Konungur kjánahrollsins 2. desember 2010 11:30 Snillingur? Leslie Nielsen fengi seint Óskarinn fyrir leik sinn sem Frank Drebin í Naked Gun-myndunum en honum tókst að fá fólk til að hlæja að lélegum bröndurum. Nordic Photo/Getty Images Leslie Nielsen lést á sunnudaginn, 84 ára að aldri. Leslie var konungur fimmaura-brandaranna, skopstælinga og aulahrollsins og það er erfitt að sjá einhvern feta í fótspor hans. Sá sem hefur ekki séð fyrstu Naked Gun-myndina hefur einfaldlega farið á mis við eitthvað í lífinu. Hún er án nokkurs vafa besta skopstæling (spoof) sem gerð hefur verið í Hollywood og mættu höfundar Movie-myndaflokksins taka hana sér til fyrirmyndar í stað þess að angra kvikmyndagesti með skelfilegum leiðindum. Leslie Nielsen gerði þar Frank Drebin, seinheppinn lögreglumann frá Los Angeles, ódauðlegan. Svo ekki sé minnst á þátt Priscillu Presley eða O.J. Simpson. Svipbrigði Nielsens, eða réttara sagt svipbrigðaleysi, kitluðu hláturtaugar kvikmyndagesta, sérstaklega þegar honum tókst að framkvæma eitthvað ákaflega heimskulegt, án þess að gera sér grein fyrir því. Nielsen byrjaði engu að síður feril sinn sem „alvarlegur" leikari og fékk fína dóma fyrir leik sinn í Forbidden Planet frá árinu 1956 en hún var vísindaskáldsöguleg útgáfa af Ofviðrinu eftir William Shakespeare. Hann lék einnig stórt hlutverk í The Poseidon Adventure þar sem Ernest Borgnine og Gene Hackman voru aðalstjörnurnar. Það var hins vegar kvikmyndin Airplane frá árinu 1980 sem gerði Leslie að stórstjörnu. Þar birtist vörumerki hans fyrst, alvarlegur í bragði sagði hann frá einhverju skelfilegu og skaut fram einhverju súrrealísku og bráðfyndnu: „Surely you can't be serious?" Og Leslie svaraði að bragði: „I am serious. And don't call me Shirley." Airplane ruddi jafnframt brautina fyrir skopstælingar enda leituðust framleiðendurnir Jim Abrahams, David Zucker og Jerry Zucker við að gera gys að hamfarakvikmyndum á borð við Zero Hour! og Airport sem höfðu notið mikilla vinsælda. Nielsen þótti standa sig svo vel í Airplane að hann fékk aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttunum Police Squad eftir sömu framleiðendur. Þeir voru sýndir við mismiklar vinsældir í tvö ár en sex árum eftir að hætt var við framleiðslu þeirra mættu þeir Jim Abrahams, David Zucker og Jerry Zucker með fyrstu Naked Gun-myndina sem fékk áhorfendur til að veltast um af hlátri. Það fjaraði hins vegar fljótlega undan ferli Leslie Nielsen eftir þá mynd, Naked Gun 2 1/2 var ágæt en þriðja myndin skelfileg. Í kjölfarið fór hann birtast í virkilega vondum b-myndum og undir lokin var Leslie Nielsen farinn að auglýsa heita potta sem meðal annars voru til sölu hér á Íslandi. Þrátt fyrir það verður hans alltaf minnst sem konungs aulabrandarans, leikarans sem fékk fólk til að hlæja að lélegum bröndurum. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Bólugrafinn bavíani, óþolandi asni og svalt sjarmatröll Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Leslie Nielsen lést á sunnudaginn, 84 ára að aldri. Leslie var konungur fimmaura-brandaranna, skopstælinga og aulahrollsins og það er erfitt að sjá einhvern feta í fótspor hans. Sá sem hefur ekki séð fyrstu Naked Gun-myndina hefur einfaldlega farið á mis við eitthvað í lífinu. Hún er án nokkurs vafa besta skopstæling (spoof) sem gerð hefur verið í Hollywood og mættu höfundar Movie-myndaflokksins taka hana sér til fyrirmyndar í stað þess að angra kvikmyndagesti með skelfilegum leiðindum. Leslie Nielsen gerði þar Frank Drebin, seinheppinn lögreglumann frá Los Angeles, ódauðlegan. Svo ekki sé minnst á þátt Priscillu Presley eða O.J. Simpson. Svipbrigði Nielsens, eða réttara sagt svipbrigðaleysi, kitluðu hláturtaugar kvikmyndagesta, sérstaklega þegar honum tókst að framkvæma eitthvað ákaflega heimskulegt, án þess að gera sér grein fyrir því. Nielsen byrjaði engu að síður feril sinn sem „alvarlegur" leikari og fékk fína dóma fyrir leik sinn í Forbidden Planet frá árinu 1956 en hún var vísindaskáldsöguleg útgáfa af Ofviðrinu eftir William Shakespeare. Hann lék einnig stórt hlutverk í The Poseidon Adventure þar sem Ernest Borgnine og Gene Hackman voru aðalstjörnurnar. Það var hins vegar kvikmyndin Airplane frá árinu 1980 sem gerði Leslie að stórstjörnu. Þar birtist vörumerki hans fyrst, alvarlegur í bragði sagði hann frá einhverju skelfilegu og skaut fram einhverju súrrealísku og bráðfyndnu: „Surely you can't be serious?" Og Leslie svaraði að bragði: „I am serious. And don't call me Shirley." Airplane ruddi jafnframt brautina fyrir skopstælingar enda leituðust framleiðendurnir Jim Abrahams, David Zucker og Jerry Zucker við að gera gys að hamfarakvikmyndum á borð við Zero Hour! og Airport sem höfðu notið mikilla vinsælda. Nielsen þótti standa sig svo vel í Airplane að hann fékk aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttunum Police Squad eftir sömu framleiðendur. Þeir voru sýndir við mismiklar vinsældir í tvö ár en sex árum eftir að hætt var við framleiðslu þeirra mættu þeir Jim Abrahams, David Zucker og Jerry Zucker með fyrstu Naked Gun-myndina sem fékk áhorfendur til að veltast um af hlátri. Það fjaraði hins vegar fljótlega undan ferli Leslie Nielsen eftir þá mynd, Naked Gun 2 1/2 var ágæt en þriðja myndin skelfileg. Í kjölfarið fór hann birtast í virkilega vondum b-myndum og undir lokin var Leslie Nielsen farinn að auglýsa heita potta sem meðal annars voru til sölu hér á Íslandi. Þrátt fyrir það verður hans alltaf minnst sem konungs aulabrandarans, leikarans sem fékk fólk til að hlæja að lélegum bröndurum. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Bólugrafinn bavíani, óþolandi asni og svalt sjarmatröll Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“