Valur Fannar: Vitum ekkert hvað við erum að fara út í Hjalti Þór Hreinsson skrifar 30. júní 2010 08:00 Valur Fannar í leik gegn Fram á sunnudaginn. Fréttablaðið/Valli Fylkismenn eru mættir til Hvíta-Rússlands þar sem þeir mæta Zhodino í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA á morgun. „Þetta var bara flug til Berlínar og svo í einn og hálfan tíma til Minsk. Þetta er alls ekki erfitt ferðalag og það væsir ekkert um okkur hér. Þetta lítur allt mjög vel út og betur en margur áætlar. Við vorum reyndar í tvo tíma að fara í gegnum vegabréfaeftirlitið en það er nokkuð eðlilegt hérna skilst mér,“ sagði fyrirliðinn, Valur Fannar Gíslason. Það er mikið álag á liðinu sem spilaði gegn Grindavík á sunnudag þar sem liðið vann 2-1, það spilar svo á morgun og næst á sunnudaginn. „Sá leikur gæti reyndar verið færður fram á mánudaginn en það skiptir ekki öllu máli, við eigum leik strax á fimmtudeginum eftir það en við vissum alltaf að þetta yrði svona,“ sagði Valur og liðið leikur því fjóra leiki á tólf dögum. Allir skiluðu sér með skó og farangur en liðið æfir í dag en var í fríi í gærkvöldi. Valur veit nákvæmlega ekkert um andstæðinginn og því fara Fylkismenn hálfblindir inn í leikinn. „Þeir hafa unnið tvo leiki af níu í deildinni og eru frekar neðarlega þar. Þeir komust í keppnina af því þeir spiluðu bikarúrslitaleik við BATE en töpuðu samt,“ sagði Valur og bætti við að það væri lítið að finna á Youtube af liðinu. „Það frægasta sem við fundum var að dómari sem dæmdi einu sinni fullur dæmdi leik hjá þeim. Fjalar markmaður fann þetta á Netinu. En annars vitum við það lítið að við ætlum bara að fara rólega inn í leikinn, við vitum að hér er hefð fyrir góðum knattspyrnumönnum." "Við vitum ekkert hvað við erum að fara út í og byrjum rólega en breytum svo bara ef við þurfum,“ sagði Valur Fannar. Íslenski boltinn Mest lesið Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Í beinni: ÍA - KR | Blóðug botnbarátta á Skaganum Íslenski boltinn Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Einu ósigruðu liðin eigast við Enski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Golf Í beinni: FH - Breiðablik | Lið á ólíku skriði Íslenski boltinn Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Í beinni: Atlético Madrid - Real Madrid | Madrídarslagur Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Einu ósigruðu liðin eigast við Í beinni: Chelsea - Brighton | Bláu liðin mætast á Brúnni Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Í beinni: FH - Breiðablik | Lið á ólíku skriði Í beinni: ÍA - KR | Blóðug botnbarátta á Skaganum Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjá meira
Fylkismenn eru mættir til Hvíta-Rússlands þar sem þeir mæta Zhodino í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA á morgun. „Þetta var bara flug til Berlínar og svo í einn og hálfan tíma til Minsk. Þetta er alls ekki erfitt ferðalag og það væsir ekkert um okkur hér. Þetta lítur allt mjög vel út og betur en margur áætlar. Við vorum reyndar í tvo tíma að fara í gegnum vegabréfaeftirlitið en það er nokkuð eðlilegt hérna skilst mér,“ sagði fyrirliðinn, Valur Fannar Gíslason. Það er mikið álag á liðinu sem spilaði gegn Grindavík á sunnudag þar sem liðið vann 2-1, það spilar svo á morgun og næst á sunnudaginn. „Sá leikur gæti reyndar verið færður fram á mánudaginn en það skiptir ekki öllu máli, við eigum leik strax á fimmtudeginum eftir það en við vissum alltaf að þetta yrði svona,“ sagði Valur og liðið leikur því fjóra leiki á tólf dögum. Allir skiluðu sér með skó og farangur en liðið æfir í dag en var í fríi í gærkvöldi. Valur veit nákvæmlega ekkert um andstæðinginn og því fara Fylkismenn hálfblindir inn í leikinn. „Þeir hafa unnið tvo leiki af níu í deildinni og eru frekar neðarlega þar. Þeir komust í keppnina af því þeir spiluðu bikarúrslitaleik við BATE en töpuðu samt,“ sagði Valur og bætti við að það væri lítið að finna á Youtube af liðinu. „Það frægasta sem við fundum var að dómari sem dæmdi einu sinni fullur dæmdi leik hjá þeim. Fjalar markmaður fann þetta á Netinu. En annars vitum við það lítið að við ætlum bara að fara rólega inn í leikinn, við vitum að hér er hefð fyrir góðum knattspyrnumönnum." "Við vitum ekkert hvað við erum að fara út í og byrjum rólega en breytum svo bara ef við þurfum,“ sagði Valur Fannar.
Íslenski boltinn Mest lesið Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Í beinni: ÍA - KR | Blóðug botnbarátta á Skaganum Íslenski boltinn Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Einu ósigruðu liðin eigast við Enski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Golf Í beinni: FH - Breiðablik | Lið á ólíku skriði Íslenski boltinn Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Í beinni: Atlético Madrid - Real Madrid | Madrídarslagur Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Einu ósigruðu liðin eigast við Í beinni: Chelsea - Brighton | Bláu liðin mætast á Brúnni Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Í beinni: FH - Breiðablik | Lið á ólíku skriði Í beinni: ÍA - KR | Blóðug botnbarátta á Skaganum Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjá meira