Friðurinn úti með tilkomu Facebook 1. desember 2010 13:15 Allt brjálað á vegamótum Jónas Óli Jónasson, plötusnúður á Vegamótum, segir að vera erlendu stjarnanna hafi spurst fljótt út í gegnum Facebook.fréttablaðið/anton Sjónvarpsstjörnurnar Shawn Pyfrom og Penn Badgley skemmtu sér í Reykjavík um helgina. Fréttir af komu þeirra spurðust hratt út í gegnum Facebook. Eigandi Vegamóta segir lítinn frið fyrir erlenda gesti með nýjustu tækninni. „Það kom fullt af stelpum hingað sem vildu láta taka myndir af sér með þeim," segir Andri Björnsson, eigandi veitingastaðarins Vegamóta. Fréttablaðið sagði í gær frá því að sjónvarpsstjörnurnar Shawn Pyfrom og Penn Badgley hefðu skemmt sér í miðborg Reykjavíkur um helgina. Þeir félagar snæddu nokkrum sinnum á Vegamótum á meðan á dvöl þeirra stóð, en samkvæmt heimildum blaðsins er Pyfrom ennþá á landinu. Sá fjöldi ungra stúlkna sem lagði leið sína á Vegamót um helgina vakti athygli en skýringin á því kann að vera einföld. „Það voru einhverjir sem sáu þá hér og sögðu frá því á Facebook. Í dag er fólk einfaldlega með netið í símanum, svo þetta spyrst hratt út," segir Andri. Í kjölfarið myndaðist mikil spenna meðal ungra stúlkna og Vegamót varð skyndilega vinsælasti áfangastaður þeirra. Þeir Pyfrom og Badgley fengu því ekki mikinn frið frá æstum aðdáendum meðan á Íslandsdvölinni stóð. Andri segir þetta ekki hafa verið svona slæmt áður en Facebook kom til sögunnar. Vinsælir Þeir Shawn Pyfrom úr Desperate Housewives og Penn Badgley úr Gossip Girl skemmtu sér vel á Íslandi um liðna helgi. „Þá kannski hringdu einhverjir sín á milli eða sendu SMS. En nýjasta tæknin flýtir fyrir fréttunum, enda nýtur Facebook gríðarlegra vinsælda hjá ungu fólki." Hann segir að fjölmargir þekktir einstaklingar hafi í gegnum tíðina komið á Vegamót og verið tiltölulega óáreittir. Andri telur samt ekki að þeim Pyfrom og Badgley hafi þótt athyglin slæm. „Þeir væru ábyggilega með sólgleraugu og derhúfu ef þeir vildu fá að vera í friði," segir Andri og hlær. Jónas Óli Jónasson, plötusnúður á Vegamótum, er sammála Andra. „Það komu svona sextíu stelpur á meðan þeir voru hérna og það er klárlega bara út af Facebook." Jónas spjallaði lítillega við þá Pyfrom og Badgley á laugardaginn. „Þeir sögðust ætla að kíkja út um kvöldið og að þeir kæmu örugglega til okkar. Þeir enduðu svo bara á Austur og voru þar eiginlega allan tímann," segir Jónas, svekktur yfir því að hafa ekki verið að spila á Austur eins og hann hefur oft gert. Fyrir daga Facebook hefðu þeir félagar án efa getað skroppið til Íslands og fengið að vera í friði. Svo er það kannski ekki besta leiðin fyrir fræga fólkið að tilkynna það á netinu hvert förinni er heitið, að minnsta kosti ekki ef menn ætla að fá að vera í friði fyrir aðdáendum.kristjana@frettabladid.is Lífið á Vísir.is á Facebook. Lífið Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Sjónvarpsstjörnurnar Shawn Pyfrom og Penn Badgley skemmtu sér í Reykjavík um helgina. Fréttir af komu þeirra spurðust hratt út í gegnum Facebook. Eigandi Vegamóta segir lítinn frið fyrir erlenda gesti með nýjustu tækninni. „Það kom fullt af stelpum hingað sem vildu láta taka myndir af sér með þeim," segir Andri Björnsson, eigandi veitingastaðarins Vegamóta. Fréttablaðið sagði í gær frá því að sjónvarpsstjörnurnar Shawn Pyfrom og Penn Badgley hefðu skemmt sér í miðborg Reykjavíkur um helgina. Þeir félagar snæddu nokkrum sinnum á Vegamótum á meðan á dvöl þeirra stóð, en samkvæmt heimildum blaðsins er Pyfrom ennþá á landinu. Sá fjöldi ungra stúlkna sem lagði leið sína á Vegamót um helgina vakti athygli en skýringin á því kann að vera einföld. „Það voru einhverjir sem sáu þá hér og sögðu frá því á Facebook. Í dag er fólk einfaldlega með netið í símanum, svo þetta spyrst hratt út," segir Andri. Í kjölfarið myndaðist mikil spenna meðal ungra stúlkna og Vegamót varð skyndilega vinsælasti áfangastaður þeirra. Þeir Pyfrom og Badgley fengu því ekki mikinn frið frá æstum aðdáendum meðan á Íslandsdvölinni stóð. Andri segir þetta ekki hafa verið svona slæmt áður en Facebook kom til sögunnar. Vinsælir Þeir Shawn Pyfrom úr Desperate Housewives og Penn Badgley úr Gossip Girl skemmtu sér vel á Íslandi um liðna helgi. „Þá kannski hringdu einhverjir sín á milli eða sendu SMS. En nýjasta tæknin flýtir fyrir fréttunum, enda nýtur Facebook gríðarlegra vinsælda hjá ungu fólki." Hann segir að fjölmargir þekktir einstaklingar hafi í gegnum tíðina komið á Vegamót og verið tiltölulega óáreittir. Andri telur samt ekki að þeim Pyfrom og Badgley hafi þótt athyglin slæm. „Þeir væru ábyggilega með sólgleraugu og derhúfu ef þeir vildu fá að vera í friði," segir Andri og hlær. Jónas Óli Jónasson, plötusnúður á Vegamótum, er sammála Andra. „Það komu svona sextíu stelpur á meðan þeir voru hérna og það er klárlega bara út af Facebook." Jónas spjallaði lítillega við þá Pyfrom og Badgley á laugardaginn. „Þeir sögðust ætla að kíkja út um kvöldið og að þeir kæmu örugglega til okkar. Þeir enduðu svo bara á Austur og voru þar eiginlega allan tímann," segir Jónas, svekktur yfir því að hafa ekki verið að spila á Austur eins og hann hefur oft gert. Fyrir daga Facebook hefðu þeir félagar án efa getað skroppið til Íslands og fengið að vera í friði. Svo er það kannski ekki besta leiðin fyrir fræga fólkið að tilkynna það á netinu hvert förinni er heitið, að minnsta kosti ekki ef menn ætla að fá að vera í friði fyrir aðdáendum.kristjana@frettabladid.is Lífið á Vísir.is á Facebook.
Lífið Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“