Skírði hljóðfærið sitt í höfuðið á geimstöðinni Mír 22. október 2010 10:30 mugison og mirstrument Mugison á tónleikum með nýja hljóðfærið sitt, Mirstrument.mynd/ingvar sverrisson „Þetta er eins og ég hefði átt sjö bíla í garðinum hjá mér og ákveðið að búa til flugvél," segir Örn Elías Guðmundsson, Mugison, um nýja hljóðfærið sitt, Mirstrument, sem hann frumsýndi á Airwaves-hátíðinni um síðustu helgi. Hljóðfærið getur töfrað fram alls konar hljóð og hefur verið í þróun síðasta eitt og hálfa árið. Popparinn hefur prófað það víða til að koma auga á bilanir en núna er það loksins tilbúið. Græjan var búin til heima hjá Mugison með hjálp vinar hans, Páls Einarssonar. „Ég tók fullt af drasli sem ég átti hérna heima og við tókum það í sundur og svo röðuðum við þessu saman og létum þetta virka," útskýrir hann. Nafnið Mirstrument varð til í Póllandi fyrir skömmu þegar hann prófaði þar græjuna á tónleikum. „Þá sagði einn eldhress gaur: „This is like the Mir-space station". Þá fæddist þetta." Nýja hljóðfærið gerir Mugison kleift að fara einn á tónleikaferð án hljómsveitar, enda getur verið kostnaðarsamt að ferðast með heila hljómsveit út um allar trissur. Tækið verður tengt við tölvu, sem er falin fyrir áhorfendum. „Þetta verður meira eins og gítar eða annað hljóðfæri á sviðinu. Ég fíla ágætlega elektróníska tónlist en það er leiðinlegt að horfa á hana," segir kappinn. Ljósasýning fylgir einnig með Mirstrumentinu til að gera það skemmtilegra fyrir augað. „Við bjuggum til vasaljósa „sjóv" þannig að þetta er eiginlega einn pakki, móðurstöðin, hljóðfærið og ljósið." Hljóðfærið hefur þegar vakið töluverða athygli og verður það til að mynda til sýnis á iðnaðarsýningu hér á landi í mars á næsta ári. Mugison er með tvær plötur í vinnslu sem væntanlegar eru snemma á næsta ári. Önnur verður elektrónísk en hin í órafmögnuðum gír og öll sungin á íslensku. Mirstrument kemur við sögu á þeim báðum en þó mest á þeirri fyrrnefndu. freyr@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
„Þetta er eins og ég hefði átt sjö bíla í garðinum hjá mér og ákveðið að búa til flugvél," segir Örn Elías Guðmundsson, Mugison, um nýja hljóðfærið sitt, Mirstrument, sem hann frumsýndi á Airwaves-hátíðinni um síðustu helgi. Hljóðfærið getur töfrað fram alls konar hljóð og hefur verið í þróun síðasta eitt og hálfa árið. Popparinn hefur prófað það víða til að koma auga á bilanir en núna er það loksins tilbúið. Græjan var búin til heima hjá Mugison með hjálp vinar hans, Páls Einarssonar. „Ég tók fullt af drasli sem ég átti hérna heima og við tókum það í sundur og svo röðuðum við þessu saman og létum þetta virka," útskýrir hann. Nafnið Mirstrument varð til í Póllandi fyrir skömmu þegar hann prófaði þar græjuna á tónleikum. „Þá sagði einn eldhress gaur: „This is like the Mir-space station". Þá fæddist þetta." Nýja hljóðfærið gerir Mugison kleift að fara einn á tónleikaferð án hljómsveitar, enda getur verið kostnaðarsamt að ferðast með heila hljómsveit út um allar trissur. Tækið verður tengt við tölvu, sem er falin fyrir áhorfendum. „Þetta verður meira eins og gítar eða annað hljóðfæri á sviðinu. Ég fíla ágætlega elektróníska tónlist en það er leiðinlegt að horfa á hana," segir kappinn. Ljósasýning fylgir einnig með Mirstrumentinu til að gera það skemmtilegra fyrir augað. „Við bjuggum til vasaljósa „sjóv" þannig að þetta er eiginlega einn pakki, móðurstöðin, hljóðfærið og ljósið." Hljóðfærið hefur þegar vakið töluverða athygli og verður það til að mynda til sýnis á iðnaðarsýningu hér á landi í mars á næsta ári. Mugison er með tvær plötur í vinnslu sem væntanlegar eru snemma á næsta ári. Önnur verður elektrónísk en hin í órafmögnuðum gír og öll sungin á íslensku. Mirstrument kemur við sögu á þeim báðum en þó mest á þeirri fyrrnefndu. freyr@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“