Það sem gleymist Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar 23. ágúst 2010 09:00 Það hefur alltaf tíðkast að konum sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi sé ekki trúað. Ýmist það eða það hefur bara ekki þótt ástæða til að aðhafast neitt í málunum, og ofbeldið þannig samþykkt. Að minnsta kosti höfum við séð mörg dæmi um þetta á Íslandi, sérstaklega þegar um er að ræða sifjaspell - svo ekki sé talað um ef ofbeldismaðurinn er þekktur í samfélaginu. Sem betur fer hefur orðið breyting í þessum efnum síðustu árin. Á síðustu dögum höfum við þó fengið tvær alvarlegar áminningar um það hversu langt er enn í land. Yfirmaður kynferðisbrotadeildar lætur út úr sér í umræðu um nauðganir að fólk setji sig í hættu með áfengis-drykkju og sé útsett fyrir að lenda í vandræðum. Svo ekki sé minnst á hversu erfitt það er að fólk bendi alltaf á einhverja aðra og líti ekki í eigin barm. Það er alveg sama hvað hann meinti með orðunum. Þau voru líklega nóg til þess að stöðva eitthvert fórnarlamb nauðgunar í að leita til lögreglu, annað hvort nú eða síðar. Það er of mikið. Og seint og um síðir kemst almennilega í sviðsljósið að hér viðgekkst í fjölda ára að níðingur sæti í æðsta embætti kirkjunnar. Það þurfti mörg ár og margar tilraunir til. Og ef háttsettur maður í kirkjunni gerði svona lagað, höldum við þá virkilega að það hafi ekki einhvern tímann átt við um önnur há embætti líka? Sem betur fer eru það orðin frekar almenn viðhorf samfélagsins að svona lagað eigi ekki og megi ekki líðast. Við höfum stuðningskerfi fyrir fórnarlömb ofbeldis sem flestir eru sammála um að séu nauðsynleg. Það myndi enginn mótmæla mikilvægi Stígamóta eða Neyðarmóttöku vegna nauðgana í dag, og ekki kvennaathvarfinu. Að minnsta kosti ekki upphátt og opinberlega. Við megum ekki gleyma því hverjum ber að þakka fyrir þær breytingar sem þó hafa orðið. Auðvitað eru fórnarlömbin sem þora að koma fram og segja sannleikann hetjurnar í sögunni. Þau hafa líka stofnað stórmerkileg hjálparsamtök fyrir önnur fórnarlömb. En það gleymist líka oft að þessi stuðningskerfi sem til eru í dag urðu ekki til af sjálfu sér og spruttu sko ekki upp úr kerfinu. Stígamót urðu til dæmis til fyrir tilstilli kvennasamtaka, það sama má segja um Samtök um kvennaathvarf, og kvennasamtök hvöttu lengi til stofnunar Neyðarmóttöku vegna nauðgana. (Það er vert að muna það þegar þú heyrir næst neikvæðu umræðuna um helvítis femínistana.) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Þórunn Elísabet Bogadóttir Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Það hefur alltaf tíðkast að konum sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi sé ekki trúað. Ýmist það eða það hefur bara ekki þótt ástæða til að aðhafast neitt í málunum, og ofbeldið þannig samþykkt. Að minnsta kosti höfum við séð mörg dæmi um þetta á Íslandi, sérstaklega þegar um er að ræða sifjaspell - svo ekki sé talað um ef ofbeldismaðurinn er þekktur í samfélaginu. Sem betur fer hefur orðið breyting í þessum efnum síðustu árin. Á síðustu dögum höfum við þó fengið tvær alvarlegar áminningar um það hversu langt er enn í land. Yfirmaður kynferðisbrotadeildar lætur út úr sér í umræðu um nauðganir að fólk setji sig í hættu með áfengis-drykkju og sé útsett fyrir að lenda í vandræðum. Svo ekki sé minnst á hversu erfitt það er að fólk bendi alltaf á einhverja aðra og líti ekki í eigin barm. Það er alveg sama hvað hann meinti með orðunum. Þau voru líklega nóg til þess að stöðva eitthvert fórnarlamb nauðgunar í að leita til lögreglu, annað hvort nú eða síðar. Það er of mikið. Og seint og um síðir kemst almennilega í sviðsljósið að hér viðgekkst í fjölda ára að níðingur sæti í æðsta embætti kirkjunnar. Það þurfti mörg ár og margar tilraunir til. Og ef háttsettur maður í kirkjunni gerði svona lagað, höldum við þá virkilega að það hafi ekki einhvern tímann átt við um önnur há embætti líka? Sem betur fer eru það orðin frekar almenn viðhorf samfélagsins að svona lagað eigi ekki og megi ekki líðast. Við höfum stuðningskerfi fyrir fórnarlömb ofbeldis sem flestir eru sammála um að séu nauðsynleg. Það myndi enginn mótmæla mikilvægi Stígamóta eða Neyðarmóttöku vegna nauðgana í dag, og ekki kvennaathvarfinu. Að minnsta kosti ekki upphátt og opinberlega. Við megum ekki gleyma því hverjum ber að þakka fyrir þær breytingar sem þó hafa orðið. Auðvitað eru fórnarlömbin sem þora að koma fram og segja sannleikann hetjurnar í sögunni. Þau hafa líka stofnað stórmerkileg hjálparsamtök fyrir önnur fórnarlömb. En það gleymist líka oft að þessi stuðningskerfi sem til eru í dag urðu ekki til af sjálfu sér og spruttu sko ekki upp úr kerfinu. Stígamót urðu til dæmis til fyrir tilstilli kvennasamtaka, það sama má segja um Samtök um kvennaathvarf, og kvennasamtök hvöttu lengi til stofnunar Neyðarmóttöku vegna nauðgana. (Það er vert að muna það þegar þú heyrir næst neikvæðu umræðuna um helvítis femínistana.)
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun