bandarískar og fimm enskar.5. Grizzly Bear - Weckatimest (10 stig)Bestu erlendu plötur ársins 1. Animal Collective - Merriweather Post Pavilion (19 stig) 2. The XX - XX (18 stig) 3. Dirty Projectors - Bitte Orca (16 stig) 4. Wilco - Wilco (The Album) (11 stig) 5. Grizzly Bear - Weckatimest (10 stig) 6. Bat For Lashes - Two Suns (9 stig) 7. - 8. Micachu and The Shapes - Jewellery (9 stig) 7. - 8. Muse - The Resistance (9 stig) 9. Mumford & Sons - Sigh No More (7 stig) 10. - 11. The Black Eyed Peas - The E.N.D. (7 stig) 10. - 11. Converge - Axe To Fall (7 stig) Sérfræðingarnir: Alexandra Kjeld - Rjóminn, Andrea Jónsdóttir - Rás 2, Anna Margrét Björnsson - Fréttablaðið, Árni Þór Jónsson - Zýrður rjómi, Bob Cluness - Grapevine, Bobby Breiðholt - breidholt.blogspot.com, Brynjar Már Valdimarsson - FM 957, Dr. Gunni - Fréttablaðið, Egill Harðar - Rjóminn, Einar Bárðarson - Kaninn, Freyr Bjarnason - Fréttablaðið, Frosti Logason - Xið 977, Haukur S. Magnússon - Grapevine, Heiða Ólafsdóttir - RÚV/Poppland, Hildur Maral - Rjóminn, Höskuldur Daði Magnússon - Fréttablaðið, Jens Kr. Guð, Kjartan Guðmundsson - Fréttablaðið, Ólafur Páll Gunnarsson - Rás 2 og Trausti Júlíusson - Fréttablaðið.
Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“