Niðurskurður í jóladagatali Sjónvarpsins 2. desember 2010 15:00 vöðum ekki í peningum Sigrún Stefánsdóttir dagskrárstjóri Sjónvarpsins segir niðurskurðinn hafa verið óumflýjanlegan en telur að enginn eigi að verða fyrir vonbrigðum með jóladagatalið í ár. „Í ár er jóladagatalið norskt,“ segir Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri Sjónvarpsins. Jóladagatalið hefur verið fastur dagskrárliður í Sjónvarpinu allt frá árinu 1986 og eflaust muna margir eftir þekktum persónum úr jóladagatalinu sem stytti börnum stundir á meðan beðið var eftir jólunum. Aðeins einu sinni áður hefur efnið verið erlent, en árið 1993 sýndi Sjónvarpið jóladagatal um Múmínálfana. Hún segir ástæðuna fyrir erlenda efninu afar einfalda. „Þetta er afskaplega dýrt efni í framleiðslu og eins og allir vita vöðum við ekki í peningum hérna.“ Sjónvarpið hefur haft þá hefð að gefa út dagatal samhliða sjónvarpsefninu en þar verður einnig niðurskurður. „Við erum að tapa peningum á því að gefa það út,“ segir Sigrún og bætir við að áhuginn á jóladagatalinu hafi farið minnkandi með árunum. Sjónvarpið hefur oft á tíðum endursýnt gamalt jóladagatal og segir Sigrún að það hafi komið til umræðu í ár. „Já, það kom til greina. En af tveimur mögulegum kostum fannst mér þessi kostur vera betri. Ég vildi frekar bjóða upp á nýtt og flott efni,“ segir Sigrún. Hún segist ekki hafa orðið vör við gagnrýni. „Það væri voðalega gaman að geta gert allt, en þannig er nú bara ekki það líf sem við búum við í dag,“ segir Sigrún en bætir við að jóladagatalið í ár verði mjög skemmtilegt og öll fjölskyldan eigi eflaust eftir að hafa gaman af. Jóladagatalið heitir á frummálinu „Jul i Svingen“ en í íslenskri þýðingu kallast það „Jól í Snædal“.- ka Lífið Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Kim féll Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
„Í ár er jóladagatalið norskt,“ segir Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri Sjónvarpsins. Jóladagatalið hefur verið fastur dagskrárliður í Sjónvarpinu allt frá árinu 1986 og eflaust muna margir eftir þekktum persónum úr jóladagatalinu sem stytti börnum stundir á meðan beðið var eftir jólunum. Aðeins einu sinni áður hefur efnið verið erlent, en árið 1993 sýndi Sjónvarpið jóladagatal um Múmínálfana. Hún segir ástæðuna fyrir erlenda efninu afar einfalda. „Þetta er afskaplega dýrt efni í framleiðslu og eins og allir vita vöðum við ekki í peningum hérna.“ Sjónvarpið hefur haft þá hefð að gefa út dagatal samhliða sjónvarpsefninu en þar verður einnig niðurskurður. „Við erum að tapa peningum á því að gefa það út,“ segir Sigrún og bætir við að áhuginn á jóladagatalinu hafi farið minnkandi með árunum. Sjónvarpið hefur oft á tíðum endursýnt gamalt jóladagatal og segir Sigrún að það hafi komið til umræðu í ár. „Já, það kom til greina. En af tveimur mögulegum kostum fannst mér þessi kostur vera betri. Ég vildi frekar bjóða upp á nýtt og flott efni,“ segir Sigrún. Hún segist ekki hafa orðið vör við gagnrýni. „Það væri voðalega gaman að geta gert allt, en þannig er nú bara ekki það líf sem við búum við í dag,“ segir Sigrún en bætir við að jóladagatalið í ár verði mjög skemmtilegt og öll fjölskyldan eigi eflaust eftir að hafa gaman af. Jóladagatalið heitir á frummálinu „Jul i Svingen“ en í íslenskri þýðingu kallast það „Jól í Snædal“.- ka
Lífið Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Kim féll Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira