Loksins sigurleikur hjá Chelsea Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. desember 2010 21:45 Tveimur leikjum af þremur er lokið í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea vann loksins sigur en Arsenal missti af tækifæri til að komast upp að hlið toppliðanna í deildinni. Chelsea vann Bolton, 1-0, með marki Florent Malouda á 61. mínútu. Chelsea hafði ekki unnið leik í deildinni síðan 10. nóvember og komst liðið þar með aftur upp í fjórða sæti deildarinnar. Fyrri hálfleikurinn var reyndar afar tíðindalítill og Jussi Jaaskeleinen hafði afar lítið að gera í marki Bolton - enda áttu heimamenn ekki skot að marki. Það breyttist þó í síðari hálfleik. Didier Drogba átti skot í stöng snemma í hálfleiknum en það var Malouda sem náði að skora skömmu síðar. Michael Essien átti góða sendingu á Drogba sem var sloppinn einn inn fyrir vörn Wolves. Hann gaf á Malouda sem skoraði í autt markið. Chelsea sótti nokkuð stíft undir lokin en dugði þó eina markið til að tryggja sér öll stigin þrjú sem í boði voru. Nicklas Bendtner fagnar í kvöld.Nordic Photos / Getty ImagesWigan og Arsenal gerðu jafntefli, 2-2, í viðburðarríkum leik. Arsene Wenger gerði átta breytingar á byrjunarliði Arsenal og það virtist hafa sitt að segja í upphafi leiksins. Wigan komst yfir með marki Ben Watson úr vítaspyrnu á 18. mínútu. Dómurinn var umdeildur en dómara leiksins þótti brotið á Charles N'Zogbia. Leikmenn Arsenal svöruðu þó fyrir sig og það með tveimur mörkum undir lok fyrri hálfleiks. Fyrst skoraði Andrei Arshavin með laglegri spyrnu eftir að skot Nicklas Bendtner var varið af Ali Al-Habsi í marki Wigan. Stuttu síðar skoraði Bendtner eftir stungusendingu frá Arshavin. Það benti fátt til þess að Wigan myndi jafna metin þegar að N'Zogbia fékk að líta beint rautt spjald á 77. mínútu fyrir að skalla Jack Wilshere. En aðeins fjórum mínútum voru heimamenn búnir að skora þökk sé sjálfsmarki Sebastien Squillaci sem skallaði knöttinn í eigið net af stuttu færi. Þar við sat og það voru skiljanlega svekktir leikmenn Arsenal sem gengu til búningsklefa. Skroll-Íþróttir Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira
Tveimur leikjum af þremur er lokið í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea vann loksins sigur en Arsenal missti af tækifæri til að komast upp að hlið toppliðanna í deildinni. Chelsea vann Bolton, 1-0, með marki Florent Malouda á 61. mínútu. Chelsea hafði ekki unnið leik í deildinni síðan 10. nóvember og komst liðið þar með aftur upp í fjórða sæti deildarinnar. Fyrri hálfleikurinn var reyndar afar tíðindalítill og Jussi Jaaskeleinen hafði afar lítið að gera í marki Bolton - enda áttu heimamenn ekki skot að marki. Það breyttist þó í síðari hálfleik. Didier Drogba átti skot í stöng snemma í hálfleiknum en það var Malouda sem náði að skora skömmu síðar. Michael Essien átti góða sendingu á Drogba sem var sloppinn einn inn fyrir vörn Wolves. Hann gaf á Malouda sem skoraði í autt markið. Chelsea sótti nokkuð stíft undir lokin en dugði þó eina markið til að tryggja sér öll stigin þrjú sem í boði voru. Nicklas Bendtner fagnar í kvöld.Nordic Photos / Getty ImagesWigan og Arsenal gerðu jafntefli, 2-2, í viðburðarríkum leik. Arsene Wenger gerði átta breytingar á byrjunarliði Arsenal og það virtist hafa sitt að segja í upphafi leiksins. Wigan komst yfir með marki Ben Watson úr vítaspyrnu á 18. mínútu. Dómurinn var umdeildur en dómara leiksins þótti brotið á Charles N'Zogbia. Leikmenn Arsenal svöruðu þó fyrir sig og það með tveimur mörkum undir lok fyrri hálfleiks. Fyrst skoraði Andrei Arshavin með laglegri spyrnu eftir að skot Nicklas Bendtner var varið af Ali Al-Habsi í marki Wigan. Stuttu síðar skoraði Bendtner eftir stungusendingu frá Arshavin. Það benti fátt til þess að Wigan myndi jafna metin þegar að N'Zogbia fékk að líta beint rautt spjald á 77. mínútu fyrir að skalla Jack Wilshere. En aðeins fjórum mínútum voru heimamenn búnir að skora þökk sé sjálfsmarki Sebastien Squillaci sem skallaði knöttinn í eigið net af stuttu færi. Þar við sat og það voru skiljanlega svekktir leikmenn Arsenal sem gengu til búningsklefa.
Skroll-Íþróttir Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira