Umfjöllun: Katrín skoraði í 100. landsleiknum - Öruggur 3-0 sigur Hjalti Þór Hreinsson á Laugardalsvelli skrifar 22. júní 2010 21:54 Hólmfríður skoraði tvö í leiknum í kvöld. Mynd/Valli Ísland vann Króatíu 3-0 í undankeppni HM í kvöld. Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði tvö mörk og Katrín Jónsdóttir eitt, í sínum 100. landsleik. Íslenska landsliðið hefur nú leikið níu leiki á Laugardalsvelli undir stjórn Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar, unnið þá alla og markatalan er 43-0. Liðið hefur ekki fengið á sig mark í þessum níu leikjum. Ísland mætir Frakklandi þann 21. ágúst og með 3-0 sigri þar er liðið svo gott sem komið á HM. Það verður þó erfitt verkefni. Íslenska liðið sýndi mikla yfirburði í gær. Í fyrri hálfleik skaut það alls tólf sinnum á markið, helmingur þeirra fór á rammann og tvö þeirra enduðu í netinu. Hólmfríður skallaði í slá eftir horn áður en hún kom íslenska liðinu yfir. Hún fékk boltann við vítateigshornið, lék á eina þrjá varnarmenn áður en hún skoraði gott mark. Ísinn brotinn og króatíska liðið ekki að spila vel. Hólmfríður skoraði aftur undir lok hálfleiksins, skömmu áður hafði Dóra María skotið í slá. Hólmfríður fékk langa sendingu fram og virtist snerta varnarmann og var allt í einu ein gegn Ivönu markmanni. Hún þrumaði boltanum í netið og skoraði örugglega. 2-0 í hálfleik en þjálfarar Króatíu sýndu mikla vanvirðingu eftir markið. Þjálfarinn grýtti vatnsflösku í jörðina og öskraði á dómarann og íslenskan fjórða dómara líka. Markmannsþjálfarinn gekk lengst, hún klappaði kaldhæðnislega fyrir dómaranum það sem eftir lifði hálfleiks og beið svo eftir henni í höfuðstöðum KSÍ í hálfleik þar sem hún hélt klappinu áfram. Sara Björk byrjaði seinni hálfleikinn á því að skalla í slá og hún skaut í slánna seinna í hálfleiknum. Yfirburðir Íslands héldu áfram út leikinn. Það var frábært að sjá Katrínu Jónsdóttur skora í sínum 100. landsleik. Hún skallaði hornspyrnu í netið og fagnaði vel og innilega. Magnaður árangur hennar kórónaður með fínu marki. Leikurinn fjaraði út og 3-0 sigur niðurstaðan. Íslenska liðið hefði getað skorað mun meira en líkt og gegn Norður-Írum hefði það þurft að vanda sig betur við markið. Ólíklegt er að markatalan muni skipta máli en eftir yfir 40 skot á heimavelli gegn Norður-Írum og Króötum og aðeins fimm mörk er ljóst að liðið hefði getað bætt markatöluna umtalsvert hér. Vinni Ísland lið Frakka 2-0 skiptir markatalan máli en þar hafa Frakkar mikla yfirburði, þeir hafa skoraði 36 mörk og ekki fengið neitt á sig í keppninni, en Ísland er með 26 mörk í plús.Ísland - Króatía 3-0 1-0 Hólmfríður Magnúsdóttir (19.) 2-0 Hólmfríður Magnúsdóttir (42.) 3-0 Katrín Jónsdóttir (75.)Áhorfendur: 1875.Skot (á mark): 21-3 (9-0)Varin skot: Þóra 0 - Ivana 1Horn: 7-1Aukaspyrnur fengnar: 11-11Rangstöður: 6-0 Íslenski boltinn Mest lesið Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Í beinni: ÍA - KR | Blóðug botnbarátta á Skaganum Íslenski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Einu ósigruðu liðin eigast við Enski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Golf Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - Breiðablik | Lið á ólíku skriði Í beinni: ÍA - KR | Blóðug botnbarátta á Skaganum Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Sjá meira
Ísland vann Króatíu 3-0 í undankeppni HM í kvöld. Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði tvö mörk og Katrín Jónsdóttir eitt, í sínum 100. landsleik. Íslenska landsliðið hefur nú leikið níu leiki á Laugardalsvelli undir stjórn Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar, unnið þá alla og markatalan er 43-0. Liðið hefur ekki fengið á sig mark í þessum níu leikjum. Ísland mætir Frakklandi þann 21. ágúst og með 3-0 sigri þar er liðið svo gott sem komið á HM. Það verður þó erfitt verkefni. Íslenska liðið sýndi mikla yfirburði í gær. Í fyrri hálfleik skaut það alls tólf sinnum á markið, helmingur þeirra fór á rammann og tvö þeirra enduðu í netinu. Hólmfríður skallaði í slá eftir horn áður en hún kom íslenska liðinu yfir. Hún fékk boltann við vítateigshornið, lék á eina þrjá varnarmenn áður en hún skoraði gott mark. Ísinn brotinn og króatíska liðið ekki að spila vel. Hólmfríður skoraði aftur undir lok hálfleiksins, skömmu áður hafði Dóra María skotið í slá. Hólmfríður fékk langa sendingu fram og virtist snerta varnarmann og var allt í einu ein gegn Ivönu markmanni. Hún þrumaði boltanum í netið og skoraði örugglega. 2-0 í hálfleik en þjálfarar Króatíu sýndu mikla vanvirðingu eftir markið. Þjálfarinn grýtti vatnsflösku í jörðina og öskraði á dómarann og íslenskan fjórða dómara líka. Markmannsþjálfarinn gekk lengst, hún klappaði kaldhæðnislega fyrir dómaranum það sem eftir lifði hálfleiks og beið svo eftir henni í höfuðstöðum KSÍ í hálfleik þar sem hún hélt klappinu áfram. Sara Björk byrjaði seinni hálfleikinn á því að skalla í slá og hún skaut í slánna seinna í hálfleiknum. Yfirburðir Íslands héldu áfram út leikinn. Það var frábært að sjá Katrínu Jónsdóttur skora í sínum 100. landsleik. Hún skallaði hornspyrnu í netið og fagnaði vel og innilega. Magnaður árangur hennar kórónaður með fínu marki. Leikurinn fjaraði út og 3-0 sigur niðurstaðan. Íslenska liðið hefði getað skorað mun meira en líkt og gegn Norður-Írum hefði það þurft að vanda sig betur við markið. Ólíklegt er að markatalan muni skipta máli en eftir yfir 40 skot á heimavelli gegn Norður-Írum og Króötum og aðeins fimm mörk er ljóst að liðið hefði getað bætt markatöluna umtalsvert hér. Vinni Ísland lið Frakka 2-0 skiptir markatalan máli en þar hafa Frakkar mikla yfirburði, þeir hafa skoraði 36 mörk og ekki fengið neitt á sig í keppninni, en Ísland er með 26 mörk í plús.Ísland - Króatía 3-0 1-0 Hólmfríður Magnúsdóttir (19.) 2-0 Hólmfríður Magnúsdóttir (42.) 3-0 Katrín Jónsdóttir (75.)Áhorfendur: 1875.Skot (á mark): 21-3 (9-0)Varin skot: Þóra 0 - Ivana 1Horn: 7-1Aukaspyrnur fengnar: 11-11Rangstöður: 6-0
Íslenski boltinn Mest lesið Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Í beinni: ÍA - KR | Blóðug botnbarátta á Skaganum Íslenski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Einu ósigruðu liðin eigast við Enski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Golf Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - Breiðablik | Lið á ólíku skriði Í beinni: ÍA - KR | Blóðug botnbarátta á Skaganum Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Sjá meira