„Alvarlegt umhugsunarefni fyrir mig“ 21. september 2010 04:00 Jóhanna Sigurðardóttir „Þetta er mjög alvarlegt umhugsunarefni fyrir mig. Ég ætla að sofa á þessu og telja upp að tuttugu,“ segir Atli Gíslason, formaður þingmannanefndarinnar, vegna ummæla Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á Alþingi í gær. Jóhanna gagnrýndi harðlega tillögur meirihluta þingmannanefndar um að ákæra beri fjóra fyrrverandi ráðherra fyrir landsdómi. Sagði hún meðal annars að ráðherrarnir hefðu ekki, árið 2008, verið í aðstöðu til að afstýra bankahruninu. Jóhanna vék sérstaklega að málefnum Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Sagði hún yfirgnæfandi líkur á að Ingibjörg verði sýknuð fyrir landsdómi komi mál hennar þar til dóms. Rökin voru þau að einungis embættisbrot vörðuðu ráðherraábyrgð. „Staða utanríkisráðherra og verksvið í stjórnskipan landsins er með þeim hætti að það er vandséð hvernig unnt er að komast að þeirri niðurstöðu að sá ráðherra hafi gerst sekur um brot í embættisrekstri sínum í aðdraganda falls íslensku bankanna.“ Jóhanna sagði það veikja málatilbúnaðinn að niðurstöður þingmannanefndarinnar væru aðrar en rannsóknarnefndar Alþingis sem og sú staðreynd að þingmannanefndin hefði skilað þremur niðurstöðum eftir flokkslínum. Þá efaðist hún um að málsmeðferðin samræmdist kröfum um mannréttindavernd sakborninga. Kvaðst hún undrast að þingmannanefndin hefði ekki viðhaft sjálfstæða rannsókn og skýrslutöku. Rétt hefði verið að leita álits sérstakrar nefndar Evrópuráðsins um hvort gætt hefði verið að réttarstöðu fjórmenninganna. - bþs, sv Landsdómur Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
„Þetta er mjög alvarlegt umhugsunarefni fyrir mig. Ég ætla að sofa á þessu og telja upp að tuttugu,“ segir Atli Gíslason, formaður þingmannanefndarinnar, vegna ummæla Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á Alþingi í gær. Jóhanna gagnrýndi harðlega tillögur meirihluta þingmannanefndar um að ákæra beri fjóra fyrrverandi ráðherra fyrir landsdómi. Sagði hún meðal annars að ráðherrarnir hefðu ekki, árið 2008, verið í aðstöðu til að afstýra bankahruninu. Jóhanna vék sérstaklega að málefnum Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Sagði hún yfirgnæfandi líkur á að Ingibjörg verði sýknuð fyrir landsdómi komi mál hennar þar til dóms. Rökin voru þau að einungis embættisbrot vörðuðu ráðherraábyrgð. „Staða utanríkisráðherra og verksvið í stjórnskipan landsins er með þeim hætti að það er vandséð hvernig unnt er að komast að þeirri niðurstöðu að sá ráðherra hafi gerst sekur um brot í embættisrekstri sínum í aðdraganda falls íslensku bankanna.“ Jóhanna sagði það veikja málatilbúnaðinn að niðurstöður þingmannanefndarinnar væru aðrar en rannsóknarnefndar Alþingis sem og sú staðreynd að þingmannanefndin hefði skilað þremur niðurstöðum eftir flokkslínum. Þá efaðist hún um að málsmeðferðin samræmdist kröfum um mannréttindavernd sakborninga. Kvaðst hún undrast að þingmannanefndin hefði ekki viðhaft sjálfstæða rannsókn og skýrslutöku. Rétt hefði verið að leita álits sérstakrar nefndar Evrópuráðsins um hvort gætt hefði verið að réttarstöðu fjórmenninganna. - bþs, sv
Landsdómur Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira