Bankastjórnendur féllu í allar freistingar 14. apríl 2010 03:00 x Siðvæðingar er þörf í íslensku samfélagi, segir vinnuhópur um siðferði sem kemst að þeirri niðurstöðu að siðferði og starfshættir hafi víða verið bágbornir í aðdraganda bankahrunsins. Sú staðreynd að starfsháttum og siðferði var víða ábótavant í íslensku samfélagi er hluti af margþættum skýringum á því hve illa fór á Íslandi. Þetta er niðurstaða vinnuhóps rannsóknarnefndarinnar um siðferði og starfshætti. „Þetta á við jafnt í stjórnmálum og viðskiptalífi sem í stjórnsýslu og fjölmiðlum," segir í lokaorðum skýrslu hópsins. Hópurinn skoðaði siðferði fjármálalífsins, stjórnsýslu og stjórnmál auk þess að líta á samfélagið og umræðuna í því. Alls staðar var pottur brotinn út frá sjónarhóli siðferðis. Nefndin skoðaði ítarlega fyrirtækjamenningu bankanna og kemst í stuttu máli að þeirri niðurstöðu að þar hafi siðferðislegum þáttum og dygðum verið kastað fyrir róða. Hópurinn sem stýrði bönkunum hafi „fallið í nánast allar freistingar sem á vegi hans urðu". Sú grundvallarsetning einkavæðingar að einstaklingar fari betur með eigið fé en annarra hafi ekki reynst sönn. Allt hafi miðast við það að draga úr ábyrgð þeirra sem tóku áhættu, og þau rof hafi haft skelfilegar afleiðingar fyrir fjármálakerfið og almenning um heim allan. Hvatakerfi hafi miðast við skammtímagróða stjórnenda og eigenda á kostnað almennings. Eiginhagsmunir stjórnenda hafi ráðið mestu, gróðahyggjan hafi verið taumlaus. Regluverðir gleðispillarVinnuhópurinn skoðaði innri starfshætti og eftirlit fjármálastofnananna og kemur þar í ljós að þeir sem sinntu starfi regluvarða og aðrir sem koma að innra eftirliti nutu lítillar virðingar stjórnenda og annarra starfsmanna. Hvorki hafi lagareglum verið fylgt né siðferðislegum viðmiðum um heilbrigða stjórnunarhætti. Reglubókum var ekki fylgt og almennt litið á regluverði sem gleðispilla. Sigurjón Geirsson hjá innri endurskoðun Landsbankans segir svo frá að menn hafi litið á reglur sem eitthvað sem hægt var að „challengera", að virðing hafi ekki verið borin fyrir þeim heldur hafi menn frekar verið viljugir að „þróa reglur… þróa túlkun á reglum þannig að menn kæmust… svona eins og í fótbolta, menn reyndu að tækla án þess að vera dæmdir." Regluverðir störfuðu lögum samkvæmt í bönkunum en þeir eiga að gæta þess að farið sé eftir gildandi lögum og góðum starfsháttum. Almennt var lítill áhugi á störfum þeirra. Einn þeirra, Arnar Þór Jónsson hjá Íslandsbanka, lýsir starfinu eins og að róa í árabát á móti olíuskipi. Hann hafi verið tekinn á teppið af bankastjóra fyrir óhlýðni eftir að hafa ætlað sér að skoða vandlega pappíra sem ætlast var til að hann skrifaði undir. Slakt siðferði bankamanna birtist víðar að mati vinnuhópsins. Þeir gerðu almenningi erfitt fyrir að átta sig á starfsháttum. Stjórnendur voru á gríðarlega háum launum, óhóf einkenndi lífsstíl þeirra eins og hann blasti við almenningi. Hugmyndafræði afskiptaleysisVinnuhópurinn bendir á að gegndarlaus vöxtur bankanna hafi verið látinn óáreittur vegna þess að ríkjandi hugmyndafræði í samfélaginu hafi verið hugmyndafræði afskiptaleysis. Í anda hennar hafi verið áhersla á að íþyngja ekki fjármálafyrirtækjum með ströngu eftirliti. „Framtakssömum og reynslulitlum" einstaklingum hafi verið falin mikil ábyrgð og gefið svigrúm til athafna. Hæfileikum þeirra hafi svo verið lýst í ræðu og riti og eru þær lýsingar til marks um mikla drambsemi. Lagt var traust á það „að einkaaðilar myndu ástunda sjálfseftirlit". Ráðherrar og embættismenn sinntu þannig ekki hlutverki sínu og Alþingi gætti ekki almannahagsmuna eins og því ber skylda til. Aðrir geirar samfélagsins brugðust einnig, fjölmiðlar og háskólasamfélagið. Gagnrýni á fjármálaheiminn féll í grýtta jörð og þjóðin var blind á hættumerkin. „Skortur á hófsemi og ráðdeild í íslensku samfélagi, ásamt með ógagnrýninni sjálfsánægju meðal þjóðarinnar, bjuggu á sinn hátt í haginn fyrir þá atburðarás sem hér varð í bankahruninu."sigridur@frettabladid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Siðvæðingar er þörf í íslensku samfélagi, segir vinnuhópur um siðferði sem kemst að þeirri niðurstöðu að siðferði og starfshættir hafi víða verið bágbornir í aðdraganda bankahrunsins. Sú staðreynd að starfsháttum og siðferði var víða ábótavant í íslensku samfélagi er hluti af margþættum skýringum á því hve illa fór á Íslandi. Þetta er niðurstaða vinnuhóps rannsóknarnefndarinnar um siðferði og starfshætti. „Þetta á við jafnt í stjórnmálum og viðskiptalífi sem í stjórnsýslu og fjölmiðlum," segir í lokaorðum skýrslu hópsins. Hópurinn skoðaði siðferði fjármálalífsins, stjórnsýslu og stjórnmál auk þess að líta á samfélagið og umræðuna í því. Alls staðar var pottur brotinn út frá sjónarhóli siðferðis. Nefndin skoðaði ítarlega fyrirtækjamenningu bankanna og kemst í stuttu máli að þeirri niðurstöðu að þar hafi siðferðislegum þáttum og dygðum verið kastað fyrir róða. Hópurinn sem stýrði bönkunum hafi „fallið í nánast allar freistingar sem á vegi hans urðu". Sú grundvallarsetning einkavæðingar að einstaklingar fari betur með eigið fé en annarra hafi ekki reynst sönn. Allt hafi miðast við það að draga úr ábyrgð þeirra sem tóku áhættu, og þau rof hafi haft skelfilegar afleiðingar fyrir fjármálakerfið og almenning um heim allan. Hvatakerfi hafi miðast við skammtímagróða stjórnenda og eigenda á kostnað almennings. Eiginhagsmunir stjórnenda hafi ráðið mestu, gróðahyggjan hafi verið taumlaus. Regluverðir gleðispillarVinnuhópurinn skoðaði innri starfshætti og eftirlit fjármálastofnananna og kemur þar í ljós að þeir sem sinntu starfi regluvarða og aðrir sem koma að innra eftirliti nutu lítillar virðingar stjórnenda og annarra starfsmanna. Hvorki hafi lagareglum verið fylgt né siðferðislegum viðmiðum um heilbrigða stjórnunarhætti. Reglubókum var ekki fylgt og almennt litið á regluverði sem gleðispilla. Sigurjón Geirsson hjá innri endurskoðun Landsbankans segir svo frá að menn hafi litið á reglur sem eitthvað sem hægt var að „challengera", að virðing hafi ekki verið borin fyrir þeim heldur hafi menn frekar verið viljugir að „þróa reglur… þróa túlkun á reglum þannig að menn kæmust… svona eins og í fótbolta, menn reyndu að tækla án þess að vera dæmdir." Regluverðir störfuðu lögum samkvæmt í bönkunum en þeir eiga að gæta þess að farið sé eftir gildandi lögum og góðum starfsháttum. Almennt var lítill áhugi á störfum þeirra. Einn þeirra, Arnar Þór Jónsson hjá Íslandsbanka, lýsir starfinu eins og að róa í árabát á móti olíuskipi. Hann hafi verið tekinn á teppið af bankastjóra fyrir óhlýðni eftir að hafa ætlað sér að skoða vandlega pappíra sem ætlast var til að hann skrifaði undir. Slakt siðferði bankamanna birtist víðar að mati vinnuhópsins. Þeir gerðu almenningi erfitt fyrir að átta sig á starfsháttum. Stjórnendur voru á gríðarlega háum launum, óhóf einkenndi lífsstíl þeirra eins og hann blasti við almenningi. Hugmyndafræði afskiptaleysisVinnuhópurinn bendir á að gegndarlaus vöxtur bankanna hafi verið látinn óáreittur vegna þess að ríkjandi hugmyndafræði í samfélaginu hafi verið hugmyndafræði afskiptaleysis. Í anda hennar hafi verið áhersla á að íþyngja ekki fjármálafyrirtækjum með ströngu eftirliti. „Framtakssömum og reynslulitlum" einstaklingum hafi verið falin mikil ábyrgð og gefið svigrúm til athafna. Hæfileikum þeirra hafi svo verið lýst í ræðu og riti og eru þær lýsingar til marks um mikla drambsemi. Lagt var traust á það „að einkaaðilar myndu ástunda sjálfseftirlit". Ráðherrar og embættismenn sinntu þannig ekki hlutverki sínu og Alþingi gætti ekki almannahagsmuna eins og því ber skylda til. Aðrir geirar samfélagsins brugðust einnig, fjölmiðlar og háskólasamfélagið. Gagnrýni á fjármálaheiminn féll í grýtta jörð og þjóðin var blind á hættumerkin. „Skortur á hófsemi og ráðdeild í íslensku samfélagi, ásamt með ógagnrýninni sjálfsánægju meðal þjóðarinnar, bjuggu á sinn hátt í haginn fyrir þá atburðarás sem hér varð í bankahruninu."sigridur@frettabladid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira