Gumball-kappaksturinn bannaður í Þýskalandi 3. maí 2010 17:42 Bílafloti keppenda í Gumball er svakalegur eins og sást þegar flautað var af stað í London um helgina. Þjóðverjar settu hnefann í borðið og bönnuðu glæsivögnunum í Gumball-kappakstrinum að keyra á þýskum þjóðvegum í gær. Kappaksturinn var blásinn í gang í London á laugardag. Í honum tekur þátt fjöldi stjarna og auðkýfinga. Frægt er þegar Jón Ásgeir Jóhannesson, Hannes Smárason, Magnús Ármann og fleiri tóku þátt í kappakstrinum árið 2006. Keyrð er alls um fimm þúsund kílómetra leið á þjóðvegum og haldin veisla á hverju kvöldi. Í gærmorgun átti að keyra frá Amsterdam til Kaupmannahafnar. Réttur í Þýskalandi setti lögbann á kappaksturinn þannig að ferja þurfti bílana á stórum vögnum til Danmerkur. Þarna gæti spilað inn í umdeilt mál sem varð í kappakstrinum fyrir þremur árum. Þá létust tveir vegfarendur í Makedóníu í árekstri við enska kaupsýslumenn sem tóku þátt. Glæsikerrunum var vippað upp á vagn í Þýskalandi og þær keyrðar til Danmerkur. Meðal stjarnanna að þessu sinni eru Jade Jagger, dóttir Mick Jagger, rappararnir Eve og Xzibit og hjólabrettasnillingurinn Tony Hawk. Leikarinn Michael Madsen tók einnig þátt en hætti á fyrsta degi þegar liðsfélagi hans var stöðvaður fyrir of hraðan akstur og tekinn með á lögreglustöðina. Gumball-kappaksturinn er nú haldinn í 12. skipti. Frá Kaupmannahöfn heldur hann til Stokkhólms. Þaðan er flogið vestur um haf til Boston, keyrt til Toronto og endað í New York.Hér má sjá 20 mínútna myndband af öllum ofurbílunum taka af stað í London um helgina. Lífið Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Bólugrafinn bavíani, óþolandi asni og svalt sjarmatröll Gagnrýni „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Þjóðverjar settu hnefann í borðið og bönnuðu glæsivögnunum í Gumball-kappakstrinum að keyra á þýskum þjóðvegum í gær. Kappaksturinn var blásinn í gang í London á laugardag. Í honum tekur þátt fjöldi stjarna og auðkýfinga. Frægt er þegar Jón Ásgeir Jóhannesson, Hannes Smárason, Magnús Ármann og fleiri tóku þátt í kappakstrinum árið 2006. Keyrð er alls um fimm þúsund kílómetra leið á þjóðvegum og haldin veisla á hverju kvöldi. Í gærmorgun átti að keyra frá Amsterdam til Kaupmannahafnar. Réttur í Þýskalandi setti lögbann á kappaksturinn þannig að ferja þurfti bílana á stórum vögnum til Danmerkur. Þarna gæti spilað inn í umdeilt mál sem varð í kappakstrinum fyrir þremur árum. Þá létust tveir vegfarendur í Makedóníu í árekstri við enska kaupsýslumenn sem tóku þátt. Glæsikerrunum var vippað upp á vagn í Þýskalandi og þær keyrðar til Danmerkur. Meðal stjarnanna að þessu sinni eru Jade Jagger, dóttir Mick Jagger, rappararnir Eve og Xzibit og hjólabrettasnillingurinn Tony Hawk. Leikarinn Michael Madsen tók einnig þátt en hætti á fyrsta degi þegar liðsfélagi hans var stöðvaður fyrir of hraðan akstur og tekinn með á lögreglustöðina. Gumball-kappaksturinn er nú haldinn í 12. skipti. Frá Kaupmannahöfn heldur hann til Stokkhólms. Þaðan er flogið vestur um haf til Boston, keyrt til Toronto og endað í New York.Hér má sjá 20 mínútna myndband af öllum ofurbílunum taka af stað í London um helgina.
Lífið Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Bólugrafinn bavíani, óþolandi asni og svalt sjarmatröll Gagnrýni „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“